Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Side 11

Víkurfréttir - 13.08.1981, Side 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. ágúst 1981 11 Mikil ásókn í lóðir Spjallað við Albert K. Sanders, bæjarstjóra, um helstu framkvæmdir í Njarðvíkurbæ Víkurfréttir hleruðu á sínum tíma að Njarðvíkurbaer hefði í hyggju að hefjaframkvæmdirvið byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir aldraða. Þessari hugmynd var fyrst hreyft innan Lionsklúbbs Albert K. Sanders Njarðvíkur, en náði síðan eyrum bæjarstjórnar þegar tillaga þar að lútandi var lögð fyrir fund. Til þess að forvitnast frekar um þetta mál, ákváðum við að að spjalla við Albert K. Sanders bæjarstjóra. Þegarvið hinsvegar hittum hann, kom í Ijós að hug- myndin var algerlega í frum- vinnslu og vart hægt að segja að hún væri komin áframkvæmda- stig. Við ákváðum því að spjalla við Albert um helstu fram- kvæmdir. Kvað hann helstu framkvæmd- ir vera fólgnar í frágangi við veg- lagnir. T.d. væri verið að leggja um þrjá km af gangstéttum víðs vegar í bænum. Síðan væri gert ráð fyrir að malbika nokkrar götur og væri Vallarbrautin þar efst á lista og nokkrar íbúðar- götur þar í kring. Síðan nefndi hann að verið væri að hanna ný hverfi. Sérstaklega væri mikið byggt í Innri-Njarðvík, í Seilu- hverfi, enda væri mikil ásókn í lóðir í Njarðvík. Sem dæmi benti hann á að þegar Seiluhverfið var skipulagt var gert ráð fyrir tveggja ára skipulagi. Það skipulag hefði hins vegar aðeins náð að þekjaeittár, og þvíyrði að endurskoða það skipulag og færa út kvíarnar enn frekar og fljótar en gert var ráð fyrir. I Vtri- Njarðvík sagði Albert að íbúðar- húsaframkvæmdir væru mestar við Borgarveg. Þar væri nú unnið við nokkur hús. Við spurðum Albert hvort Njarðvíkurbær ætti nægjanlegt land fyrir framtíðina. Svaraði hann því til að svo væri. Sérstak- lega væri mikið land í Innri- Njarðvík, nú og síðan væri svæðið frá Grænás fram að Fitjum auðvitað hugsanlegt íbúðarsvæði, en það væri ekkert farið að skipuleggja það. Þar væru líka ýmsar hindranir, svo sem háspennulínursem þyrftiað fjarlægja eða færa. Þar að auki kæmi leiðin að nýju flugstöðinni á þetta svæði. ,,Nú, að öðru leyti hefur verið unnið að ýmsum viðhaldsverk- efnum, svo sem við skólann og síðan má nefnaalmennstörfsem snúa að sveitarfélagi sem þessu, t.d. hafa verið lagðir grasblettir meðfram gangstéttum. Við höfum farið þess á leit við íbúa Njarðvíkur að þeir taki að sér að hirða þessa grasbletti, hver fyrir framan sitt hús. Auðvitað von- umst við til þess að fólk bregðist vel við þessari nýbreytni. Af framkvæmdum sem hér eru í gangi má nefna, að Kaupfélag Suðurnesja hefur nýlega hafist handa um byggingu stórmark- aðar. Síðan má nefna þá hugmynd sem Víkur-fréttir voru að forvitnast um, þ.e. byggingu íbúðarhúsa fyrir aldraða. Sú hugmynd er eiginlega á hönnun- arstigi. Auk þess eru alltaf ýmsar hugmyndir i gangi, sem ekki eru komnar á framkvæmdastig." Varðandi atvinnumálin sagði Albert að atvinna hefði verið þokkaleg í sumar, bæði fyrir unga og aldna. ,,Ef til vill lítur þetta ekki vel út, t.d. er staðan í sjávarútveginum ekki góð. Af öðrum atvinnuveitendum á svæðinu má nefna ýmis konar þjónustufyrirtæki. í Njarðvík er hins vegar lítið um framleiðslu- fyrirtæki," sagði Albert að lokum. Til sölu er bílaverkstæði ífullum rekstri í Keflavík. Verkstæð- ið selst í einu lagi eða í hlutum. Lysthafendur vinsamlegast hafi samband við Ingólf í síma 2098. Grindavík - Keflavík Sérleyfisferðir alla virka daga nema laugardaga. Frá Frá Keflavík: Grindavík: 8.45 9.15 10.45 11.15 13.15 13.45 17.30 18.00 Steindór Sigurðsson Símar 3550 - 2840 Geymlö auglýsinguna ÍTREKUN TILKYNNING til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfs- menn búsetta í Keflavík, Njarð- vík, Grindavík og Gullbringusýslu Samkvæmt heimild í 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna sinna hér í umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafn- númer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreið- enda til að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð er kaupgreiðandi fellir á sig, ef hann vanrækir skyld- ur sínar samkvæmt ofansögðu eða vanrækir að halda eftir af launum upp í þinggjöld samkv. því sem krafist er, en í þeim tilvikum er hægt að inn- heimta gjöldin hjá kauþgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarövík og Grindavfk Sýslumaöurlnn I Gullbrlngusýslu, Vatnsnesvegi 33, Keflavik

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.