Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 08.10.1981, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍKUR-fréttir Teikniþjónustan Tjamargötu 3, Keflavík, símar 3525 & 91-54355 Hef opnað teiknistofu að Tjarnargötu 3, III. hæð. Tek að mér skipulags- og hönnunar- verkefni fyrir bæjar- og sveitarfélög, svo og hönnun bygginga, viðbygginga og innrétt- inga fyrir husbyggjendur. - Opið fyrst um sinn mánudaga og miðvikudaga kl. 9.30-17. Páll V. Bjarnason, arkitekt, FAÍ Höfum opnað aftur og bjóðum nú sem fyrr Vandaðan veislumat - Smurt brauð Brauðtertur - Heita og kalda rétti. Pöntunarsími 1777 frá kl. 9-12 alla virka daga nema laugardaga. Látið fagmenn vinna verkið. Verið velkomin til viðskipta. iþJúMTm Smáratúnl 28, Keflavík Símar 1777 Orðsending til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem viljafá hús sín tengd hitaveitu í haust og vetur, þurfa að sækja um tengingu sem fyrst, og eigi síðar en 20. októ- ber n.k. Hús verða ekki tengd, nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípu- stæðinu. Ef frost er í jörðu, þarf húseigandi að greiða aukakostnað sem af því leiðir að leggja heim- æðar við slíkar aðstæður. « HEITAVEITA SUÐURNESJA Bíleigendur, athugið! Tek að mér að bóna og þrífa bíla. Nota góð efni. - Uppl. veittar í síma 3727. ALLT NIÐUR í 14 ÁRA Framh. af baksíðu um eru misjöfn eftir eöli málsins. Neytendur eru t.d. aldrei lengur en 24 tíma í gæsluvarðhaldi, aör- ir, t.d. þeirsem dreifa, er j lengur. ( það heila eru nú um þrjú til fjög- ur hundruð aðilaráskrá." En það eru nú bara 5% af íbúum Kefla- víkur. Þá spurðum við hvaðan efnið kæmi helst. Sagði Oskar að það kæmi eiginlega úr þrem áttum. Frá dreifingaraðilum í Reykjavík, ofan frá herstöðinni á Keflavíkur- flugvelli ogsvoværunokkrirsem flyttu sjálfir inn. „Það sem kemur frá Vellinum er aðallega ,,gras“, t.d. tókum við þar 2'k kg um dag- inn." HVERJAR ERU SKÝRINGARNAR? En hver er svo skýringin á því að hér er svo miklu meira um fíkniefnamál en annars staðar á landinu? ,,Ég kenni auðvitað ná- lægðinni við flugvöllinn að ein- hverju leyti um þetta," sagði Óskar. ,,Þó verður því vart haldið fram að neyslan sé tilkomin vegnaflugvallarins, heldurmætti segja að menn hafi fyrst komist á bragðið á Norðurlöndum og flutt þessi efni síðan með sér heim. En síðan tengdust þessi mál flug- vellinum. Enda verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að í Bandaríkjunum eru þessi efni nokkuð algeng. Þannig er alltaf viðbúið að menn vilji nota þau áfram eftir að hingað er komið. Að öðru leyti má benda á að tengslunum þarna á milli er ekki þannig farið aðsalan beinist frá flugvellinum niður til Kefla- víkur, heldur er algengara að selt sé upp á flugvöll." Síðan sagði Óskar að til væru dæmi þess að menn héráSuður- nesjum lifðu eingöngu á því að selja kanabis. Að lokum benti hann síðan á, að neytendurværu flestir á bilinu 18-25 ára, þó svo að nokkur dæmi væru til um neytendur allt niður í 14 ára. Hasspípurnar eru af hinum ýmsu gerðum Forstjóri World Carpets í heimsókn Nýlega var hér á ferð Shaheen Shaheen, forstjóri World Carpets gólf- teppaverksmiðjunnar í Bandaríkjunum. Leit hann m.a. við i Járn & Skip í Keflavík, sem selur þessi heimsfrægu teppi. Shaheen Shaheen kom með einkaþotu sinni ásamt konu sinni, syni og tengdadóttur og barni þeirra, yfirmanni spunadeildar og frú. Tveir flugstjórar fljúga þotunni og eru á launum allt árið. Myndin af hópnum var tekin fyrir utan Járn & Skip, en í fremstu röð lengst til hægri er Ómar Kristjáns- son, forstjóri Þýsk-íslenska verslunarfélagsins í Reykjavik, sem hefur einkaumboð fyrir World Carpets á (slandi. Við hlið hans er Shaheen Shaheen og frú, og Hafsteinn Magnússon, i teppadeild Járns & Skip.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.