Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 24. september 1981 VIKUR-fréttir Vel heppnuð söng- og skemmtiferð Karlakórsins Þann 28. ágúst sl. tór Karlakór Keflavikur í söngferðalag til Suður-Týrol. Auk kórfélaga voru eiginkonur þeirra, nokkur börn og vinafólk, samtals 90 manns i ferðinni. Flogið vartilTrieste-flugvallar, ekið þaðan til Lignano-strandar- innar á (talíu og dvalist þar í viku. Jóhann Lindal formaður Karlakórsins Haldið vartil í Luna-íbúðum, sem eru ágætar ibúðir með svefnher- bergi, stofu og eldhúsi. Hlýtt varí veðri, en ekki sterkt sólskin. Fólk hélt sig yfirleitt á ströndinni nema kvað skoðað var í einstaka búðarglugga á kvöldin og þá farið út að borða, því af nógu er að taka. Við vorum beðnir að syngja á Irish coffee bar, sem hinn frægi Nataliny á, hann er mjög þekktur í viðskiptalífinu á Lignano og mikill (slandsunn- andi. Söngurinn var tekinn upp fyrir sjónvarpið á Lignano. (þakk lætisskyni bauð Nataliny öllu fólkinu í mikla garðveislu dag- inn eftir, þar varveitt eins og hver vildi í mat og drykk. Föstudaginn 4. sept. héldum við svo af stað í tveimur lang- ferðabílum upp til Suður-Týrol, komum til heimabæjar Sigurðar Demetz, Ordesei, kl. 7 um kvöld- ið. Haldið var til á tveimur hótel- um þar og dvalist á þeim stað á meðan við vorum í Týrol. Um kvöldið var haldin sérstök mót- tökuhátíð fyrir okkur, sem vina- og frændfólk Demetz stóð fyrir. Þar var sungið, jóðlað.flautaðog sýndir þjóðdansar. Þessi skemmtun var mjög ánægjuleg og eftirminnileg. Keflvíkingar Suðurnesjamenn Námskeið í siglingafræði fyrir 30 tonna próf hefst 1. október n.k. Þorsteinn Kristinsson, simi 1609 Keflavík Utsvör Aðstöðugjöld Þriðji gjalddagi eftirstöðva útsvara og að- stöðugjalda er 1. október n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Kórinn á æfingu i Ytri Á laugrdeginum skoðaði fólk sig um í bænum en um kvöldið var sungið í bænum Selva, sem er 13 km frá Ordesei. Við hittum þannig á að einmitt þennan dag hafði verið fyrirskipaðurallsherj- ar trimmdagur, svo áheyrendur voru því færri en ella, en undir- tektir góðar og öll fyrirgreiðsla góð, t.d. borgaði Ferðamálaráð rútuna fyrir okkur báðar leiðir. Njarðvíkurkirkju Sunnudaginn 6. sept. var farið í lyftu upp í fjöllin og vorum við þá komin í yfir 2000 m yfirsjávar- mál. Um kvöldiðvaraðalkonsert- inn í ráðstefnuhúsi Ordesei. Það er stórt og mikið samkomuhús. Undirtektir og móttökur allar voru hinar bestu á konsertum okkar sem auglýstir voru með fyrirsögninni ,,(sland í tali, tón- Framh. á 4. siðu Á Lignano-baðströndinni VINNUFATABUÐIN Vatnsnestorgi NÝKOMIÐ: Sænskar skólapeysur og skíðahúfur Einnig sweetshirt í nýjum litum. Enskar vinnuúlpur. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Vinnufatabúð - Sími 1075 AUGLÝSINGASÍMINN ER 1760 Sannkölluð gæðatæki. Alltaf á toppnum. Nú er tækifærið til að eignast Yfir 1.000 titlar. eitt'^ Original myndir í úrvali.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.