Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 13
VÍKlíR-fréttir Fimmtudagur 24. september 1981 13 ER SORP NÝTILEGT? Framh. af 1. siöu glæsilegt, sem myndast hefurvið hlið Sorpeyðingarstöðvarinnar. Reyndar er það aðeins minni háttar viðbót við járnport hersins, sem hefurmjakastuppá siðustu áratugum. Vegna þess fádæma sóðaskapar sem ríkt hefur í herbúðum hersins við Hafnaveginn, hefursú leið ávallt verið með sóðalegri vegarspott- um landsins. Má hún vart við því að (slendingar bæti þar gráu ofan á svart. Við spurðum Harald Gíslason, framkvæmdastjóra SSS, hvernig stæði á þessari járnahrúgu og hvort ekki væri von á lausn. Benti hann á að lengi væri búið að fjalla um þetta mál, sem sannar- lega væri vandamál. ,Fyrir um það bil ári síðan kom einn stjórnarmaður með þá til- lögu að fá járnapressu. Héðan fóru tveir menn til Belgíu og Eng- lands. Nú, járnapressan fannst og kostaði uppsett 150 millj. gkr. Síðan var farið að spá í hvernig ætti að borga. M.a. var rætt við Sölunefndina og varnarliðið um aðild, enda eru þessir aðilar með nokkuð af slíku rusli. Það sem gerðist næst í málinu var að bæði varnarliðið og Sölunefndin hættu við, vegna þrýstings frá Sindra. Þeir í Sindra lofuðu hins vegar að fjarlægja allt járnarusl fyrir 1. júni og í síðasta lagi klára fyrir 1. okt. 1981. Við höfum hvorki séð þá né heyrt af þeim síðan, og járnið er á sama stað.“ ENGIN LAUSN f SJÓNMÁLI? „Málið er enn í sömu sporum í dag og þegar hafist var handa um að finna lausn. Forsvars- menn sveitarfélaganna ýta því einfaldlega á undan sér dag frá degi. Þeir frá Sindra standa engan veginn við gefin loforð. Þeir hafa samið við sveitarfélög kringum landið.svogeristekkert annað en að þeir hirða góðu málmana," sagði Haraldur. Síðan benti hann á að sú lausn sem hann teldi besta, væri ein- faldlega að drífa í að kaupa járna- pressu. Við það gerðist þrennt. ( fyrsta lagi losnuðu sveitarfélögin við járnaruslið. ( öðru lagi væri ,hægt að skaffa skólafólki at- vinnu á sumrin við að sortera, og í þriðja lagi væri hægt að selja málminn. „Þetta er iðnaður," sagði Haraldur, en benti á í lokin, að hann hefði síðast í febrúar borið upp tillögu um kaup á járnapressu, en sú tillaga hefði verið felld. Það lítur því ekki út fyrir að járnahrúgan hverfi, heldur hitt, að hún stækki. Aftur á móti vinna forsvarsmenn sveitarfélaganna enn að því að semja við Sindra. Á síðasta fundi mátti t.d. lesa: „Járnport og framtíð þess. Formaður upplýsir að fram- kvæmdastjóri Sindra muni koma með tilboð í hirðingu brotajárns innan 6 vikna.“ Við hér á Víkur- fréttum brosum nú bara út i annað. Teikniþjönustan Tjarnargötu 3 simar 3525 & 54355 (91) Hef opnað teiknistofu að Tjarnargötu 3, III. hæð. Tek að mér skipulags- og hönnunar- verkefni fyrir bæjar- og sveitarfélög, svo og hönnun bygginga, viðbygginga og innrétt- inga fyrir húsbyggjendur. - Opið fyrst um sinn mánudaga og miðvikudaga kl. 9.30 - 5.00 e.h. Páll V. Bjarnason, arkitekt, FAI Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu í Verkakvennafélagi Keflavík- urog Njarðvíkur, um kjöraðal-og varafulltrúa á 10. þing Verkamannasambands íslands. Tillögur um 4 fulltrúa og jafn marga til vara skulu sendar skrifstofu félagsins í síðasta lagi fyrir kl. 19, mánudaginn 28. sept. n.k. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing a.m.k. 80 fullgildra félaga. Kjörstjórnin Stúlka óskast tii afgreiðslustarfa Verslunin Aldan Sandgerði - Sími 7415 Hef flutt skrifstofu mína að Hafnargötu 37a, Keflavík, lli. hæð. - Sími 3566. JÓN G. BRIEM, lögmaður ÍÞRÓTTAFÓLK! Nýkomnir handboltaskór. Körfuboltaskór - Olnboga- og hnéhlífar fyrir handbolta og körfubolta. Handboltar - íþróttasokkar - Skíðahúfur. Leikfimibolir og buxur Badminton spaðar og flugur. Kuldaúlpur HUMMEL-vörur. - HUMMEL-verð. SPORTVÖRUBÚÐIN Hafnargötu 54 - Keflavík - Síml 1112 ÍBÚÐIR TIL SÖLU Tvær glæsilegar 3ja herbergja íbúðir til sölu við Faxabraut 32. Afhendast á næsta ári til- búnar undir tréverk. öll sameign frágengin að utan og innan. Upplýsingarísíma1420-1303. Orðsending til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu í haust og vetur, þurfa að sækja um tengingu sem fyrst, og eigi síðar en 20. októ- ber n.k. Hús verða ekki tengd, nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípu- stæðinu. Ef frost er í jörðu, þarf húseigandi að greiða aukakostnað sem af því leiðir að leggja heim- æðar við slíkar aðstæður. HEITAVEITA SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.