Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 1
17. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 24. september 1981 H2ÉTTIE Erfiður róður hjá Hrað' frystihúsi Keflavíkur hf Mjög illa horfir nú með áfram- haldandi rekstur Hraðfrystihúss Keflavíkur hf., því þrátt fyrir stöðuga vinnu hrúgast upp skuld ir fyrirtækisins út um hvippinn og kvappinn og virðast þær vera alveg botnlausar. Er nú svo komið að fyrirtækið er rekið með stórtapi sem er talið í mjög háum tölum i hverjum mánuði. Ekki bætir úr skák hin eilífa bil- anatíðni b.v. Bergvíkur, en nú síðast þurfti eins og kunnugt er að rífa aðalvél skipsins til grunna. Síöan skipið var keypt hingað hefur varla komið ein veiðiferð án þess að eitthvað hafi bilað. Að sögn þeirra aðila sem kynnt hafa sér reksturfyrirtækis- ins að undanförnu, erekki annað sjánalegt en að selja verði annan togarann, ef ekki báða, til að rétta fyrirtækið við. Þar sem þetta fyrirtæki hefur verið eitt af aðalhjólum atvinnu- rekstursins hér á Suðurnesjum og er fyrirtæki sem verðuraðlifa, sé þess nokkur kostur, eru nú ráðamenn á fullu að leita að ein- hverjum fleti til áframhaldandi reksturs, jafnframt sem gengið verði frá skuldum fyrirtækisins. Athygli vekur að á sama tíma og rekstur Hraðfrustihússins gengur svona illa, eru eigendur fyrirtækisins, Kaupfélag Suður- nesja, aö láta reisa stórmarkað í Njarðvík, og virðist þar vera nægjanlegt fjármagn til staðar. Annars viröist í gegnum tíðina það vera þannig, að stjórn KSK hafi oft sett afgreiðslubann á vörurtil Hraðfrystihússins vegna skuldar, þó bæði fyrirtækin séu í raun eitt fyrirtæki með sömu yfir- stjórn, þ.e. aðalfund KSK. Bergvikin vlð landfesfar I Keflavíkurhöfn Ný hafnarvog í Sandgerði Hafnar eru framkvæmdir við byggingu nýrrar hafnarvogar í Sandgerði. Nýja vogin verður staösett við hliðina á gömlu vog- inni, en sú gamla er mjög orðin slitin, enda orðin 19 ára gömul, að sögn Jóns Júliussonar vigtar- manns, og það léleg, að nú ný- lega var hún biluö í um vikutíma. Nýja vogin mun geta vigtað 50 tonna þunga en sú eldri, sem var oröin alltof lítil, gat aðeins vigtað 20 tonna þunga. Vonast er til að vogin verði komin í gagnið um næstu áramót. Um aðrar framkvæmdir við höfnina sagði Jón, að jafnhliða vinnu við hafnarvogina stæði til að endurnýja innsiglingarljósin og i því sambandi yrði reist nýtt mastur við Bæjarsker. Videovæðingin heldur áfram (búar í suðurjaðri Eyjabyggðar eru nú að hrinda í framkvæmd sameiginlegu videokerfi. (byrjun eru um 30 hús meö, en möguleiki er á verulegri stækkun kerfisins, jafnvel fyrir alla Eyjabyggöina ef út í það færi. Jarðvinnufram- Auglýsingasiminn er1760 kvæmdir eru þegar hafnar, en búast má við að kerfið verði rekstrarhæft fyrri part nóv. n.k., gangi allt að óskum. Kostnaður er áætlaður kr. 2.800 pr. hús. Þá er allt talið með nema jarðvinna, sem íbúarnir gera sjálfir. Ef til þess kemur að hér náist sjónvarpssendingar frá gervi- hnöttum, er tiltölulega ódýrt að hagnýta sér þær i þessu kerfi. Er sorp nýtilegt? Frásögn af járnporti Sorpeyðingarstöðvarinnar Því verður vart á móti mælt, að með tilkomusorpeyðingarstöðv- arinnar leystust ýmis aðkallandi vandamál. Hins vegar er Ijóst að með gangsetningu hennar komu fram ný og áður óþekkt vanda- mál. ( samræmi við þá fjárfest- ingu sem sorpeyöingarstöðin var, átti fólk eðlilega von á að sorp- og úrgangsmál svæöisins væru leyst. En svo var þó ekki. Ot úr ýmsum samþykktum og fundargerðum héðan og þaðan, má lesa nokkra annmarka sem stöðin býr við. Hún tekur m.a. ekki við mold, grjóti, torfi, salti, fiskúrgangi eða afbeitu. Hún tekur heldur ekki við málmum, ónýtum bílum eða ónýtum heim- ilistækjum. Né heldur netum, eins og sjá má frá Hafnavegin- um. Skoði maðuröskuna kemur í Ijós að stöðin hefur ekki eytt dósum. Hverjireru þáeiginleikarþess- arar stöðvar? „Þessi stöð tekur allt sem brennur," sagði einn starfsmað- ur Sorpeyðingarstöðvarinnar. „Þetta er hins vegarengin málm- bræðsla." Nú er sjálfsagt eðlilegt að fólk taki því með ró og spekt að stöðin búi við takmarkanir. Það væri mesta fásinna að bera fram ásakanir á hendur starfs- mönnum í þeim efnum. Hins vegar ber stjórnin ábyrgð á því að losa fólk við þann úrgang sem stöðin tekur ekki. JÁRNPORTIO Ein afleiðing þessara ann- marka er járnport eitt, miður Framh. á 13. sfðu „Sorpeyðingarstöðin er engln málmbræðsla“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.