Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍKUR-fréttir Könnun á þörf fyrir tal- kennslu á Suðurnesjum f janúar 1981 fór félagið Þroskahjálp áSuðurnesjum þess á leit við Samband sveitarfélaga á Suðurnsejum, að það léti gera könnun á þörf fyrir talkennslu á svæðinu. SSS sneri sér til Sokkabuxurnar komnar. Herra- og drengjanærföt. Flauelsbuxur á 1-7 ára. LÍSA, Hafnargötu 27, Keflavík Hjónafólk á Suðurnesjum Sala aögangskorta fyrir skemmtanir vetrarins stendur nú yfir. Dansleikir verða 10. okt., 14. nóv., 30. des. og 20. marz. Nokkur kort laus. Verð korta er kr. 600 pr. hjón á öll böllin. - Upplýsingar hjá Ingólfi í síma 2136,Árnasími2511, Elíasi sími 2464 og Þórði sími 2441. NÝI HJÓNAKLÚBBURINN Foreldrar Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Barnaskóla Keflavíkur verður haldinn mánu- daginn 12. október kl. 20.30 í Barnaskólanum í Keflavík. Sýnum samstöðu, mætum vel og stundvís- lega. Stjórnin Bifreiðaeigendur á Suðurnesjum Aðalskoðun bifreiða í umdæminu er lokið. Þeir sem enn hafa eigi fært bifreiðar sínar til skoðunar, mega búast við að þær verði teknar úr umferð hvar sem til þeirra næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík Grindavík og Gullbringusýslu fræðslustjóra Reykjanesum- dæmis vegna þessa máls, og varð það úr að fræðsluskrifstofa umdæmisins tók að sér skipu- lagningu þessarar könnunar í samvinnu við SSS. Talkennararnir Inga H. Andr- eassen og Pétur Pétursson voru fengnir til að sjá um framkvæmd málsins. Ákveðið var að skipta könnuninni þannig að Inga tæki að sér Keflavík, þar sem hún starfar sem talkennari, og Pétur Grindavík, Voga, Njarðvíkur, Sandgerði og Garð. Á fundi með fræðslustjóra var ákveðið að könnunin skyldi ná til barna á dagheimilum, leikskólum, gæslu völlum og hjá dagmömmum. Með því móti næðist til mjög fjöl- menns hóps barna. Á vegum Hafnahrepps er engin opinber dagvistunarþjón- usta fyrir börn, svo Hafnir voru ekki með í þessari könnun. Boðað var til fundar með starfs fólki dagvistunarstofnana á svæðinu, svo og dagmömmum. Sóttu hann 39 manns. Könnunin var kynnt og sagt frá væntanleg- um starfsháttum. Ætlast vartilað starfsfólk kæmi með ábendingar og upplýsingar um þau börn sem þyrftu á athugun að halda. Skýrt var tekið fram að ekki væri hægt að vísa barni í athugun án sam- þykkis foreldra. Niðurstaða könnunarinnar sem fram fór i lok maí og byrjun júni, var á þessa leið: Alls bárust 69 tilvísanir um börn á aldrinum 2-6 ára. 57 börn reyndust þurfa á aðstoð að halda, flest í formi beinnar talkennslu, en nokkrum nægir eftirlit og óbein aðstoð. í Keflavík hefur verið ákveðið að Inga Andreassen, sern starfar sem talkennari í hálfri stöðu við barnaskólann, taki auk þess að sér kennslu og eftirlit þeirra barna sem um ræðir í Keflavik, en Pétur Pétursson, talkennari í Kópavogi, mun annast tal- kennslu barna í hinum sveitarfé- lögunum á Suðurnesjum. Aðstaða fyrir talkennslu mun ekki vera fyrir hendi á svæðinu, nema í Keflavík, en forráðamenn viðkomandi sveitarfélaga hafa lýst áhuga sínum á að henni verði komið upp. Byggingaframkvæmdir Þroskahjálpar: Húsið fullfrágengið að utan Frá því félagið Þroskahjálp á Suðurnesjum var stofnað, 1. okt. 1977, hefur starfsemi þess vaxið mjög fiskur um hrygg. Langt er síðan stjórn félags- ins gerði sérljóstaðnauðsynlegt væri að koma upp framtíðarhús- næði fyrir þá starfsemi sem það er ábyrgt fyrir og rekur við mjög ófullnægjandi aðstæður. Allar fyrirætlanir um frekara starf og þjónustu skjólstæðinga félags- ins eru óhugsandi við óbreyttar aðstæður. Félagiö sótti því um tvær lóðir í Keflavík sl. haust og fékk þærvið Suðurvelli 7 og 9, þar sem það hyggst reisa tvö hús úr timbri. Bæjaryfirvöld voru svo vinsam- leg félaginu að fella niður gatna- gerðargjöld. Hafist var handa við grunn annars hússins á sl. vori og hon- um lokið um miðjan ágúst. Komu hússins, sem keypt var frá Siglu- firði, seinkaði um 5-6 vikur. Byrjað var að reisa það 21. sept. og unnu við það tveir smiðir frá verksmiðjunni og einn til fjórir aðstoðarmenn eftir þörfum, í 11 daga. Húsið er nú fullfrágengið að utan, veggir einangraðir og klæddir innan, komnar útihurðir, gler og opnanleg fög. Næst liggur fyrir að einangra loft og klæða þau, leggja hitakerfi og ganga frá gólfum. Að því loknu mun Húsasmiðjan sjá um að setja upp innveggjaeiningar. Þá er unnið að því nú að slétta og snyrta lóðina, en ennþá vantar töluverða mold. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 1.1 milljón króna. Fjármagn er af eigin fé og framlag úr Fram- kvæmdasjóði öryrkja og þroska- heftra. Ákveðið er að flytja inn fyrir áramót og að leikfangasafn og sjúkraþjálfun á vegum félagsins verði þar til húsa, svo og að- staða til félagsstarfsemi, en öll þessi starfsemi fer nú fram iófull- nægjandi leiguhúsnæði. Þegar er farið að huga að byggingu seinna hússins, sem hýsa mun skammtíma fóstur- heimili, afþreyingarheimili og mögulega vísi að skóladag- heimili. Húsið er nú fullfrágengið að utan

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.