Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.09.1981, Blaðsíða 12
l^KZ^TRTTTIB | Fimmtudagur 10. sept. 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Heitir pottar í Njarðvík: Framkvæmdir hafnar Fyrír nokkru hófust fram- kvæmdir við heita potta í tengsl- um viö [þróttahús Njarðvíkur. Þarna verða tveir pottar, sinn með hvoru hitastigi og einnig verður komið tyrir grindum o.þ.h., svo fólk geti notið sólar þegar hennar nýtur við, og sturtu. Síðan er hugmyndin að helluleggja allt svæðið og leggja hitalögn I hluta af því til þess að halda því auöu á veturna, og hins Mikil skreiðarútskipun Mörg ár eru síöan önnur eins skreiðarútskipun hefur átt sér stað um Keflavíkurhöfn og um síðustu helgi, en þá var skipað út skreið I tvo daga í einu, sem ekki hefur skeð í a.m.k. um 4-5 ára skeið. Það var er- lent skip. skráð í Minrovíu, sem tók þessa skreið og mun sigla með hana bent til Nigeríu. Fram að þessu hefurskreiðinaðallegaveriðflutt með bílum til Reykjavíkur þar sem henni er síðan skipað út. Langt er síðan eins mikil áhersla hefur verið lögð á skreiðarverkun hér á landi og var sl. vetur. öldungadeildin á fullu Nú, eins og undanfarin ár býð- ur Fjölbrautaskólinn upp á nám í öldungadeild. Kennsla fer fram á kvöldin og því er öldungadeildin kjörið tækifæri fyrir þá sem stunda daglega vinnu, en vilja jafnframt auka þekkingu sína Frá því að deildin tók til starfa hefurhún aukiðávinsældirsínar jafnt og þétt, og í ár sóttu á þriöja hundrað manns um nám. ( öld- ungadeild eru engin inntökuskil- yrði sett og hver og einn ræður því námsmagni sem hann innbyrðir hverju sinni. Haukur GK 25 Valbjörn hf. í Sandgerði, sem keypti um sl. áramót skuttogar- ann Framtíðina KE 4 af Fiskmiðl- un Suðurnesja hf., hefur nú breytt nafni togarans. Heitir hann nú Haukur GK 25. Árni Geir - Nýr bátur í flotann Fyrir stuttu síðan bættist nýr 168 lesta stálbátur í fiskiskipastól Kefla- víkur. Er hér um að ræða Árna Geir KE 74, sem Einar Pálmason hefur keypt úr Garðinum, en þar hét báturinn Ásgeir Magnússon. Árni Geir er smíðaður í Noregi 1963 og síðan lengdur 1966. vegar geta menn velt sér í snjón- um ef þeir vilja. Er við spurðum Guðmund Emilsson, forstöðumann íþrótta- hússins, hvenær þessi aðstaða yrði tekin í notkun, gat hann ekki svarað þvi alveg nákvæmlega. „Þetta hefur gengið mjög stirð- lega hingað til,“ sagði hann, ,,en það er alla vega stefnt að þvi að taka þetta í notkun ekki seinna en um áramótin. Öll tæki eru komin og nú er byrjað á þessu og það verður ekki stoppað fyrr en verkinu er lokið." Félagsmálaráð Keflavíkur: Fylgjandi kaupum á Tjarnarlundi Samkvæmt ósk bæjarstjóra hefur Félagsmálaráð Keflavíkur fjallað um hugsanleg kaup á Tjarnarlundi, en húsið er í eigu Kvenfélags Keflavíkur. Ráðið er fylgjandi því að húsiðverði keypt á viðunandi verði og bendir á þá miklu þörf sem bærinn hefur fyrir viðbótarlóð við Tjarnarsel, sem bærinn gæti misst, ef nýir eig- endur yrðu að Tjarnarlundi. Ráðið bendir á að húsið gæti komið bænum að góðum notum vegna nálægðar sinnar við barnaskólann. I sambandi við þetta má því varpa fram þeirri spurningu, hvort með kaupum á Tjarnar- lundi væri ekki fundið húsnæöi fyrir leikskóla, eða þá skóladag- heimili, en samkvæmt könnun sem félagsmálaráð gerði í vor og sagt er frá annars staðar í blað- inu, er mikil þörf fyrir að komið sé á fót skóladagheimili í Kefla- vík. Frá lelk ÍBK og ÍBK í i. deild á nýjan leik Keflvíkingar hafa tryggt sér sigur í 2. deild og keppa því að nýju ifyrstu deild á næsta kepþn- istímabili. Er einum leik ólokið. Er það leikur þeirra við (sfirð- inga sem verður á laugardaginn Reynls sl. föstudag kemur kl. 15. ísfírðingar hafa tryggt sér annað sætið í deildinni og flytjast því upp í I. deild ásamt Keflvíkingum. Getur það því orðið skemmti- legur leikur tveggja efstu lið- anna í II. deild hér á laugardag- inn. Við hvetjum alla til að mæta á völlinn á síðasta leik sumars- ins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.