Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 1
15. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 27. ágúst 1981 fCÉTTIC Sofandaháttur eða skilningsleysi? Upp undir helmingur af öllu ieguplássi við sjúkrahúsið í Keflavik er notað fyrir öldrunar- 09 aðra langlegusjúklinga, sem Þurfa ekki þá hjúkrun sem sérhæft sjúkrahús býður upp á. Þetta fólk ætti að fá sína þjón- ustu á svokölluðum hjúkrunar- deildum sem gjarnan eru reknar samhliða elliheimilum. Það þarf varla að taka þaö fi'am, að þaö kostar mun meira að leggja langlegusjúklinga inn á sjúkrahús, heldur en á hjúkrun- ardeild. Þvi er orðið knýjandi að leita úrbóta á þessu vandamáli. Á fundi bæjarstjórnar Kefla- vikur 5. maí sl. voru samþykktar Þrjár tillögur þar sem þessu máli var vísað til stjórnar SSS og heil- brigðisráðs Reykjaness-læknis- héraðs. Svar stjórnar SSS er nokkuð kostulegt og er ástæða til að birta það i heild (124. fundur stjórnar SSS): ,,1. mál. Erindi frá Keflavíkur- bæ samkvæmt fundargerð 4. júní, 3. mál. Á fundinum kom fram það megin sjónarmið, að framtíðar- skipan hjúkrunarmála aldraðra á Suðurnesjum verði sú, að hún verði leyst að megin hluta til innan vébanda sjúkrahússins meö byggingu langlegudeilda. En auk þess verði óhjákvæmi- Þekkir þú bæjar- fulltrúana í Kefla- vík og Njarðvík? Sjá könnun í opnu. legt að í öldrunarheimili, eins og t.d. Garðvangi, verði nokkur hjúkrunaraðstaða fyrir vistfólk, sem veikist tímabundið eða þarf svokallaða létta hjúkrun um lengri eða skemmri tíma. Meö hliðsjón af því er stjórn Garð- vangs hvött til að taka afstöðu til þessara mála í sambandi við næsta byggingaráfanga." u Framh. é 9. slðu Hæst tíðni hjartatilfella á Suðurnesjum Samkvæmt upplýsingum, sem að vísu hafa ekki fengist stað- festar og þeim heldur ekki verið neitað, hafa Suðurnesjamenn bætt nýju íslandsmeti í safn sitt. Met þetta er þó ekki fagnaöar- efni, síður en svo. Samkv. þeim upþlýsingum sem blaðið hefur undir höndum, er tíðni hjartasjúklinga hæst hér á landi á Suðurnesjum og er þá einungis átt við þá sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús vegna þessa. Samkv. þessum upplýsingum komu upp 140 hjartatilfelli hér á árinu 1979 þar sem flytja þurfti viðkomandi á sjúkrahús, sem í flestum tilfellum er þá Borgar- spítalinn í Reykjavik. Er þetta um 1% af íbúum Suðurnesja, sem er mjög hátt hlutfall miðaö við önnur byggðarlög, jafnvel þó ekki sé tekið tillit til mannfjölda. Þá er það ekki síður merkilegt, að sjúkraflutningar þessir virðast koma í kippum, ef svo má að orði komast, því suma daga fara þeir upp í töluna 4, enda er nú svo komið að talið er að fjórði hver hjartasjúklingur á Borgarspital- Framh. á 5. síðu Þessi mynd var tekin í Njarðvíkurhöfn sl. laugardag, er landfestar m.b. Keilis slitnuðu að aftan. Við þetta snerist báturinn og steytti á skeri. Náðist hann áflotáflóðinuog urðuengarteljandiskemmdiráhonum. S.S.S.: c Iðnþróunar- fulltrúi ráðinn Þórir Aðalsteinsson, iðnþró- unar- og rekstrartæknifræðing- ur, hefur verið ráðinn iðnþróun- arfulltrúi hjá Sambandi sveitar- félaga á Suðurnesjum. Þórir er 26 ára gamall og er útskrifaður frá Odense í Danmörku. Eitt af fyrstu verkefnum hans verður að standa fyrir námskeiði í stofnun fyrirtækja. Einnig verður hann til trausts og halds fyrir þá sem vilja fara út inýsköp- unarverkefni í smáiðnaði, sér- staklega með því markmiði að auka fjölda smáfyrirtækja í iðn- aði, treysta möguleika nýrra fyr- irtækja til að lifa af byrjunarörð- ugleika, auka samkeppnisgetu þeirra, og móta iðnaðarumhverfi landshlutans. Þórir hóf störf 1. ágúst sl. og er hann boðinn velkominntilstarfa. Heiðarbyggð IV. Byggingaframkvæmdir eru nú hafnar af krafti í Heiðarbyggð IV. Búið er að slá uþp fyrir grunnum og húsum, og þegar flutt í eitt þeirra. Þarna munu rísa bæði stein- og timburhús.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.