Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 12
l^tZ^rCÉTTBC j Fimmtudagur 13. ágúst 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Stórmarkaður Kaupfélags Suðurnesja: Framkvæmdir hafnar Guðnl Magnússon tekur fyrstu skóflustunguna. 17. júli sl. hófustframkvæmdir við hinn nýja stórmarkað Kaupfélags Suðurnesja, þegar Guðni Magnússon, fyrsti stjórn- arformaður kaupfélagsins, tók fyrstu skóflustunguna. Húsið verður 2300 ferm. á einni hæð með 300 ferm. risi, sem notað verður fyrir starfs- mannaaðstöðu o.fl. í húsinu verður kjötvinnsla og allar deild- ir nema byggingavörur. Jarðvinnu á að Ijúka í þessari viku og þá verður farið að vinna við sökkul. Stefnt er að því að taka húsið í notkun fyrir lok næsta árs. Kambur hf. annaðist jarðvinnu og byggingameistari er Sveinn Ormsson, og einnig koma þar ýmsir undirverktar við sögu. Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, ávarpar viðstadda Þessl mynd var tekin í Njarðvík einn föstudaginn í sumar við blóma- bílinn, sem er orðinn fastur liður í viðskiptalífi Suðurnesjamanna. Nú hefur vöruúrvalið aukist (þó ekki á vegum blómabílsins) og kominn vísiraðvefnaðarvörudeild. Heyrst hefurað kaupmenn su farniraðlíta þetta markaðssvæði hornauga. Fækkun í Fjölbrautaskólanum Á sl. vetri fækkaði nemendum Fjölbrautaskólans, og enn frek- ari fækkun kemur fram núna. Að sögn Ingólfs Halldórssonar, að- stoðarskólameistara, hefurnem- endum fækkað um 20 frá sl. hausti. Taldi hann að eðlilegar ástæður lægju að baki þessari fækkun. í vor hættu 5 kennarar og hafa 2 kennarar verið ráðnir í staðinn og i athugun eru fleiri ráðningar, að sögn Ingólfs. ,,Við höfum komið okkur upp frábærri verknámsaðstöðu ítré-, málm- og vélstjóranámi," sagði Ingólfur, ,,en samt hefur engin fjölgun orðið í þessum greinum. Ungt fólk virðist ekki hafa áttað sig á þeirri breytingu sem oröið hefur á möguleikunum sem bjóðast ásviði iðnnáms. Áðurvar iðnnám tiltölulega lokuð leið, en með aukinni verknámskennslu í skólunum hefuroröið stórbreyt- ing þar á." Að lokum gat Ingólfur þess, að ,Akkilesarhæll“ Fjölbrautaskól- ans hingað til, nefnilega aðstað- an til raungreinanáms, hefði verið stórbætt. Nú væri búið að koma upp vel útbúinni kennslu- stofu, og ráðinn nýr raungreina- kennari. Bætt aðstaða við íþróttahúsið Nú eru hafnar byggingaframkvæmdir við íþróttahúsið i Keflavík og á þeim að vera lokið fyrir 1. nóvember. Um er að ræðátvöföldun bún- ingsklefa og nýjan forsal. Samtalseru þetta 240ferm. Mannvirkisf. sér um framkvæmdina. Áskorun til bæjarbúa Ibúar Keflavíkurog nágrennis, vinsamlegast leggið niður þann Ijóta ósiö að henda húsasorpi og öðru rusli i uppfyllinguna neðan viö Ungó og norðan við Stokka- vörina. Þessu má öllu koma fyrir kattarnef meö því að fara með þaö í Sorpeyðingarstöðina. Bærinn er nógu sóöalegur þó ekki séu útbúnir ruslahaugar í sjálfum miðbænum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.