Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 13. ágúst 1981 VÍKUR-fréttir Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Sandgerði — Reykjavík Keflavík — Reykjavík Frá Frá Frá Sandgerði: Keflavík: Reykjavík: 8.30** 6.45* 9.00* 10.35* 9.00 11.30* 13.00 11.00* 13.30 15.00 13.30 15.30 17.00 15.30 17.30 19.00 17.30 19.00 19.30 23.00 * Ekki helgidaga. ** Ekid um Garö, annars um Miðnesheidi. AUKAFERÐIR Á HELGIDÖGUM: Frá Keflavík kl. 12og 22.30. Frá Sandgerði kl. 22. Frá Reykjavik kl. 10.30 og 24. AUKAFERÐIR Á LAUGARDÖGUM: Frá Keflavík kl. 22.30. Frá Sandgerði kl. 22. Frá Reykjavik kl. 24. Nýársdag, föstud. langa, páskadag og hvítasunnudag er fyrsta feró kl. 12 frá Keflavík. ATH.: í öllum ferðum frá Keflavík, nema kl. 17.30, aukaferðum og kl. 9 á helgidögum, er ekið í Reykjavík um Kringlumýrarbraut, Laugaveg, Skúlagötu og Lækjargötu. HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 AUGLÝSIÐ í VÍKUR-FRÉTTUM Videoið í algleymingi Veturinn 1979másegjaaövísir að video-útleigu hafi skotið rótum í Keflavík. Þá hóf kaup- maður hér í bae útleigu á spólum sem hann hafði keypt erlendis. Eftir það má segja að skriðan hafi mjakast af stað. Og í sumar komst videoiö í algleyming hér sem annars staðar. Þeirsem reka útleigu komust í dúndrandi við- skipti og líklega má telja fremst- an í flokki Tomma Videoking. Ekki er ennþá hægt að spá um hvort viöskiptin minnki eitthvað í kjölfar opnunar sjónvarpsins, en hvað með forráðamenn kvik- myndahúsanna? eins og flestum munn kunnugt þá hafa reykvísk- ir bíókallar riðið á vaðið og kært videoútleigur fyrir ólöglega starfsemi. ( Keflavík eru tvö kvikmynda- hús og við höfðum samband við forráðamenn þeirra, þá Óla Þór Hjaltason í Félagsbíói og Árna Samúelsson í Nýja Bíói. Óli Þór kvað videoiðveraorðið verulegt vandamál fyrir kvik- myndahúsin og nefndi i þvi sam- bandi eftirfarandi tölur: Aðsókn að Féfagbíói íjúlímánuðum 1979-1981: (f. = fullorðnir. b. = börn yngri en 12 ára): 1979: f. 7.431 b. 960 Mis- munur milli áraf. 12.1%, b. 14.7%. 1980: f. 6.530 b. 819 Mis- munur milli áraf. 15.7%, b. 31.6%. 1981: f. 5.504 b. 560 Mis- munur milli áranna ’79-’81: f. 25.9% b. 41.6%. Það er því augljóst að veruleg- ur samdráttur hefur átt sér stað og erfitt að sjá aðra ástæðu fyrir því en aukna notkun video í heimahúsum. Þegar sýndar eru kvikmyndir alla daga vikunnar, bæði fyrir börn og fullorðna, er ólíklegt að fólk sæki mikið bíóin. Árni Samúelsson var þessu Þessi ungi maður heitir Ey- steinn Jónsson. Hann hélt hlutaveltu aö Baldursgaröi 2 í Keflavík til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum og varð ágóöinn 470 krónur. Honum til aöstoöar var Valtýr Kristjánsson. sammála og sagði hann að júní hefði verið mjög lélegur hvað varðaraösókn, svoogeinnigjúlí, en þó hefði aðsókn eitthvað glæðst undir lok mánaðarins. Árni sagði að videoið væri það sem koma skyldi og ekki þýddi að streitast á móti því. „Aftur á móti," sagði hann, ,,á videoút- leigan alfarið að vera í höndum kvikmyndahúsanna, og þau myndu leigja út myndir með ís- lenskum texta eftir að myndirnar hefðu verið sýndar í bíóunum." Þess má að lokum geta, að Árni og Óli Þór hafa ritað bæjar- fógeta bréf þar sem beðið er um rannsókn á videoútleigum. Lögreglumenn sendir til Eyja Þegar mikill fjöldi fólks safnast saman á einum stað til að skemmta sér, þarf lögreglan á viðkmandi stað oft að fá liðsauka annars staðar frá til að vera við öllu búin. Um verslunarmanna- helgina var einmitt þannig ástand í Vestmannaeyjum. Af því tilefni voru fengnir 5 lög- reglumenn úr Suðurnesjalög- reglunni ásamt einni lögreglu- bifreið, og dvöldu þeir þarna meðan þjóðhátíð þeirra eyja- skeggja stóð yfir, til aðstoðar heimalögreglunni. Keflavík: Ný bílaleiga Stofnað hefur verið i Keflavík fyrirtæki sem ber nafnið Bíla- leigan Valberg hf. og er staðsett að Túngötu 21. Eins og nafnið bendir til er þarna um að ræða bílaleigu ásamt kaup og sölu bireiða, en bílaleigan leigir út VW Golf bíla. Stofnendur eru Valberg Helga- son, Rita Helgason, Haraldur Valbergsson og Reynir Valbergs- son, öll í Keflavík, svo og Rósa Ólafsdóttir og Pétur Axel Jónss- son, Reykjavík. Framkvæmda- stjóri er Valberg Helgason. Brimröst hf. Njarðvík meö útibú í Höfnum í Njarðvík hefur verið stofnsett fiskverkunar- og útgerðarfyrir- tæki, sem ber nafniö Brimröst hf. og mun fyrirtækið hafa útibú í Höfnum. Stofnendur eru Jenný Magn- úsdóttir húsmóðir, Sólveig Daní- elsdóttir húsmóðir, Guðmundur Gestsson verktaki, Magnús Daníelsson útgerðarmaður og Eyrún Jónsdóttir húsmóðir, öll til heimilis í Njarövík. Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins er Guömundur Gestsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.