Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Side 2

Víkurfréttir - 08.10.1981, Side 2
2 Fimmtudagur 8. október 1981 VIKUR-fréttir rVtim fCÉTTIC Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaöamenn: Steingrímur Lilliendahl, sími 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, simi 2677 Páll Vilhjálmsson, sími 2581 Einar Páll Svavarsson Ritstj. og augl.: Hringbraut 96, Keflavík, simi 1760 Setníng og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík Trésmiðja Keflavíkur sf. Bolafæti 3, Njarðvík Símar 3516, 3902 og 1934 Sérsmíðum ELDHÚSINNRÉTTINGAR, BAÐINNRÉTTINGAR FATASKÁPA og SÓLBEKKI. Föst verðtilboð - Vönduð vinna - Hagstætt verð. Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst verðtilboð. SÍMI 3987 Sigurjón Matthiasson Brekkustíg 31c - Y-Njarðvík KEFLAVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Þriðji gjalddagi eftirstöðva útsvara og að- stöðugjalda var 1. október sl. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavikurbæjar Sögufrægt hús brennur Kl. um 1 aðfaranótt sunnudagsins 27. sept. sl. barst Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja tilkynning um aö kviknaðværi í húsinu Duus- götu 5 í Keflavík, Gömlu búðinni. Er slökkviliðið kom á vettvang var húsið alelda. Slökkvistarf tók rúmar 3 klst. og síðan var vakt höfð við húsið fram eftir morgni. Húsið er það mikið skemmt, að sennilega bíður þessa sögufræga húss, sem byggt varfyriraldamót, ekkert ann- að en að verða rifið og ýtt niður fyrir klappir. Eins og fram hefur komið í Vikur-fréttum áður hefur hús þettamátt munasinnfífil fegri, þvi ístað þess að fá eðlilega umhirðu af hálfu eiganda, hefur það upp á sið- kastið orðiðaðsamastaðfyrirvafasama iðju barna áfermingaraldri, er síðan leiddi til þess að húsið var eldinum að bráð. Athugasemd vegna hlutlauss fróðleiks Hr. ritstjóri. Til upplýsinga fyrir lesendur Víkur-frétta, bið ég um birtingu á eftirfarandi klausu úr Dagblað- inu 24/6 sl., en það er hið eina, sem ég hef sagt við fjölmiðla um þetta mál: ,,Björn Dagbjartsson tók fram að þó einhverjir aðkeyptir verk- fraeðingar telji að búnaðurinn, sem setja átti upp í Fiskiðjunni í Keflavík, sé gallaður, þá hafi Rannsóknarstofnunin ennþáekk ert séð sem kalla mætti hönnun- argalla á umræddu kerfi og að það sé ónothæft. Ef menn vilja heldur flytja inn mjög svipaðan búnað, helduren reyna þessa innlendu smíði, þá er a.m.k. mjög langsótt að finna upp einhverja hönnunargalla sem Rannsóknarstofnun fiskiön- aðarins hafi blessað." Hvort ráðgjafaverkfræöingar Fiskiöjunnar eru „óvandaðir" eða hvort „stjórnarmönnum Fisk iðjunnar gangi það eitt til að Ijúga sig út úr. . “ vita Fiskiðju- menn betur en ég. ( bréfi Fiskiðjunnar frá 13/7 sl. var m.a. spurt:....hvort stofn- unin ráðleggi framhald fram- kvæmda". Svar Rannsóknar- stofnunarinnarvið þessu varsvo- hljóðandi:....Teljaverðureðli- legt, að hönnuðir verksins fái tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar til fulls og hafi umsjón með byggingu, uppsetningu, prófun og stillingu búnaðarins. Væri rétt fyrir Fiskiðjuna hf. að krefjast þess af hönnuði að svo verði gert, einkum ef fyrirtækið hefur lagt í umtalsverðan kostnað við þessar framkvæmdir nú þegar. Ekki er hægt að leggja dóm á hæfni búnaðarins við fyrstu reynslukeyrslu heldur verður að samhæfa alla þætti i mörgum prófunum." Óg ennfremur: ....Vmsarforsendurskýrslunn- ar (skýrslu ráðgjafaverkfr. Fisk- iöjunnar. Innskot B.D.) eru hrein matsatriði og stofnunin er ekki sammála mati höfunda í sumum tilfellum. Höfundar telja lausn- ina þarfnast nánari athugunaren þó segjast þeir ekki geta mælt með henni að óbreyttu!" Að öðru leyti tel ég það ekki þjóna neinum tilgangi að svara þessum skritum frá 24/9. Reykjavík, 25/9 1981. Björn Dagbjartssun Eldur út frá logsuðu Skömmu fyrir kl. 21 að kvóldi laugardagsins 26. sept. sl. var Slökkvilið Brunavarna Suður- nesja kvatt út að Reykjanesvegi 52 i Njarðvík, en eldur var laus i bifreið sem var til viðgerðar í bíl- skúr við húsið. Slökkvistarf tók skamma stund en nokkrar skemmdir urðu á bílnum og lofti skúrsins. Eldsupptök voru þau, að unmð var með logsuðu undir bílnum og hljóp neisti þá í bílinn með þessum afleiöingum. Á síð- ustu stundu tókst viðgeröar- manninum að bjarga logsuðu- tækjunum út úr skúrnum áðureri hann var yfirgefinn og með því móti kom hann í veg fyrir meira tjón en þó varð.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.