Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Page 5

Víkurfréttir - 08.10.1981, Page 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. október 1981 5 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis: Segir upp öllum gild- andi kjarasamningum Að undanförnu hefur hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru haldið félagsfundi þarsem á dag- skrá voru kjaramálin og uppsögn kjarasamninga. Þau félög sem haldið hafa fundi hafa öll sam- þykkt uppsögnina og sum hver hafa einnig samþykkt tillögur með uppsögninni og hefur blaðinu borist tillaga sem sam- þykkt var á fundi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkurog nágrennis 28. sept. sl., sem sam- þykkt var samhljóða: „Félagsfundur Verkalýðs- og Byggðasafn Suðurnesja Vatnsnesi er opið sunnudaga kl. 14-17. Diskótek Spila í einkasamkvæmum og árs- hátiðum. Músík við allra hæfi. Ingvar Ingvason, sími 2985. Til sölu 2 stk. 40 watta MARANTZ hátal- arar. Uppl. í síma 1240. Til sölu vel með farinn grænn Gresslein barnavagn. Uppl. í síma 3051. TRAKTORSGRAFA Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. Sigurður Jónsson, Simi 7279 sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis haldinn 28. sept. 1981, samþykkir að segja upp öllum gildandi kjarasamningum verka- manna og sjómanna frá og með 1. októberog falla þeir því úr gildi 1. nóvember n.k." Þá var einnig samþykkt eftir- farandi ályktun: „Félagsfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og 'nágrennis bendir á, að liðinn ára- tug hefur verkslýðshreyfingin háð sífellda varnarbaráttu, sem gleggst sést á því að nú er kaup- máttur kauptaxta verkamanna lægri en árið 1972. Þá er kaupmáttur lægri en sól- stöðusamningarnir kváðu á um og voru síðustu kjarasamningar eyðilagðir með 7% kaupráni um áramótin. Fundurinn telur að ekki verði lengur þoluð sú fyrirlitning á frjálsum samningsrétti, sem rík- isvaldið sýnir með sífelldu krukki í kjarasamningana. f komandi samningagerð verður að snúa vörn í sókn og endurheimta þann kaupmátt, er samið var um í sól- stöðusamningunum 1977. Allar ytri aðstæður benda til þess að nú séu möguleikar á auknum kaupmætti, því aldrei hefur meiri fiskur borist á land en nú og verð á afurðum aldrei verið hærra. Fullyrðingar ráðamanna um að 2% kaupmáttaraukning sé há- mark kjarabóta bera vott um sterka trú á efnahagslegri óstjórn, sem er eina skýringin á þvi að þeir lægst launuðu eru nú verr settir en fyrir tæpum áratug síðan. Fundurinn telur að nú verði grunnkaup að hækka um a.m.k. 10% Nýir kjarasamningar taki gildi frá 1. nóvember n.k. og að gera verði sérstakar ráðastaf- anir til að auka kaupmátt lægstu launa bæði með grunnkaups- hækkunum og félagslegum aðgerðum. Kaupmáttartrygg- ing er nauðsynleg og verður í þeim efnum að leita nýrra leiða, sem hindra að stjórnvöld geti rift gerðum kjarasamningum með lagaboði. Þá telur fundurinn nauðsynlegt að Verkamanna- sambandiö marki sér sjálfstæð- ari tilveru við gerð næstu kjara- samninga, því samflot ólikra hópa og sambanda skapar þá hættu aö þeir betur settu nái forskoti á kostnað þeirra lægst launuðu. Styrkur Verkamannasam- bandsins er mikill, því getur inn- byrðis samstaða þess um stefnu- mörkun og samningagerð snúið áralangri varnarbaráttu í sókn til bættra lífskjara." Er „bláa lónið“ heilsulind? „Bláa lónið" svokallaða í Svartsengi hefur fengið orðróm á sig fyrir að vera heilsulind fyrir psoriasis-sjúklinga. Að sögn Al- berts Albertssonar, verkfræð- ings Hitaveitunnar i Svartsengi, hafa nokkrir einstaklingar með psoriasis haft samband við sig og sagt að þeim liði mun betur eftir að hafa baðað sig í „bláa lóninu". „Ég veit til þess að ýms- ir aðilar hafa áhuga á að kanna sannleiksgildi þessa orðróms," sagði Albert. Psoriasis-sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að sjúklingurinn fær útbrot sem einungis er hægt að halda í skefjum með sól- og salt- vatnsbaði. Fyrir nokkrum árum hóf ríkið niðurgreiðslu á ferðum psoriasis-sjúklinga til Kanarí- eyja, en þarfásjúklingarnirtima- bundna bót á sjúkdómnum. Það væri vissulega ánægju- legt fyrir psoriasis-sjúklinga að fá heilsulind hér heima, sem gæti haldið sjúkdómnum í skefjum að einhverju eða öllu leyti. FATAVAL Vinsældalistinn 1. BOX - Box 2. SHAKIN’ STEVENS - Shaky 3. STARSOUND - Star on 45 (Vol. 2) 4. BLUE ÖYSTER COLT - Fire of Unknown 5. E.L.O. - Time ■ 6. ROLLING STONES - Tatoo You 7. GRAHAM SMITH - Með töfraboga 8. FOREIGNER - 4 9. GÆÐAPOPP - Ýmsir ; 10 THIGHT FIT - Back to the 60’s FÉLAGSFUNDUR Sálarrannsóknarfélag Suður- nesja heldur almennan félags- fund í húsi Verslunarmannafé- lags Suðurnesja, Hafnargötu 28 Keflavik, i kvöld, fimmtudaginn 8. október, kl. 20.30. Gestirfund- arins verða: Ævar R. Kvaran og miðlarnir Jóna Rúna Kvaran og Ósk Guðmundsdóttir. - Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin 3ja gíra hjól Til sölu er 3ja gíra DBS hjól. Uppl. að Hringbraut66, uppi.og i sima 2677. 10 skipta kúrar með BIO MIRACLE TREATMENT Andlitsböð Húðhreinsun Litun Plokkun Handsnyrting Dag- og kvöldförðun Vaxmeðferð Snyrtistofan DANA Túngötu 12 - Keflavík Sími 3617 Snyrtifræðingar: Erna Einarsdóttir Sólveig Einarsdóttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.