Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 12
| Fimmtudagur 27. ágúst 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Keflavík:i: Njarðvík: c Fagurt umhverfi verðlaunað Áhugi fyrir garðrækt hefur aukist mikið Fegursti garðurinn 1981 að Borgarvegi 26 Dómnefnd skrúðgaröa og um- hverfis í Keflavík fyrlr árið 1981 hefur nýlega lokið störfum. Á skoðunarferðum sínum um bæinn í sumar telur nefndin ánægjulegt að sjá hve almennur áhugi fyrir garðrækt hefur aukist i Keflavík á undanförnum árum og margir húseigendur leggja mjög mikla vinnu i að fegra og snyrta lóðir og umhverfi. Að mati dómnefndar uppfyllti þó enginn garður þau skilyrði í ár til að hljóta heiöursverðlaun, en mjög marga tilvonandi verð- launagarða sá nefndin á ferðum sínum um bæinn. Það var samdóma álit dóm- nefndar að veita hjónunum Báru Þóröardóttur og Halldóri Hjart- arsyni að Elliðavöllum 5, viður- kenningu fyrir ungan garð þeirra, sem er vel skipulagður og mjög snyrtilegur i alla staði. Ein- kenni þessa garðs er hve opinn hann er og sést hann vel af göt- unni, en eins og þeir vita sem til þekkja, er mjög erfitt um ræktun garða í þessu hverfi sökum næð- ings. Framhald á 9. tfðu Umhverfisnefnd Njarðvíkur hefur nú i þriðja sinn veitt verð- laun fyrir fegursta garðinn og fagurt umhverfi. Þrenn verðlaun voru veitt, en þau hlutu eftirtaldir aðilar: Hafdís Garðarsdóttir og Einar Jónsson, Borgarvegi 26, hlutu viöurkenningu fyrir fallegasta garðinn í Njarðvík. Margrét Hallgrímsdóttir og Guðjón Klemenzson, Brekku- stíg 15, hlutu viðurkenningu fyrir góða umhirðu á húsi og lóð um árabil. Guðríður Helgadóttir og Sig- urður Sigurðsson, Kirkjubraut 2, hlutu viðurkenningu fyrir fallegt hús, snyrtilegan og vel hirtan garð. Að sögn Ólafs Eggertssonar, form. umhverfisnefndar Njarð- víkur, stóð einnig til að veita fyrir- tæki viðurkenningu fyrir snyrti- mennsku, en þrátt fyrir mikla leit fyrirfannst ekkert fyrirtæki sem verðskuldaði slika viðurkenn- ingu, að mati nefndarinnar. Framh. á 8. sfðu Elliðavellir 5 Lyngholt 15 Helðarvegur 17 Borgarvegur 26 Kirkjubraut 2 Brekkustfgur 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.