Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. ágúst 1981 VÍKUR-fréttir Frá Gagnfræðaskól- anum í Keflavík Kennarafundur verður haldinn í skólanum þriðju- daginn 1. september kl. 14. Nemendur komi í skólann sem hér segir: 9. bekkur mánudaginn 7. sept. kl. 8. 8. bekkur mánudaginn 7. sept. kl. 10. 7. bekkur mánudaginn 7. sept. kl. 13. 6. bekkur mánudaginn 7. sept. kl. 15. Skólastjóri Barnaskólinn í Keflavík 1. Kennarafundur verður 1. september kl. 10. 2. Nemendur eru beðnir að mæta í skólann við Sólvallagötu eins og hér segir: Föstudag 4. sept.: 5. bekkur (11 ára) kl. 9.00. 4. bekkur (10 ára) kl. 10.00. 3. bekkur (9 ára) kl. 11.00. 2. bekkur (8 ára) kl. 12.00. 1. bekkur (7 ára) kl. 14.00. 3. Innritun 6 ára barna fer fram fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. september kl. 10-12 og 13-14 í skólanum við Skólaveg. 4. Skólaakstur mun verða fyrir alla bekki Barna- skólans í vetur. Verður hann nánar auglýstur í skólanum. Skólastjóri Grunnskóli Njarðvíkur Kennarafundur verður þriðjudaginn 1. september kl. 10. 6 ára nemendur komi til innritunar í skólann dag- ana 3. og 4. september kl. 9.00-12.00. Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar komi í skólann föstu- daginn 4. sept. kl. 9.00. Nemendur 4., 5. og 6. bekkjar komi í skólann sama dag kl. 10.30. Nemendur 1., 2. og 3. bekkjar komi einnig sama dag í skólann kl. 13.00. Skólastjóri Magnús Guöfinnsson, lengst t.h., teflir viö Kópavogsbúa um 2. sæti i unglingakeppninni, og vann. fsleifur Gislason horfir á. Litla deildarkeppnin Litlu deildarkeppninni í skák lauk nýlega. Teflt var á 8 borðum og tryggði Skákfélag Keflavíkur sér sigur í mótinu með því að vinna Hafnfirðinga 41/2: 3'/2. Úrslit urðu sem hér segir: Keflavík ........... 21 v. Kópavogur .......... 19 v. Hafnarfjörður ...... 17 v. Seltjarnarnes ...... 17 v. Garöabær ............ 6 v. Jafnframt var teflt á 2 ungl- ingaborðum og þar urðu Keflvík- ingar í 2. sæti með 4 v. af 8. Hraðskákmót fór fram í Hafn- arfirði með sömu liðum, 16. ág., og þar urðu Keflvíkingarí3. sæti. Teflt var á 10 borðum. Úrslit urðu: Hafnarfjörður ....... 621/2 Seltjarnarnes ......... 56Vi Keflavík ............. 38V4 Kópavogur ............ 28V4 Garðabær ........... 14 FEGURSTI GARÐURINN Framh. af 12. síöu Þá má geta þess að Njarðvík- urbær hefur nú lagt gangstéttir með grasflötum við nokkrar göt- ur í bænum, og á það vafalaust eftir að ýta undir það að fólk reyni að hafa snyrtilegt í kring- um sig. Umhverfisnefndin hefur haft samvinnu við félagasamtök um val fegurstu garða og umhverfis, og í þetta sinn var Systrafélag Innri-Njarðvíkur haft með í ráð- um og vill nefndin þakka því fyrir gott samstarf. Nautið, Keflavík: Næst stærsti pizzu- framleiðandinn á landinu Fyrir nokkru hóf Nautið að Hafnargötu 19 i Keflavík, fram- leiðslu á pizzum undirvörumerk- inu EL TORO. Eru þarn fram- leiddar tvær tegundir af pizzum í tveim stærðum. Framleiðsla þessi hefur gengið það vel, að í dag er þetta orðin næst stærsta framleiðsla á þessari vöru hér á landi. Vörunni er dreift í flestar verslanir á Suðurnesjum, stór- Reykjavíkursvæöinu svo og í ýmsar verslanir um land allt. Á næstunni stendur til að hefja framleiðslu á mini-pizzum, sem eru ætlaðar til sölu í sjoppum, og verða þær í þar til gerðum bökk- um þannigaðhægtverðiaðsetja þær í geislaofna og selja síðan líkt og pylsur og heitar samlokur. Auk þess hefur verið framleitt hrásalat undir sama vörumerki og selt í búðir hér á Suðurnesjum í hentugum umbúöum, og hefst ekki undan að framleiöa þá vöru, aö sögn Erlings Laufdal, eiganda Nautsins. Vandræðahús - Sama- staður unglinga ( 12. tbl. Víkur-frétta var rætt um hús er svo sannarlega þurfa umhirðu en eru nú eigendum sinum og bæjarfélaginu til lítils sóma. Annað þessara húsa er að Duusgötu 5 í Keflavík og bar hér áður nafnið ,,Gamla búðin" og er í eigu Keflavíkur hf. Að undanförnu hefur þetta hús verið samastaður ýmissa unglinga á fermingaraldri og þar í kring. Hafa þau verið þarna við ýmsa þá iðju sem ekki er til eftir- breytni og hefur lögreglan þurft að hafa nokkur afskipti þar af. Til að koma í veg fyrir áfram- hald á veru unglinga þarna, og til aö húsið sómi sér þar sem það er, ættu eigendur þess nú að taka sig til, loka húsinu og snyrta síðan ytra útlit þess a.m.k.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.