Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.07.1981, Page 11

Víkurfréttir - 09.07.1981, Page 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 9. júlí 1981 11 Fiskiðjan hf.: Forráðamennirnir skýra rangt frá - að sögn fyrrverandi verksmiðjustjóra Eins og fram hefur komiö í blaðinu telja ráðamenn Fiskiðj- unnar hf. að verksmiðjan hafi orðið fyrir verulegu tjóni af völd- um þess að augsýnilegir hönn- unargallar hafi verið f mengunar- varnabúnaði þeim sem verk- smiðjan hefur látið vinna að und- irbúningi og smíði á. Telja for- ráðamennirnir ástæðuna vera þá að rangar forsendur hafi verið gefnar í upphafi, og því fariö á þennan veg. Vegna þessa hafði fyrrverandi verksmiöjustjóri Fiskiðjunnar hf. Hilmar Haraldsson, samband við biaöiö og óskaöi leiðréttingar þess efnis, að meðan hann starf- aöi við verksmiðjuna, eða fram að síöustu áramótum, svo og eftir það, hafi aldrei verið lokið Þessar stúlkur heita Helga Kristmundsdóttir (t.v.) og Vigdís Anna Kristinsdóttir. Þær héldu hlutaveltu aö Kirkjubraut 2 f Innri-Njarðvík til styrktar Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs, og söfnuðu °0 u' við að fullreyna mengunarvarnir þær sem setja átti upp og því hafi ekkert það legið fyrir þegar hætt hafi verið við þennan mengunar- varnabúnað, sem bent gæti til þess að hann væri ónothæfur. Enda hafi engin tæki verið þá komin til eyðingar óloftsins frek- ar en er í dag. Þá sagði hann að þessi kostn- aður við hönnunargalla sem rætt væri um stafaöi ekki af uppsetn- ingu neinna tækja eða hönnun þeirra, alla vega ekki neinn sem verksmiöjan bæri skaða af, þvf það sem komiö var hefði vel staðist björtustu vonum manna. Aftur á móti hefði kostnaðurinn aöallega legiö í viðgerð á þaki verksmiðjunnar og viðgerð á hráefnisgeymslum, en hvort tveggja væri óháð lykteyðandi tækjum. Þá var einnig unnið aö endurnýjun á rafkerfi verksmiðj- unnar, sem var á undanþágu frá Rafmagnseftirlitinu. Einnig benti hann á að það sem nú væri verið að gera í verk- smiöjunni væri tóm sýndar- mennska, það er að segja ef menn halda að þaö eigi aö koma í staö mengunarvarna. Þetta væri aðeins til aö slá ryki f augu fólks, sagöi Hilmar aö lokum. Léleg þjónusta hjá Pósti og Síma - og bæjarfógeta Forsvarsmaður fyrirtækis í Keflavík hringdi til blaðsins og hafði eftirfarandi að segja varð- andi þjónustu Pósts og Síma og bæjarfógetaembættisins: „Það er tvennt sem mig langar til að kvarta yfir varöandi þjón- ustu tveggja opinberra stofnana hér í bæ. Fyrst má taka bæjar- fógetaembættiö, sem afgreiöa þarf gífurlegan fjölda af sfnum viðskiptavinum á degi hverjum. Þar verður hver maður að bíða eftir því að gjaldkerinn skrifi allar greiöslutölur í sérstaka bók, sjóöbók. Mér finnst aö í svona stóru embætti hljóti að vera hægt aö skipuleggja þetta á einhvern þægilegri máta, heldur en aö láta fólk bíða eftir handarhraða einn- ar manneskju, enda hefur oft myndast biöröö sem nær um endilanga skrifstofuna. Þá er það Póstur og Sími, sem mér finnst vera öllu verra mál. Þar verður fólk sem sinna þarf venjulegum erindum, svo sem að kaupa sparimerki, frímerki eöa senda böggla, að fara til þriggja gjaldkera. Einn selur frímerkin, annar sparimerkin og þriðji tekur við greiðslum fyrir bögglasend- ingar. Ef maður þyrfti nú að greiöa fyrir þetta þrennt, þá er ekki hægt aö nota eina ávísun, heldur þrjár, sem verða auk þess að vera stílaöar á Póst og Síma til þess að tekiö sé við þeim, en það virðist vera einsdæmi, alla vega er það ekki svo annars staðar hjá þeirri stofnun sem ég þekki til. Þá viröast gjaldkerarnir stundum ekki mega vera að því aö afgreiöa, vegna einkasamræöna hver við annan. Eg hef oft orðiö fyrir þessu og vildi gjarnan aö þetta sé tekiö til athugunar." Rolf Karlsson prédikar og biður fyrir sjúkum Hann er maður, sem Guð notar. í samkomum hans hafa margir læknast og hlotlð heilbrigði fy rir bænir. Sjálfur er Rolf Karlsson blindur, hann lifir i stöðugu myrkri. En í myrkrinu skín Ijós .... Rolf Karlsson var ungur verslunarmaður. Dag einn, þegar hann var við vinnu, fann hann sáran sting í öðru auganu. Æð hafði sprungið. Sjóninni hrakaði uns hún fór alveg. Rolf er sykursjúkur og af þess völdum missti hann sjón- ina. Á sama tima og hann missti líkamlega sjón, gerðist kraftaverk hið innra með honum. f lífi hans rann upp Ijós, andlegt Ijós. Guð opnaði honum nýja leið .... Hann fékk köllun frá Guði til að fara út með fagnaðar- erindið, leggja hendur yffir sjúka og biðja fyrir þeim. Og Guð gerði kraftaverk. í Félagsbíói, föstudaginn 10. júlí kl. 20.00.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.