Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Page 5

Víkurfréttir - 27.08.1981, Page 5
Fimmtudagur 27.ágúst 1981 5 VÍKUR-fréttir Eigendur Videobanka Suðurnesja, Björn Ólafsson (t.v.) og Gísli Guðfinsson. Videobanki Suðurnesja Ný videoleiga hefur tekið til starfa að Suðurgötu 19A í Kefla- vík, undir nafninu Videobanki Suðurnesja. Eigendur hennar eru Björn Ólafsson og Gísli Guð- finnsson. Blaðið hafði tal af þeim félögum og spurði þá í hverju Þjónusta þeirra væri fólgin. ..Videobanki Suðurnesja er fyrsti svokallaði banki með video spólur, þar sem ekki þarf að kaupa sérstaka tegund mynd- segulbands til að verða félags- maður. VBS veitir félagsmönn- um sínum kost á mun ódýrari þjónustu en áður hefur tíðkast. Gjald fyrir hverja þrjá mánuði miðast við verð á einni spólu, eða kr. 1.000, þannig að hver félagi telst eigandi spólunnar þann tíma. Upp í gjaldið er hægt að setja fyrsta flokks óhreyföar áteknar spólur, sem metnar verða á hæsta verði. Starfsemi VBS er fólgin í þvi að stjórna myndaskiptum milli félaga. Félagsmenn eiga kost á að fá eina spólu á dag, alla daga nema sunnudaga. Hámarkið er þó 50 spólur á hverju þriggja mánaða tímabili. Lögð verður sérstök áhersla á að hafa gott og fjöl- breytt efni. Eingöngu félags- menn geta fengið spólur í bank- anum og stefnt er að því að hafa u.þ.b. 50 spólum fleiri við hvort kerfi heldur en félagsmenn eru hverju sinni, þannig að þaðgefur auga leið að stórkostlegt úrval verður alla daga. Til að gefa video-eigendum góða hugmynd um kosti þessafyrirkomulags má benda á, að ef félagsmaður nýtir rétt sinn að fullu, þá er kostnað- ur hans aðeins 20 krónur á spólu, sem sýnir að ekki nokkur video- eigandi getur látið þetta tækifæri fram hjá sér fara," sögðu þeir fé- lagar að lokum. Þess má einnig geta að þeir hafa einnig til sölu SONY og PANASONIC sjónvörp og mynd- segulbandstæki og einnig TECHNICS hljómflutningstæki. Þá gerir Videobankinn tilboð í uppsetningu videokerfa í einstök hús og fjölbýlishús. Þá er veittur góður staðgreiðsluafsláttur. Videobankinn er opinn mánudaga til fimmtudaga kl. 13- 18 og 19.30-22, föstudaga og iaugardaga kl. 10-12 og 13-18. Skipsstrand í Togarinn Aðalvík KE tók niðri á skeri við innsiglinguna í Njarð- víkurhöfn um miðjan dag á miðvikudaginn í síðustu viku. hæst tíðni Framh. af 1. síöu anum að jafnaði sé Suðurnesja- maður. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna Suðurnesjamenn séu með þetta háa tíðni hjartatil- fella, en ekki komist að neinni niðurstöðu, en það skyldi þóekki vera skyldleiki með þessu, að Suðurnesin eru ýmist í efsta eða neðsta sæti varðandi meðaltekj- ur á mann hér á landi? Eða er orsökin sú, aðhérsémeira stress en annars staðar? Um það vildu Þeir sérfræðingar í þessum mál- om, sem blaöið náði sambandi við, ekkert segja til um, en eins og áðursegirvildu þeirekki stað- festa þetta, án þess þó að neita þessu, og bentu hver á annan. Njarðvík Aðalvíkin var með togarann Bergvík við síðuna og var að draga hana yfir í Njarðvík þar sem hún átti að fara í slipp, en bæði skipin eru í eigu Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. Togarinn Bergvík hafði legið vélarvana í Keflavíkurhöfn í nokkra daga. Átti Aðalvíkin skammt ófarið er hún steytti á skeri við innsiglinguna í Njarð- víkurhöfn. Fá þurfti m.b. Ólaf Inga KE, sem er í eigu Stafness hf., Keflavík, til að draga togar- ann áflot. Litlarskemmdirurðuá Aðalvíkinni og hélt hún til veiöa um kvöldið, en Bergvíkin vareins og fyrirhugað var, tekin upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur til viðgerðar. Orsök óhappsins er talin vera þau, að háfjara var og þar sem skipin voru hlið við hlið hafi þau ekki farið nógu nálægt innsigl- ingarmerkinu sem þarna er, og því fór sem fór. Litlu mun hafa munað að báðir togararnir yrðu úr leik. Miðnesingar Sandgerðingar 2. gjalddagi útsvars og að- stöðugjalda er 1. sept. n.k. Gerið skil á gjalddaga og forð- ist kostnað og önnur óþæg- indi. Sveitarstjóri Tilboð óskast í að rífa húseignina Hafnargötu 35 (gamla skó- verkstæðið). Lysthafendur hafi samband við Jón Þorsteinsson í síma 2238. Áhugafólk um skíðaiðkun á Suðurnesjum hefur ákveðið að stofnafélag, sem vinni að útbreiðslu íþróttarinnar með skipulögð- um hætti og setji ákveðnar reglur þar að lútandi. Stofnfundur verður haldinn mánudaginn 31. ágúst n.k. kl. 20 í félagsheimilinu Vík. Örfá sæti laus í septemberferðirnar til Mallorca, þ.e. 15. og 29. sept. Seljum flugfarseðla hvert sem er, og sjáum um pöntun á hótelum. Auk þess útvegum við miða á alls konar sýningar og leiki. ATLANTIK Umboö - Vatnsnesvegi 14 - III. hæö Sími 2900 - Keflavík AMSTERDAM Ódýrar ferðir alla fimmtudaga. Útvegum gistingu á góðum hótelum. ISCARGO-umboöiö Vatnsnesvegi 14 • III. hæö ____________Simi 2900 - Keflavik_ íbúð til sölu 3ja herbergja íbúð til sölu í fjölbýlishúsi í góðu stigahúsi. íbúðin er í góðu ásigkomulagi. Getur verið laus fljótlega ef samið er strax. Uppl. gefur Sigurjón í símum 2968 og 1760.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.