Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. ágúst 1981 9 VÍKUR-fréttir Páli Vilhjálmsson: Svikasaga Fiskiöj- unnar hf. í Keflavík - Fyrri hluti - Eins og mörgum mun vera kunnugt, þá starfar fyrirtæki eitt undir nafninu Fiskiðjan hf., við bæjarmörk Keflavíkur og Njarð- víkur. Fyrirtækið bræðir fisk og fisk- úrgang og hefur gert það í mörg ár. Við bræðslu á fiski og fiskúr- gangi fylgir mikil mengun, bæði lykt, reykur og önnur óhreinindi. Hér áður fyrr ráku sumir nefið upp í loftið þegar þeir fundu þessa mengun og sögðu að þetta væri peningalykt, bætandi fyrir þjóðarhaginn og þar fram eftir götunum. En eftir að við hættum að búa í moldarkofum og öðru heisluspillandi húsnæði átti óþverrinn sífellt minna upp á pallborðið hjá fólki. Nú er svo komið, að fólk vill helst hafa mengunina sem fjærst sér. Því hefur verið stefnt að því hvarvetna um landið, að flytja mengunarvaldana, bræðslurnar, sem lengst frá mannabyggðum. Fiskiðjan í Keflavík er óhemju illa staðsett í mengunartilliti séð. í byrjun síðasta áratugar voru fyrst settarfram kröfur um meng- unarvarnaútbúnað. Og hvað hefur gerst? Jú, forráðamenn Fiskiðjunnar hafa trassað fyrir- mæli stjórnvalda um mengunar- varnir í nærfellt áratug. Á þessum árum hefur verksmiðjan rakað saman ótöldum milljónum króna í gróða, án þess að verja nema örlitlu broti af þeirri summu í mengunarvarnir, eins og þeim var skylt að gera fyrir 9 árum. Reyndar hafa ..mengunarvarn- 7ir“ Fiskiðjunnar til þessa ein- ungis falist í því að þvo og mála hjá sér með nokkurra ára milli- bili. Heilbrigðisnefndir Keflavík- ur og Njarðvíkur, Heilbrigðis- eftirlit ríkisins og Heilbrigðis- málaráðuneytið hafa í 9 ár rekið á eftir því að Fiskiðjan komi sér upp fullnægjandi mengunar- vörnum. Frá 7. ágúst 1973 hefur Fisk- iðjan verið rekin með starfsleyfi með kvöðum, þ.e.a.s. forrráða- menn fyrirtækisins hafa lofað ákveðnum mengunarvörnum innan ákveðins tíma, og fengið út á það leyfi til þess að halda rekstrinum áfram. Síðan Fiskiöjan fékk sitt fyrsta starfsleyfi má segja að rekstrar- saga hennar sé dæmisaga. Dæmisaga um það, hvað menn geta komist langt með ósvifni, fölskum loforðum og jafnvel beinum lygum. Einnig er þetta dæmisaga um það, hvað hið opinbera er vanmáttugt við að gæta hagsmuna almennings, þegar annars vegar eru menn með mikið undir sér og eru jafn- framt nógu óprúttnir. í fyrri hluta þessarar greinar verður greint frá þróun mengun- arvarnavandamáls Fiskiðjunnar hf. og í síðari hluta greinarinnar verður fjallað um nýjustu ,,trikk“ Fiskiðjumanna. ( fyrri hlutanum er stuðst við skýrslu samda af Heilbrigðis- eftirliti ríkisins 23. sept. 1979, en í skýrslunni er hjálagt erindi heil- brigðisnefnda Keflavíkur og Njarðvíkur. I. „Fiskiðjunni hf. var fyrst veitt starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 164/1972 hinn 7. ágúst 1973. Var m.a. sett það skilyrði fyrir starfsleyfi að reistur yrði 60 m hár reykháfur við verksmiðjuna fyrir upphaf loðnuvertíðar 1974, en reykháfar voru á þessum tíma taldir eina raunhæfa leiðin til mengunarvarna. Verksmiðju- stjórnin gerði engar tilraunir til þess að uppfylla skilyrði starfs- leyfisins. Lét ráðuneytið stöðva reksturverksmiðjunnar meðlög- regluvaldi í september 1974.“ II. Síðan segir frá því að Fiskiðjan hafi fengið framlengingu á starfs leyfi hinn 5. nóv. 1974. En þávar samningur fyrirtækisins við verk- fræðistofu um hönnun reykháfs lagður til grundvallar. „Hönnun fyrrnefnds reykháfs var lokið vorið 1975. Voru áætl- anir um byggingu hans þegar kynntar heilbrigðisyfirvöldum, en samkvæmt þeim yrðu slíkir reykháfar mjög dýrir í byggingu. Með bréfi dags. 24. júní 1975 sótti fyrirtækið beint til heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins um frest til lúkningar byggingar reykháfsins, og var 1 árs frestur, þ.e. til 1. sept. 1976, veittur með bréfi ráðuneytisins dags. 30. júli 1975.“ Umsagna Hellbrigðlseftirlits ríkisins og heilbrigðisnefnda Njarðvikur og Keflavíkur var ekki aflað áður en frestur þessi var veittur (leturbr. mín). Þarna er dæmi um fáránleg vinnubrögö hins opinbera. III. „Frá því síðastnefndur frestur tii byggingarreykháfsvarveittur, hefur frekari framlenging starfs- leyfis ekki verið veitt . . . Frá því tímafrestur rann út hinn 1. sept. 1976 hafa heilbrigðisnefndir Keflavíkur og Njarövíkur itrekað borið fram kröfur um að ráðist verði í framkvæmd mengunar- varna og að þrifnaður og um- gengni verði bætt á athafna- svæði fyrirtækisins . . . Hinn 28. ágúst 1978 lagði fyrirtækið fram kaupsamning sem gerður hafði verið við hið danska fyrirtæki (Atlas fyrirtæki, innsk. mitt) 3. ágúst sama ár, og fól í sér kaup á einum gufuþurrkara og kæli- og þéttiturni sem afhent yrðu í marz 1978. Ekki þótti ástæða til þess að mæla með starfsleyfi ágrund- velli þessara gagna fyrst um sinn a.m.k." Þegar hér er komið sögu, 6 árum eftir að heiIbrigðisyfirvöld hófu afskipti af Fiskiðjunni, er loksins farið að sjá í gegnum fingur forráðamanna hennar. Ætla mætti að eitthvað róttækt yrði nú gert. En hvað gerist? IV. ,,( samtali við heilbrigðisfull- trúa Suðurnesja hinn 18. apríl sl. (1979, innsk. mitt) skýrði for- stjóri Fiskiðjunnar frá því að framkvæmdum samkvæmt ofangreindum samningi seink- aði fram í október n.k. þar sem fyrirtækið hefði ekki staðið í skil- um með umsamdar greiðslur (leturbr. mín). Á grundvelli þessa rituðu nefndirnar fyrirtækinu bréf þar sem þær lýstu þeirri af- stöðu sinni, að verksmiðjunni væri óheimil móttaka hráefnisfrá og með 15. maí að telja. (fram- haldi þessa héldu forráðamenn verksmiðjunnar fund með bæjar- ráðum Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem lagðar voru fram fjár- festingaráætlanir fyrir endur- bætur á verksmiðjunni samkv. fyrri áformum um uppsetningu gufuþurrkara, lykteyðingu, að- gerðir til endurbóta á umhverfi o.fl. . . . Á grundvelli þessa héldu heilbrigðisnefndirnar fund hinn 15. maísl. þarsemfallistvaráað verksmiðjan starfaði áfram gegn þvi að framkvæmdum til meng- unarvarna skv. áætluninni yrði að fullu lokið 1. jan. 1980." V. Og áfram halda svikin. „Þann 13. júlí sl. (1979, innsk. mitt) ritaöi fyrirtækið heilbrigðis- fulltrúa Suðurnesja bréf, þarsem tilkynnt var um að fyrirtækið treysti sér einungis til þess að leggja í framkvæmdirsamkvæmt 1. lið fyrrnefndrar áætlunar, sem einungis felur í sér minni háttar FAGURT UMHVERFI Framh. af 12. síöu Þá var hjónunum Önnu Vil- hjálmsdóttur og Sveini Sæ- mundssyni að Lyngholti 19, veitt viðurkenning fyrirgóða umhirðu garðs og lóðar um áraraðir, en einstök smekkvísi og snyrti- mennska er aðall hans og öðrum garð- og húseigendum til fyrir- myndar og eftirbreytni, en þarer ekkert rusl eða skran að húsa- baki og grasflöt og kantar í bestu hiröu. Einnig ákvað nefndin að veita þeim Steinunni Guðnadóttur og Neville Young viðurkenningu fyrir viðhald og umhirðu á eldra húsi þeirra að Heiðarvegi 17. aðgerðir til mengunarvarna. Á sameiginlegum fundi nefnd- anna, stjórnar verksmiðjunnar og undirritaðs í Keflavík hinn 3. ágúst sl. (1979, innsk. mitt) kom fram að samningar við hið danska fyrirtæki um kaup águfu- þurrkurum og tilheyrandi meng- unarvarnabúnaði, hefðu endan- lega gengið til baka. Væri ástæða þess sú, að stjórn fyrir- tækisins teldi framkvæmdir þessar ekki arðbærar fremur en að fé til framkvæmdanna væri ekki fyrir hendi." Núna er moldin farin að rjúka í logni. Síðan hvenærhafa meng- unarvarnir verið arðbærar? VI. Nú verður gripið í lokaorð skýrslunnar: „Ástand mengunarmála Fisk- iðjunnar hf. er í grófum dráttum með þeim hætti, að sáralítið hefur verið gert til úrbóta fram til þessa, þrátt fyrir afskipti heil- brigðisyfirvalda allt frá árinu 1972. . . . og meðferö beinaúr- gangs verið með öllu óviðunandi fram á síðustu tíma. Ólykt er mikil í næsta umhverfi, jafnvel þó verksmiðjan sé ekki í gangi. Byggð hefur þést verulega um- hverfis verksmiðjuna og líkureru til þess að hún þéttist enn meira í nánustu framtíð. . . . Jafnframt liggur fyrir að fyrirtækið hefur áður iðulega lofað framkvæmd- um sem ekki hefur verið staðið við.“ Þetta var staðan í mengunar- varnamálum Fiskiðjunnar hf. í Keflavik þann 23. ágúst 1979. En hefur eitthvað breyst síðan? Nei, þvert á móti. Ástandið hefur versnað, ef eitthvað er. Frá því verður greint í síðari hluta grein- arinnar. SOFANDAHÁTTUR Framh. af 1. síöu Þessi klausa segir ekki neitt. Hún er hvorki fugl néfiskur, enda samþykkti bæjarstjórn Keflavík- ur þann 7. júlí sl„ eftirfarandi til- lögu: „Legg til að fundargerð 124. fundar verði visað aftur til stjórn- ar SSS, með ósk um að tekin verði afstaða til þess á hvern hátt hjúkrunarþörf aldraðsfólksverði leyst, þar til framtiðarlausn sú sem fyrirhuguð er við sjúkrahús- ið kemur í gagnið." Þvi er spurt: Ætla ráðamenn að ,,salta“ þetta vandamál um óákveðinn tíma, eða verður eitthvað raunhæft gert í málinu?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.