Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 10. september 1981 VÍKUR-fréttir Keflvíkingar Suöurnesjamenn Námskeið í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst 1. október n.k. Þorsteinn Kristinsson, sími 1609 Sjálfs varnarlist Nú eru að hefjast ný námskeið fyrir byrjendur í sjálfsvarnarlist. Námskeiðin eru ávegum Kung-Fu sýningarflokksins. Ekki mun verða kenntneittsér- stakt kerfi, heldur eingöngu alhliða sjálfsvörn, og er þá nemendum gefinn kostur á að öðlast þekk- ingu í hinum mörgu mismunandi austurlensku sjálfsvarnarstílum. Námskeiðin eru jafnt fyrir konur og karlmenn á aldrinum 14 ára og eldri. Kennsla mun fara fram í íþróttahúsinu í Njarðvík (litla sal) tvö kvöld í viku fyrir hvern aldurshóp. Kynning og innritun fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík 14. sept. kl. 7.30. Kung-Fu sýningarflokkurinn Prjónakonur Opnum aftur eftir sumarfrí. Kaupum heilar og hnepptar lopapeysur. Einnig vel prjónaða vettl- inga, um óákveðinn tíma. Móttaka verður 23. september, 7. og 21. október kl. 12-15 að Bolafæti 11, Njarðvík. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. osamso’ HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 Gerum föst tilboö í mótauppslátt, utanhúss- klæöningar, þakviögeröif og aöra trésmíðavinnu. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12. MANNVIRKI SF. Byggingaverktakar Hafnargötu 17, Keflavfk Sfml 3911 Skíðafélag á Suðurnesjum Þann 31. ágúst sl. var haldinn á Vlk í Keflavík undirbúningsfund- ur fyrir stofnun Skföafélags á Suðurnesjum. Fjölmenni var á fundinum, en til hans var boðað af hópi áhugamanna um skíða- iðkun á Suðurnesjum, sem telja brýna nauðsyn á að efla skíða- iþróttina og vinna meö skipu- lögðum hætti að framgangi hennar. Skíðafélagið mun m.a. hafaað markmiði aö skipuleggja skíða- ferðir með reglubundnum hætti á skíðasvæðinu og útvega skíða- kennslu og aðstoða félagsmenn við kaup á skíðaútbúnaði með sem ódýrustum hætti. I undirbúningsstjórn voru kjörnir 5 manns: Kristján Péturs- son, Pétur Jóhannsson, Hörður Hilmarsson, Þóra Júlíusdóttirog Sigurður Jónsson. Fólki á öllum aldri er heimiluð innganga I félagið og fer innritun fram á skrifstofu Péturs Jó- hannssonar að Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 2900, en stofn- fundur verður haldinn I nóvem- ber n.k. Umferðarfræðsla barna Nýlega fór fram hér á Suður- nesjum umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn, á vegum lögregl- unnar I Keflavík, Umferðarráðs og sveitarfélaganna. Það voru lögreglumennirnir Bendt Peder- sen og Hjálmar Arnason sem sáu um umferðarfræðsluna, en þeim til aðstoðar voru fóstrurnar Gyða Ragnarsdóttir og Margrét Guð- mundsdóttir, en Gyða hefur starfað að umferðarfræðslu i leikskólum í fjölda ára. Fræöslan tók tvo daga, klukkutíma hvorn dag. Fyrri dag- inn fengu þau verkefnið gatan og leikvöllurinn, og síðan voru sýndar kvikmyndir úr umferð- inni. Síðari daginn var upprifjun frá fyrri degi og síðan var sýnt brúðuleikhús um strák í umferð- inni sem hljóp út á götu og var nærri orðinn fyrir bíl. Þátttaka i umferðarfræðsl- unni var góð, en hana sóttu 444 börn. þórður Karlsson skorar þarna fyrsta markið i leik UMFN og HV fyrir skömmu, en honum lauk með sigri UMFN, 4:0. Njarðvíkingar upp í II. deild Njarðvíkingar tryggðu sér sigur í sínum riðli í úrslitum 3. deildar. Keppa þeir því í 2. deild að ári ásamt Einherja. Njarðvík- ingar eiga eftir úrslitaleik við Ein- herja um efsta sætið í 3. deild- inni, en tvö lið fara upp hverju sinni. Torfærukeppni Stakks N.k. sunnudag 13. sept. heldur Björgunarsveitin Stakkur sína árlegu torfæruaksturskeppni við Grindavík. Keppni þessi hefur verið árlegur viðburður sl. 11 ár. Þeir sem hafa fylgst með þessum keppnum, hafa séð þær mestu framfarir íeinni íþróttagreinsem sögur fara af. Fyrir 11 árum tóku þátt í þess- um keppnum ökumenn á venju- legum jeppum af götunni, og hrifust áhorfendur af tilþrifum keppenda. I dag myndu sömu jeppar ekki einu sinni komast í startholurnar, hvað þá brautirn- ar. Farartækin sem mæta til leiks i dag eru vægast sagt engu lík. Kepnni þessi er ein aðal fjáröflun sveitarinnar og vilja Stakksfélagar þakka þeim mörgu Suðurnesjamönnum sem stutt hafa sveitina dyggilega undanfarin ár. ( ár veröur aðgangseyrir 50 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri. Mikil verðlaun eru í boði. 1. verðlaun eru 4000 kr., önnur 2500 og þriðju 1500. Einnig verða aukaverölaun fyrir bestan tíma í Tímabrautinni frægu. Ein nýjung verður í henni, svokallað vega- salt. Veröur gaman að sjá hvernig bílstjórunum tekst að leysa þá þraut. Keppnin hefst kl. 14 og verður keppnin á svipuðum slóðum og áður. Stakksfélagar hvetja alla til að mæta og skemmta sér kon- unglega, um leiö og þeir styðja gott málefni. Enn er pláss fyrir tvo keppendur og skal tilkynna þátttöku í símum 1102 eða 2430 fyrir kl. 17 á morgun (föstudag).

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.