Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 27. ágúst 1981 VIKUR-fréttir 1Æ^Z0?M2ÉTTII2 Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaöamenn: Steingrímur Lilliendahl, simi 3216 Elías Jóhannsson, simi 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Páll Vilhjálmsson, sími 2581 Einar Páll Svavarsson Ritstj. og augl.: Hringbraut 96, Keflavík, sími 1760 Setning og prentun: GRÁGAS HF.. Ketlavik AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu 1981 Fimmtudaginn 27. ágúst Ö-4726 - Ö-4800 Föstudaginn 28. ágúst Ö-4801 - Ö-4875 Mánudaginn 31. ágúst Ö-4876 - Ö-4950 Þriöjudaginn 1. sept. Ö-4951 - Ö-5025 Miövikudaginn 2. sept. Ö-5026 - Ö-5100 Fimmtudaginn 3. sept. Ö-5101 - Ö-5175 Föstudaginn 4. sept. Ö-5176 - Ö-5250 Mánudaginn 7. sept. Ö-5251 - Ö-5325 Þriðjudaginn 8. sept. Ö-5326 - Ö-5400 Miðvikudaginn 9. sept. Ö-5401 - Ö-5475 Fimmtudaginn 10. sept. Ö-5476 - Ö-5550 Föstudaginn 11. sept. Ö-5551 - Ö-5625 Mánudaginn 14. sept. Ö-5626 - Ö-5700 Þriöjudaginn 15. sept. Ö-5701 - Ö-5775 Miövikudaginn 16. sept. Ö-5776 - Ö-5850 Fimmtudaginn 17. sept. Ö-5851 - Ö-5925 Föstudaginn 18. sept. Ö-5926 - Ö-6000 Mánudaginn 21. sept. Ö-6001 - Ö-6075 Þriðjudaginn 22. sept. Ö-6076 - Ö-6150 Miðvikudaginn 23. sept. Ö-6151 - Ö-6225 Fimmtudaginn 24. sept. Ö-6226 - Ö-6300 Föstudaginn 25. sept. Ö-6301 - Ö-6375 Mánudaginn 28. sept. Ö-6376 - Ö-6450 Þriöjudaginn 29. sept. Ö-6451 - Ö-6525 Miövikudaginn 30. sept. Ö-6526 og yfir. Skoðunin ferfram að Iðavöllum 4, Keflavík, milli kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tíma ferfram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bifhjóla og á eft- irfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðar- tryggingu. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Gerum föst tilboö i mótauppslátt, utanhúss- MANNVIRK8 SF klæöningar, þakviögeröir og aöra trésmíðavinnu. Byggingaverktakar skrifstofan er opin alla virka Hafnargötu 17, Keflavik d frá k, 10.12. Slml 3911 Samstöðuleysi meðal verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum - segir Sigurður Margeirsson, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps Oft hefur verið rætt um það meðal manna, hvers vegna verkalýðsfélögin sunnan Straumsvíkur væru ekki samein- uð i eitt stórt, í stað þess að nú eru starfandi 5 verkalýðsfélög á þessu svæði. Til að leita svara við þessu hafði blaðið samband við for- mann Verkalýðs- og sjómanna- félags Miðneshrepps, Sigurð Margeirsson, en VSFM telur 400 aðalfélaga og opnaði um sl. ára- mót skrifstofu í eigin húsnæði að Tjarnargötu 8 í Sandgerði, og er skrifstofan opin á miðvikudög- um frá kl. 18-20. Sigurður sagði að innan síns félags væri eindregin andstaða gegn sameiningu, en félagarnir telja sg frekar tapa á því heldur en hitt, og því hefði sameining mætt mikilli mótspyrnu. Aftur á móti fyndist mönnum að samstaða verkalýðsfélaga á Suðurnesjum mætti vera betri, og sagði Sigurður það vera nauðsynlegt að hún ykist og þá i sérstaklega í einstökum málum. ( því sambandi benti hann á helg- arvinnubannið, en þartaldi hann að Sandgerðingar hefðu orðið illilega fyrir baröinu á samstöðu- leysinu. VSFK hefði veitt undan- þágur varðandi fiskvinnuna á sama tíma og VSFM hefði synjað um undanþágur, þar sem félagið i Sandgerði teldi að bann þetta væri það vel auglýst að ástæðu- laust væri aö veita undanþágu þar frá og því bæri afstaða Kefl- víkinganna aðeins vott um slæma samstööu. Um önnur félagsmál þeirra Sandgerðinga taldi hann að auka þyrfti opnunartíma hjá fé- laginu, enda hlyti það að verða þróunin að hafa opið a.m.k. hálf- an daginn, þó núverandi fyrir- komulag hafi gefist mjög vel. Að lokum kvað Sigurður það slæmt að hinir almennu félagar virtust lítinn áhuga hafa á félags- málum, nema þegar eitthvað kæmi upp hjá þeim sjálfum, og vildi hann hvetja félagasínatil að hafa meira samband við félagið, en formaðurinn er ávallt til við- tals á opnunartíma skrifstof- unnar. NÆSTA BLAÐ KEMUR ÚT 10. SEPT. Leiðrétting (frétt af hjólreiðakeppni KFK í síðasta blaði misritaðist nafn eins keppandans. Þar var Arnór Magnússon Rvik sagður vera í 3. sæti I flokki 16 ára og eldri. Hið rétta er, að maðurinn heitir Arn- þór Margeirsson og er úr Kefla- vík. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Stórhættu- leg iðja Kona nokkur, sem býr við Mel- teig í Keflavík, kom að máli við blaðið og hafði með sér nagla- lykkjur þær, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Hafði þeim verið skotið í hús hennar, sennilega með teygjubyssu. Húsið er með plastklæðningu og er ein hliðin stórskemmd. Blaðið hefur fregnað að nokk- ur brögð séu á að börn og ungl- ingar stundi þessa þokkalegu og stórhættulegu iðju, en sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar hafa engar kærur eða kvartanir borist til hennar vegna þessa. Hins vegar voru tveir piltar um tvítugt gripnir í síöustu viku, er þeir voru að gera sér að leik að skjóta úr loftriffli úr húsi á ketti og fugla, og einnig skemmdu þeir tjald sem þeir skutu i. Þá fengu tvö börn skot í sig úr þessum riffli, en sem betur fer meiddust þau ekki alvarlega.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.