Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 7
VlKUR-fréttir Fimmtudagur 13. ágúst 1981 7 Að undanförnu hefur Tommi, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsheimilisins Festi í Grinda- vík, sett upp í Reykjavík tvo veit- ingastaði geysivinsaela, sem að- aláhersla er lögð á sölu ham- borgara. Nú hefurTommiákveð- ið að opna hamborgarasölu í Keflavík og verður hún staðsett að Hafnargötu 54, þarsem Hjól & Vagnar eru nú. Áætlað er að opna í október n.k. hamborgarar í Keflavík Tomma- Teppalager Dropans er að Iðavöllum 3. Breiddir: 2, 3,60 og 4 m. - Verð frá kr. 30 pr. ferm. Gólfdúkur, 2ja oga 4 m. breiður. Veggdúkur Veggstrigi dropinn Hafnargötu 80 - Keflavík - Sími 2652 Auglýsingasíminn er 1760 Kraninn hf.: Eigendaskipti Nú nýlega urðureigendaskipti af helmings hlutafjár í Kranan- um hf., en annar af stofnendum fyrirtækisins, Jóhann Pétursson, seldi þeim Ingólfi Falssyni og Þórhalli Helgasyni og fyrri með- eiganda, Ragnari Péturssyni, sinn hluta, og munu þeir reka fyrirtækið áfram í sömu mynd og áður. Hvers vegna ekki „heitan læk“ á Fitjum? Á góðviðrisdögum í sumar hefuroft komið upp í hugasumra þeirra Suðurnesjamanna, sem ekki hafa aðstöðu til að hafa heitan pott við hús sín, hvort ekki sé hægt að gera heitan afrennsl- isskurð t.d. inn á Fitjum, í svipuð- um dúr og t.d. heiti lækurinn í Reykjavík. Nú hlýturaðveratölu- vert af ónotuðu heitu vatni yfir sumarmánuðina, sem kaupend- ur hafa ekki not fyrir en hafa greitt vegna hemlagjaldsins. ( framhaldi af þessu lögðum við eftirfarandi spurningar fyrir Ingólf Aðalsteinsson, framkv.- stjóra HS: 1. Hefurþettakomiðtil umræðu á stjórnarfundum? 2. Er Dragnótaveiði hafin Um miðjan síðasta mánuð hóf- ust dragnótaveiðar á kola frá Keflavík og stunda þessar veið- ar nú tveir bátar, þeir Baldur og Gullþór. Landa þeir báðir aflan- um til vinnslu hjá Sjöstjörnunni hf. í Njarðvík. Afli hefur verið sæmilegur, eða þetta 4-5 tonn í róðri. Auk þessara þriggja báta þá er Ólafur KE farinn einnig á sömu veiðar, en hann leggur upp i Vestmannaeyjum og tók raunar við tilraunaveiðum þeim sem Baldur KE var með fyrir Fiskiðj- una hf. í Eyjum. Að loknum veið- um við Vestmannaeyjar mun hann leggja upp á Akranesi til loka vertíðar. þetta framkvæmanlegt með litl- um tilkostnaði? ,,Það vatn sem kemur til með að renna inn á Fitjum, er ekki af- gangsvatn," sagði Ingólfur, ,,vegna þess að um leið og neysla minnkar eins og hún gerir á sumrin, þá er framleiðslan minnkuð og þá notum við tæki- færið og hreinsum rásirnar sem eru í gangi. Þær eru 5 núna og lokuðum við t.d. fyrir 2 þeirra á tímabili nýlega. Sumartíminn er notaður til þess, því að á veturna megum við ekkert missa. Aftur á móti kemur til með að renna út blöndunarvatn frá flug- vellinum, en það yrði mjög tima- bundið sem þessi afgangur verður, meðan völlurinn er ekki fulltengdur, svo það yrði aðeins til að plata fólk að vera að búa til falska baðlaug sem yrði svo tekin af þvi. Annars eru pottarnir sem fólk er að útbúa heima hjá sér í stórum stíl, að verða vandamál fyrir okk- ur. ( þá er notað neysluvatn og er notað þrefalt meira magn en sem hemillinn skammtar til upphit- unar, miðað við 6-8 tonna potta. Með sama áframhaldi mun notkunin því verða meiri á sumrin en á veturna. ..Þetta er mjög góð hugmynd, að nota affallsvatnið inn á Fitjum í eitthvað svona, þegar fram- leiðslugeta verður það mikil, en ég held að það yrði að vera fram- kvæmd sem yrði að leggja eitt- hvað í og sem myndi kosta eitt- hvað, ekki bara grafa skurð og segja svo fólkinu að striplast þarna. Mér sýnist á öllu að það geti ekki orðið langt þangað til að þéttbýliskjarnarnir komi sér upp góðri útisundlaug, og þá yrði það ódýrasta lausnin, næst affallinu," sagði Ingólfur að lokum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Öldungadeild Skráning fer fram á skrifstofunni 17.-28. ágúst kl. 9-12 og 13-16. Skólagjaldið er kr. 300 fyrir eina eða tvær greinar, en 500 kr. fyrir þrjár eða fleiri. Þeir sem völdu í vor eru beðnir að staðfesta það með greiðslu þátttökugjalds. Nauðsynlegt er að velja sem fyrst, svo að Ijóst sé hvaða áfangar verði nógu fjölmennir, svo að heim- ilt verði að halda uppi kennslu í þeim. Kennsla hefst fyrstu vikuna í september. Skólameistari 'TTrn'WmTi Teppaúrvalið hjá okkur er J meira en þig grunar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.