Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 10. september 1981 VIKUR-fréttir Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaóamenn: Steingrímur Lilliendahl, sími 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, simi 2677 Páll Vilhjálmsson, sími 2581 Einar Páll Svavarsson Ritstj. og augl.: Hringbraut 96, Keflavik, sími 1760 Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Trésmiðja H7 Keflavíkur sf. f fV Bolafæti 3, Njarövík Símar 3516, 3902 og 1934 Sérsmíðum ELDHÚSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTTINGAR FATASKÁPA og SÓLBEKKI. Föst verðtilboð - Vönduð vinna - Hagstætt verð. Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. SÍMI 3987 Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík Inn- og útflytjendur á Suðurnesjum Um þessar mundir er Skipaafgreiðsla Suðurnesja sf. að hefja rekstur á vöruhúsi við höfnina í Kefla- vík. Þeir aðilar sem áhuga hafa á aukinni hagræðingu við inn- og útflutningsviðskipti sín, fá nú tækifæri til að gerast hluteigendur í félaginu. Bréflegar umsóknir sendist til Skipaafgreiðslu Suðurnesja sf., Salthúsinu, 230 Keflavík. Trésmiður eða maður vanur byggingavinnu óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur Viðar Jónsson í síma 2625. Lagning kantsteina viö Aðalgötu Gatnaframkvæmdir standast áætlun Gatnaframkvæmdir í Keflavík standast áætlun ogeinungiseftir að leggja slitlag á Heiðarbraut. Þetta kom m.a. fram í viðtali við Ellert Eiríksson bæjarverkstjóra. Ýmsir hafa haft á orði að óvenjulítið hafi verið lagt af slit- lagi á götur bæjarins í ár. Ellert sagði að það sem ruglaði menn væri það, aðgóðurhluti af gatna- fjárveitingunni færi í gangstétta- lagningu. Fjárveitingin í ár væri í svipuðu hlutfalli og hón hefur verið undanfarin ár. ,,í ár er ætlunin að leggja 1.5 km af gang- stéttum vítt og breitt um bæinn, og þar af leiðandi verður minna lagt af slitlagi á göturnar," sagði Ellert að lokum. Innri-Njarðvík: Andstæður við Kirkjubraut Eins og sagt var frá í síðasta blaöi hlutu eigendur Kirkju- brautar 2 í Innri-Njarðvik viður- kenningu fyrir fallegt hús, snyrti- legan og vel hirtan garð, og eru sannarlega vel að viðurkenning- unni kornin. Eftir að hafa skoðaö lóðina rekur maður í rogastans yfir þeim ósóma er nágranninn ská- halltámótisýnirafsér. Er þarátt við umhverfi lóðarinnar Kirkju- braut 3, en eins og myndin sýnir er umhverfið fyrir neðan allar hellur og er í raun furðulegt að nokkur geti haft svona í kringum heimili sitt. Næsta hús, nr. 5, er lítið skárra. Væri nú ekki rétt hjáeigendum húsanna að hreinsa svolítið í kringum sig þannig að lóðir þeirra verði þeim ekki lengur til skammar. Nauðungaruppboð á Suðurnesjum: 10 fasteignir og 1 skip í nýlegu Lögbirtingarblaði birt- ist c)-auglýsing, þ.e. 3. og síð- asta auglýsing frá Bæjarfógetan- um i Keflavik, Grindavík og Njarð vík, um nauðungaruppboö sem fram eiga að fara 25. september n.k. Uppboðin eru á tveimur fast- eignum í Keflavík, fjórum í Njarð- vík, einni í Vogum, einni í Höfn- um og tveimurí Grindavík.ásamt einu skipi i Sandgerði. Uppboðin eru ýmist vegna dómskulda eða vangreiðslu veðskuldabréfa og eru að upphæð frá kr. 439,39 og upp í kr. 33.125.00.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.