Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 10. september 1981 11 Tillitsleysi nemenda við Gagnfræðaskólann Kunnum við ekki að umgangast hluti i almenningseign? Kæru bæjarbúar. Mig hefur lengi langað til að vekja athygli ykkaránokkrum atriðum.sem mér finnst mjög miður í okkar annars ágæta bæjarfélagi, en þarf ekki nema smá átak og samhug til að kippa í lag. Það sem fær mig til að skrifa þessa grein einmitt núna er, að nú er komið haust og skólarnir að byrja. Börn og unglingar fá ný föt og nýjar skóla- bækur og hugsa með tilhlökkun til komandi vetrar, fullbúin að takast á við ný verkefni. En íbúarnir í næsta nágrenni við skólann (hér er sérstaklega átt við gamla „gaggó" við Sunnubraut) líta alls ekki neinum tilhlökkunaraugum til skólaársins, þvi nú byrjar PÚLIÐ. Já, nú byrjar sorphreinsunin. Eftir að vera búin um sumarið að reyna að snyrta i kringum húsið og gróðursetja tré ogaðrarplöntur, þáer eins gott að vera viðbúin SKOTÁRÁS af sælgætisumbúðum, pappapelum undan ávaxtasafa og öðrum ílátum og ekki sist glerbrotum.. Því er nefnilega þannig varið, að þegarskólinn hefstá haustin byrjar HIGH SEASON hjá verslununum í nágrenni skólans. Byrjað er að eyða sumarhýrunni i fri- mínútum af kappi og siðan iiggurslóð af rusli frá verslununum út í skóla. Ég bjó í 3 ár í nágrenni við skólann og var orðin langþreytt á þessum sóðaskap og hringdi í Áhaldahús bæjarins og bað um að fá sorptunnu hengda á Ijósastaurinn fyrir framan húsið, og hélt ég þá að ósóminn yrði eitthvað minni. Því miður gátu þeir ekkert hjálpað mér og vísuðu á kaup- manninn. Þeir hjá Áhaldahúsinu sögðu að það bara þýddi ekkert að setja upp sorptunnur, þvi það væri Karlakórinn leggur land undir fót 28. ágúst sl. lagði Karlakór Keflavíkur land undir fót og ríf- lega það, því kórinn fórtil Ortesei í Týrol. Þar mun hann syngja, svo og í nærliggjandi bæjum, þar sem einnig verður sýnd land- kynningarmynd. Söngstjórinn, Sigurður Demetz Franzson, er einmitt frá Ortesei. Fjárhagsáætlun Fjölbrauta- skólans var lögð fram á fundi skóla- nefndar 5. júní sl. fyrir árið 1982, vegna fjárlagagerðar. Samkv. henni verða laun vegna kennslu og vinnu í bókasafni alls kr. 4.908.690, launsem falla undir önnur rekstrargjöld kr. 1.272.700 en önnur rekstrargjöld kr. 2.083.020. Stofnkostnaðaráætl- un er ekki fullgerð, en talið var líklegt að upphæðin yrði í grennd við kr. 1.100.000. Auglýsingasíminn er1717 bara kveikt f þelm eða þæreyðllagðar á einhvern annan hátt. Kaupmaður- inn var allur af vilja gerður og setti upp sorptunnu. En viti menn, hún var bara ekki notuð. Það þykir vist ekki fínt að nota svoleiðis óþarfa. Mig rak i rogastans góðviðrisdag einn þegar dóttir mín, þá 3ja ára, var að enda við að drekka úr gosflösku og þeytti flöskunni af alefli i gangstétt- ina. Ég spurði hana hvernig stæði á því að hún gerði þetta, og svarið var: Ég er að gera elnt og stóru krakkarnir i stóra skólanum gera. Það er nefni- lega svo sorglegt til þess að hugsa að allir þessir HERRA SÓÐAR og FRÚ SUBBUR eru svo fyrirmynd litlu krakkanna sem sitja á tröppunum heima hjá sér og horfa með andagt á sóðana drelfa drasli, af þessarl Ifka snilld. En tímarnir breytast og menn- irnir með, þvíaðámínumsokkabands árum þóttist maður finna fjársjóð, fyndi maður 2-3 flöskur. Tillitsleysi þessara unglinga er mér ómögulegt að skilja og kemur það fram á fleiri stöðum en þarna. Fyrir nokkrum árum var gerð her- ferð til að fegra bæinn og voru sett upp gangbrautarljós, blómaker, bekkir, sorptunnur, biðskýli o.fl., en þetta var allt meira og minna skemmt og virðast forráðamenn bæjarins alveg vera búnir að gefast upp á að sóa þannig peningu.num, enda skilj- anlegt. Þessi skemmdarfýsn kemur meira að segja niður á gamla fólkinu. Oft hefi ég heyrt gamla fólkiö kvarta yfir þvi að engír bekkir séu hér á al- faraleið, t.d. við Hafnargötuna, sem það getur hvílt sig á þegar það fer út að ganga, og oft hef ég orðið vör við að gamla fólkið fer inn í hin ýmsu fyrirtæki á leið sinni, til að fá að hvíla sig. Umgengni um bilaþvottaplönin er annað sem mig langar aðeins til að minnast á, en þareiga ekki blessaðir unglingarnir sök á. Oft hefur maður séð fólk losa úr öskubökkum bíla sinna á þvottaplanið sjálft, þó svo sorptunnum hafi verið komið fyrir. Einnig sér maður tvist-hrúgur sem safnast hafa saman og stífla niðurföll. Allt þetta hefur komið óorði á bæinn okkar og oft heyrir maður sagt að Keflavík sé sóöalegur bær. Hverju er um að kenna þetta hugs- unarleysi og þessi sóðaskapur? Hver er orsök þessarar hegðunar hjá ungl- ingunum? Erum við fullorðna fólkið svona léleg fyrirmynd? Erum við ekk- ert betri sjálf? Kunnum vlð ekkl að umgangast hlutl I almennlngseign? Ég skora hér með á foreldra og kennara að gefa sér tima til að útskýra fyrir börnum og unglingum hversu mikilvægt það er að ganga vel um hluti í almenningseign og hvað al- menningseign þýðir, t.d. að segja þeim að þeirgeti alvegeinstekiðgrjót og mölvað nýju luktina á hjólinu sinu eins og að stúta umferðarljósi. Þeir séu að skemma verðmæti sem þeir sjálfir eða foreldrar þeirra (hinn al- menni skattborgari) hafa lagt útfyrir. Segja þeim í hvað peningarnir fara sem hinn almenni útsvarsgreiðandi þarf að greiða. Var ekki einhver að tala um að barnaskattar væru nú algjör óþarfi? Er ekki kominn timi til að við tökum höndum saman og vinnum bug á þessu meini? Það erekki nóg aö eiga fínan og snyrtilegan garð afgirtan við húsið sitt. Við náum ekki óorðinu af bænum fyrr en við lærum a viröa al- menningseignir og ganga vel um þær. Gæsluvellir Gæsluvellir Keflavíkurbæjar, við Miðtún, Ásabraut og Baugholt, verða opnir á tímabilinu 16. septem- ber til 15 apríl, kl. 13.00 til 16.00. Vellirnir verða opnir alla virka daga nema laugar- daga. Félagsmálafulltrúi Keflavíkurbæjar Útivistartími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tíma- bilinu 1. septembertil 1. maí, erbörnum 12áraog yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil úti- vist eftir kl. 22.00 nema í fylgd með foreldrum eða á heimleið frá viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur Til sölu Hjólhýsi Verkstjórafélags Suðurnesja, sem er norskt, BJ0LSETH árgerð 1973, 12, fet, ertil sölu. Hjólhýsið er staðsett í Húsafelli og selst þar. - Tilboðum skal skila bréflega til skrifstofu félags- ins, Suðurgötu 4A, Keflavík. Keflavík Útsvör Aðstöðugjöld Annar gjalddagi eftirstöðva útsvara og aðstöðu- gjalda var 1. september sl. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttar- vexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Helga Guðmundsdóttlr

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.