Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudaqur 24. september 1981 VÍKUR-fréttir Dráttarvextir Með hliðsjón af 7. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutrygginga líf- eyrisréttinda, hafa Verkalýðsfélög á Suður- nesjum ákveðið að reikna dráttarvexti af van- greiddum félags-, sjúkra- og orlofssjóðs- gjöldum. Samkvæmt ofanrituðu verða því framvegis reiknaðir hæstu lögleyfðu dráttarvextir (nú 4.5% pr. mán.) af öllum gjaldföllnum gjöldum til neðangreindra verkalýðsfélaga. F.h. Verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Forstöðukona (fóstra) Starf forstöðukonu (fóstru) við Dagheimilið Gimli, Njarðvík, er laust til umsóknar. Starfið veitist frá 1. desember n.k. Laun samkvæmt 14. launaflokki BSRB. Umsóknarfrestur er til 25. september. Um- sóknir sendist undirrituðum, sem ásamt for- stöðukonu í síma 2807, veita nánari upplýs- ingar. Bæjarstjórinn I Njarðvík Auglýsðng Keflavíkurverktakar vilja ráða mann til bygg- ingaeftirlitsstarfa. Enskukunnátta og tækni- menntun nauðsynleg. Einnig skrifstofustúlku. Vélritunar- og góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknum sé skilað fyrir 1. október á skrif- stofu Keflavíkurverktaka, Keflavíkurflugvelli, eða til Hilmars Þórarinssonar, Klapparstíg 5, Njarðvík, sem veitir allar nánari upplýsingar. Svikasaga Fiskiðj- unnar hf. í Keflavík Hlutlaus fróðleikur fyrir þolendur lyktar og atvinnurekstrar í bæjarfélögunum Greinar PálsVilhjálmssonareru dæmigerðar fyrir greinar, þar sem greinarhöfundur er ekki ó- lipur penni, en gleymir þvi, að þegar blaðamaður er að skrifa grein í blað sem hann starfar við, á hann að reyna að vera eins hlut- laus og frekast er kostur - meðal annars með viðtöl við þá menn sem skrifað er um -enekkidraga ályktanir sjálfur af mjög lítilli þekkingu, þannig að annars ágætar og þarfar greinar skrum- skælast i meðförum. Við sem störfum í eða við fisk- iðnaö, gerum okkur fulla grein fyrir, að ekki er unnið að ilm- vatnsframleiðslu - heldur hinu gagnstæöa. Ef einhver sem les grein þessa heldur að öllum stjórnendum fiskimjölsverk- smiðja, hvort sem er í Keflavík eða annars staðar á landinu (til fróðleiks má stinga því hér inn í að á Islandi eru 48 fiskimjöls- verksmiðjur og mengunarbún- aöur ekki í neinni nema Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði - og veriö að setja upp búnað í krossanesverk- smiðjunni á Akureyri), sé ekki Ijós óþægindi sem stafa af lykt frá þeim, þá er það alger mis- skilningur - það er bara svo miklu auðveldara að finna öllu til for- áttu og fullyrða alla skapaða hluti - ef maður þarf engaábyrgð að bera á einu né neinu, og auð- veldast af öllu er að heimta. Flest okkar hafa gengið í gegnum það skeið æfi okkar, að við skildum ekki hvers vegna pabbi og mamma gátu ekki keypt allt sem hugurinn girntist, og það er ekki fyrr en fólk tekur að fá á sig full- orðinsblæ, ef nokkurn tíma kemur sá timi í lífi sumra, að skilningur er fyrir hendi, að það kostar fjármagn og kunnáttu til að framkvæma margt í þessum heimi, - og án þessara tveggja atriða er erfitt að byggja meng- unarvarnabúnað t.d. eins og í Fiskiðjunni í Keflavík. Fiskiðjan fékk „kunnáttu- menn", að því að taliö var á þeim tima að minnsta kosti, til að hanna mengunarbúnað, og fékk álit annarra „kunnáttumanna" á hvernig þessi búnaður ætti aö geta unnið o.s.frv. Allt var mjög fellt og slétt, þó nokkurt fjár- magn var tryggt, i þaö minnsta nóg til að framkvæma þetta mengunarverkefni, sem allir „kunnáttumenn", sem hingað til hafði verið leitað til, höfðu blessað. Var nú haldið úr vör með fram- kvæmdir og allt á öðrum endan- um, og sáu nú stjórnendur Fisk- iðjunnar loks fyrir endann á þessu leiöindamáli, sem hafði veriö öllum til ama, eigendum sem og að sjálfsögðu öllum íbú- um bæjarfélaganna, sem á annað borð ekki féll vel við fisk, fiskvinnslu og öll óþægindi sem stafa af þessari fornu atvinnu- grein okkar, - fiskimjölsverk- smiðjan er jú bara „sorpeyðing- arstöð" fiskiðnaðarins, svo auð- vitað loðnuframleiðsla, sem hefur verið einn stærri gjaldeyr- istekjuliður íslenska ríkisins und- anfarin ár. Það liggur því í hlutar- ins eöli, að réttmæti skrifa Páls, t.d. í þessari klausu er eðlileg, „ORSKAMMT FRÁ FISKIÐJ- UNNI ER VERIÐ AÐ REISA STÓRMARKAÐSHÚSKAUPFÉ- LAGSINS. ÞAÐ ER AUGLJÓST MÁL, AÐ ÚRGANGSBRÆÐSLA OG STÓRMARKAÐUR GETA EKKI STARFAÐ f NÁLÆGÐ HVORS ANNARS. ÞAÐ LIGG- UR ÞVf BEINT VIÐ AÐ FISKIÐJ- AN VERÐI FLUTT EÐA LÖGÐ NIÐUR ... (Leturbr. og undir- strikun mín). Þessi eina tilvitnun min til greinar Páls sýnir hver dregur taum hvers. Fyrirtæki sem búið er aö vera starfrækt í tugi ára á vitanlega að fara í burtu með sina starfsemi, þar sem einastasvæð- ið á Suðurnesjum fyrir „stór- markað" hlýtur að vera handan Reykjanesbrautar, gegnt Fiskiöj- unni, - það sjá nú allir, að þettaer hið fullkomna réttlæti. Hér á eftir fer hluti af spurning- um úr bréfi til ofangreindra „kunnáttumanna", sem Fiskiðj- an fékk til að gefa umsögn um búnað, sem hannaður hafði verið, og snertir þessi hluti bæj- arbúa Keflavíkur og Njarðvíkur og skýrir kannski fyrir þeim, sem á annað borð vilja skilja aðstöðu þeirra, sem setið hafa við að stjórna fyrirtækinu, því eins og að framan er sagt: - það er auð- velt að gagnrýna og fordæma ef menn þurfa ekki að bera ábyrgð á sinni gagnrýni. Bréfið er stílað á Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, Björn Dagbjartsson, dag. 16.09.81: „FISKIÐJAN HF. hefur fram- kvæmt mikinn hluta áætlunar „Jóns Levy Hilmarssonar (hér eftir skst. J.L.H., innsk, mitt) um mengunarvarnabúnað. Þessi eru helstu atriöi sem lokið er: 1) Endurbæta þurrkarabelgi beggja þurrkara. 2) Smíða og setja upp nýja endakassa við báða þurrkara, samkvæmt teikn. J.L.H. 3) Smíða og setja upp 4 nýjar reykskiljur, skv. teikn. J.L.H. 4) Kaupa, setja upp, raftengja og reynslukeyra nýja sogblásara við báða þurrkara. 5) Smíða, samkvæmt teikn. J.L.H., og setja upp sylluþvotta- turna fyrir báða þurrkara. 6) Fulltengja og reynslukeyra sylluþvottaturninn annan meö nýjunr blásara, reykskilju og endakassa. 7) Kaupa viðbótar kælivatns- dælu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.