Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Hringt hefur verið til blaösins út af bílnum sem myndin er af hér að ofan, og spurt hvort hann sé virkilega í eigu SSS, þar sem ekki sjáist annað en að hann sé oftast í einkanotkun. Nota tæki bæjarins í einkaþágu Að undanförnu hafa Keflavík- urbær og bæjarfyrirtækin raf- veitan og bifreiðaverkstæðiö fengið í sína þjónustu litlar og skemmtilegar sendibifreiðar. Þær eru ætlaðar til notkunarfyrir viðkomandi stofnanir, en eitt- hvaðvirðaststarfsmenn þeirsem aka þeim mistúlka notkunargildi Þeirra, því iðulega má sjá bifreiðar þessar í notkun fyrir einkamála viðkomandi starfs- manna - utan vinnutíma. Er mjög hvimleitt að sjá starfsmennina í ökuferðum með fjölskyldursínar eða reka einkaerindi sín á bif- reiðum sem reknar eru af al- menningsfé. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa bæjarbúa að bifreiðar þessar verði merktar bænum hið snarasta og séð verði til þess aö þær verði ekki notaðar í einka- þágu starfsmanna að loknum vinnutíma, eins og nú er gert. Steindór Sigurðsson, Njarðvík: Ört vaxandi þjónustu fyrirtæki Nýr bíll í flotann Fimmtudagur 13. ágúst 1981 Nýlega bættist ný sérleyfis- og hópferðabifreið í bilaflota Steindórs Sigurðssonar í Njarð- vík. Er hér um að ræða 33 far- þega bíl af Volvo-gerð, árgerð 1981. Mun þetta vera fyrsta rútu- grindin af Volvo-gerð sem flutt er inn af þessum stærðarflokki, en bifreiðin er yfirbyggð hjá Vanhool í Belgíu, en frá því fyrir- tæki hafa ekki verið fluttir inn bíl- ar síðan 1973 þar til nú. Hinn nýi bíll er mjög lipur til allra snúninga, enda af fullkomn- ustu gerð sem völ er á og hefur upp á ýmsar nýjungar að bjóða. Ekki er þetta eini bíllinn sem Steindór hefur keypt á þessu ári, Því fyrr í sumar fékk hann notað- an strætisvagn frá Strætisvögn- um Reykjavíkur og tekur sá bíll rúmlega 70 farþega. Að sögn Steindórs getur hann nú boðið upp á alls 6 bifreiðar sem geta flutt samtals um 300 farþega. 1. nóv. n.k. eru liðin 11 ársíðan Steindór hóf að reka fyrirtæki sitt sem byrjaði á rekstri áætlunar- og skólabíls milli Keflavíkur og Njarðvíkur, en hefursíðan þróast upp í það sem er í dag. Fyrir utan áætlunarferðir milli Keflavíkur og Njarðvíkur eru farnar 4 ferðir á dag alla virka daga milli Kefla- víkur og Grindavíkur. Þá er enn rekinn skólabíll, sem nú ereinnig orðinn skólabíll fyrir Fjölbrauta- skólann um öll Suðurnes. Steindór sér um að aka starfs- fólki úröfrystihúsum, þarafeinu í Garði, í og úr vinnu kvölds og morgna og á matmálstímum, og einnig hefur hann á sínum snær- Framh. á 8. síöu Steindór vlö nýja bfllnn Keflvíkingar Suðurnesjamenn Þótt sólin lækki á lofti, þá skín hún alltaf jafn skært á Sólbaðstofunni Sóley, að Heiðarbraut 2 Keflavík. Opið frá kl. 7.30 - 22.30. Ath. Mikið úrval af snyrtivörum. Athugið einnig, að haustverðið hefur tekið gildi. Heiðarbraut 2 - Keflavík - Sími 2764 MANNVIRKI SF. Bygglngaverktakar Hatnargötu 17, Keflavfk Sfml 3911 Gerum föst tilboð í mótauppslátt, utanhúss- klæðningar, þakviðgeröir og aðra trésmíðavinnu. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.