Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 27. ágúst 1981 VÍKUR-fréttir Njarðvíkingar nálgast II. deildina: Þórður Karlsson skorar þarna sigurmarkið gegn Sindra Njarðvíkingar eru nú efstir í I- riðli úrslitakeppni 3. deildar. Þeir hafa hlotið 5 stig að 3 leikjum loknum, unnu Sindra sl. laugar- dag 1:0 Staðan í l-riðli: Njarðvík HV HSÞ-b Sindri Næstu leikir: 32103-15 31114-13 31022-22 31021-52 Njarðvík-HSÞ-b, 29. ágúst kl. 14. Njarðvik-HV, 2. sept. kl. 19. Sindri-Njarðvik, 5. sept. kl. 14. Kristínarmótið 1981 Fimmtudaginn 20. ágúst sl. var Kristínarmótið haldið í Leirunni. Var þetta í annað sinn sem þetta mót er haldið. (fyrra voru þátt- takendur 9 en nú voru þeir 16. Kristínarmótið er haldið fyrir börn og unglinga og voru þátt- takendur frá 6-14 ára. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei áður hafa kepþendur á golfmóti í Leirunni verið eins spenntir og eftirvæntingarfullir, t.d. höfðu þau yngstu átt erfitt með svefn síðustu nætur, og haft m.a. áhyggjur af því að lenda í „röff- inu" á 2. teig! Þvi miður var veðrið þennan dag afleitt, en það sýnir best hve áhuginn var mikill, að allir skráð- ir keppendur mættu til leiks. Leikið var á báðum völlum, þ.e. litla (Jóelsvellinum) og stóra, 18 holurá báðum. Flokkarvoru þrír, kepptu þeirelstu ástóravellinum en keppt var í tveimur flokkum á Tll sölu Silver Cross barnavagn. Uppl. í síma 2968. Tll sölu Fiat '80 132-2000. Vökva og velti- stýri, rafmagnsrúður, elektrón- isk kveikja, segulbandstæki. Ný dekk fylgja. Bill í sértlokki. Uppl. í síma 2159. Til sölu 830 m 114x4” uppistöður. Áhuga- samir hringi í síma 3436. Valdimar. Tilboð óskast i ónotað 1x4” ca. 600 m móta- timbur. Uppl. í síma 1379. Tapast hefur svartur högni með Ijósbláa ól. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 2238. Góð fund- arlaun. Jóelsvelli. 4 börn voru í yngri flokknum og 6 í þeim eldri. Á stóra vellinum voru verðlaun veitt fyrir besta skor, síðan þrenn verðlaun með forgjöf. Ennfrem- ur voru veitt aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á Bergvíkinni og fyrir lægsta skor samanlagt á 8. holu. Besta skorið átti sigurvegar- inn frá í fyrra, Sigurþór Sævars- son. Lék hann 18 holurnar á 87 höggum. Sigurþór vann einnig með forgjöf, lék á 62 höggum nettó, - frábær árangur. [ öðru sæti varð Þórarinn Þórarinsson á 70 höggum nettó og í þriðja sæti Sverrir Geirmundsson, á 74 höggum nettó. Á litla vellinum sigraði í yngri flokknum ung upprennandi golf- stúlka, aðeins 8 ára, Karen Sæv- arsdóttir (systir sigurvegarans Sigurþórs), í öðru sæti varð Einar Jónsson og þriðja sætið hreppti yngsti þátttakandinn, Guðjón Grétar Aðalsteinsson, en i fjórða sæti varð Rakel Þor- steinsdóttir. í eldri flokknum á litla vellinum sigraði Marinó Már Magnússon, Benedikt Sigurðsson varð íöðru sæti, jafnir í 3. og 4. sæti Björn Sigurðsson og Magnús Guð- finnsson. Magnús sigraði Björn í bráðabana. Ýmsir aðilar sýndu mikinn skilning i sambandi við Kristinai - mótið og gáfu aukaverðlaun, og ber að færa hér með innilegt þakklæti til Friðriks í Sportport- inu, eiganda Bikarsins í Reykja- vík og Árna í Austurbakka hf. Kristín Sveinbjörnsdóttir, sem stofnaði mót þetta i fyrra, lagði mikla áherslu á í undirbúningi mótsins, að foreldrar barnanna fylgdust með þeim þennan móts- dag, enda var hin besta skemmt- un að fylgjast með foreldrunum og börnunum eftir mótið, erfram voru bornar veitingar, enda höfðu allir þátttakendur fengið verðlaun, - enginn varð útundan. Við verðlaunaafhendinguna gat Kristín þess, að þau verðlaun sem henni þætti vænst um að veita, en um leið þau verðlaun sem erfiðast væri að veita, væru svokölluð „prúðmennskuverð- laun". En golfíþróttinni fylgir fyrst og fremst agi, kurteisi, virð- ing og fullkomin tillitssemi gagn- vart náunganum. Kristín sagði að mjög erfitt væri að gera upp á milli barnanna, en þó væri alltaf einhver sem skæri sig úr. Verð- laun þessi - og mót eins og Krist- ínarmótið, væri haldið til þess að laða börnin að íþróttinni, sýna þeim fram áað þau væru velkom- in - og ekki hvað sist að örva þau til heilbrigðra lífshátta. „Vonandi fjölgar börnunum a.m.k. helming í næsta Kristínar- móti,“ sagði Kristín að lokum, er hún svo las upp nöfn þeirra tveggja drengja sem hlutu prúð- mennskuverðlaunin í ár, en það voru þeir Einar Jónsson og Trausti Már Hafsteinsson. Næg atvinna í Sand- gerði - en einhliða Næg atvinna hefur verið í Sandgerði í sumar, en að sögn Sigurðar Margeirssonar, for- manns Verkalýðs- og sjómanna- félags Miðneshrepps, hefur at- vinna frekar verið of mikil heldur en of lítil og hefur enginn verið á atvinnuleysisskrá að undan- förnu. Sigurður taldi að atvinna Sandgerðinga væri þó einhliða, einungis væri um fiskvinnu að ræða og tilfinnanlega vantaði einhvern léttan iðnað. Bónus- kerfi það sem frystihúsin bjóða uppá væri ekki fyrir fólk er náð hefði sextugsaldrinum og því væri orðið nauðsynlegt að fara að huga að því að koma upp létt- um iðnaði i Sandgerði. Eina til- breytingin frá fiskvinnunni væri hjá því fólki er sækti vinnu upp á Keflavíkurflugvöll, en þó taldi hann að þarstarfaði innanvið5% af vinnufærum Sandgerðingum. Vélstjóra og háseta vantar nú þegar á Hafborgu KE 99. Upplýsingar í síma 2632. Námskeið í stofnun fyrirtækja þar sem áhersla verður lögð á hugmyndir þátttak- enda um nýja framleiðslu eða þjónustuiðnaðtil að örva myndun smáfyrirtækja í iðnaði og renna á þann hátt nýjum stoðum undir atvinnulíf á Suður- nesjum, verður haldið ef næg þátttaka fæst. Kunnáttumenn á sviði rekstrar og framleiðslu munu leiðbeina þátttakendum. Þeim sem hafa áhuga er boðin þátttaka í þessu námskeiði. Nánari upplýsingarogskráning þátttakendaerhjá undirrituðum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - Iðnþróunarfulltrúi - Brekkustíg 36, Njarðvík, sími 3788

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.