Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 13. ágúst 1981 --------L rCÉTTIC Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaðamenn: Steingrímur Lilliendahl, sími 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Páll Vilhjálmsson, sími 2581 Einar Páll Svavarsson Ritstj. og augl.: Hringbraut 96, Keflavík, sími 1760 Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik AUGLÝSING um bann við lausagöngu hrossa í Reykjanesfólkvangi Samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingarblaði eru ítrekaðar samþykktir um bann við lausagöngu hrossa í Reykjanesfólkvangi. Hross sem finnast við smölun, verða tekin án frek- ari aðvarana og þeim ráðstafað á kostnað eigenda. Stjórn Reykjanesfólkvangs Bæjarfógetlnn í Grindavik Bæjarstjórinn í Grindavík Keflavík - Suðurnes Smiðir og lagtækir menn óskast í byggingavinnu strax. Upplýsingar gefur Sveinn Ormsson í símum 1505 og 2616. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA íbúð óskast til leigu Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir að taka á leigu 3ja til 4ra herbergja íbúð í Keflavík eða Njarðvík. Upplýsingar í síma 3788 á skrifstofutíma. Trésmiðja Keflavíkur sf. Bolafæti 3, Njarövík Símar 3516, 3902 og 1934 Sérsmíðum ELDHÚSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTTINGAR FATASKÁPA og SÓLBEKKI. Föst verðtilboð - Vönduð vinna - Hagstætt verð. VÍKUR-fréttir Norskir Sjálfsbjargarfé- lagar í heimsókn Laugardaginn 18. júlí kom hingað til lands 30 manna hópur frá systursamtökum Sjálfsbjarg- ar í Noregi, nánar tiltekið frá Þelamörk. Suðurnesjadeild Sjálfsbjargar sá m.a. um móttök- ur og lögðum við því leiö okkartil Friðriks Á. Magnússonar til að forvitnast nánar um heimsókn þessa. Sagði hann að ferðin hafi verið undirbúin af norðmanninum Nils Bö, framkvæmdastjóra lands- samtaka fatlaðra í Noregi. Sá maður stóð fyrir ferð íslenskra Sjálfsbjargarfélaga til Noregs á sínum tíma og jafnframt norskra félaga hingað á sama tíma. „Meginmarkmið þessara ferða er náttúrlega að kynnast, bæði viðhorfum hér á landi í garð fatl- aðs fólks, sem og landi og þjóð," sagði Friðrik. „Um ferðina sem slíka og þátt Suðurnesjadeildar- innar má segja, að félagar hér og velunnarar tóku á móti fólkinu á flugvellinum. Síðan gisti fólk í heimahúsum hér á Suðurnesj- um. Daginn eftir var ekið um skagann, farið var í rútu um Garð, Sandgerði og út á Stafnes. Síðan var Hitaveitan skoðuð og þar var Ingólfur Aðalsteinsson svo elskulegur að taka á móti hópnum og flytja tölu um hita- veituna, útskýra gangverk henn- ar og framkvæmd. í húskynnum hitaveitunnar var síðan sest að kaffidrykkju, en Ragnarsbakarí og Valgeirsbakarí höfðu gefið meðlæti. Síðan var ekið út á Reykjanes og skaginn skoðaður í orðsins fyllstu merkingu. Að lokum var farið i Safnaðarheimil- ið í Innri-Njarðvík og sest að snæðingi og skipst á minjagrip- um. Var norðmönnunum færður eins konar platti af skaganum, þar sem helstu bæir voru merktir inn á. Eftir kvöldmat fór hópur- inn til Reykjavíkur." Þá var farið með gestina til Þingvalla, Geysis og Gullfoss, Hveragerðis og Vestmannaeyja, og einnig heimsótti hópurinn norska sendiráðið. Að lokum var sameiginleg dagskrá föstudag- inn 31. júlí með öllum félög- unum. Gáfu 3000 kr. til búningakaupa Magnús Daníelsson skipstjóri og áhöfn hans á Brimnesi KE 204 gáfu nýlega sunddeild UMFN 3000 kr. til kaupa á búningum. Sunddeildin sendir þakkir sínar til áhafnarinnar á Brimnesi fyrir þessa myndarlegu gjöf. Myndin er af sunddeildinni í nýju búningunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.