Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 7
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 8. október 1981 7 Sameining Aðalstöðvarinnar og Ökuleiða Ræður persónulegur fjandskapur ferðinni? Á annan áratug hetur staðið til að sameina leigubílastöðvarnar tvaer i Keflavík. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar, m.a. var ráðinn sérstakur maðurtil þessað koma stöðvunum í eina sæng, en hing- að til hefur ekki gengið saman. Hvað veldur? Blaðamaður lagði þá spurningu fyrir Magnús Jóhannsson, formann stjórnar Qkuleiða. ,,Það er ákveðin öfl i stjórn Að- alstöðvarinnar sem hafa alla tíð fullnægt sínum persónulega fjandskap í garð einstakra manna með þvi að koma í veg fyrirsameiningu/'sagöi Magnús. ..Sameining er tvímælalaust til hagsbóta fyrir bæði fyrirtækin og ég á erfitt með að skilja af- stöðu stjórnar Aðalstöðvarinnar i þessu máli. Árið 1974 varákveð- ið á félagsfundi Fylkis, sem er stéttarfélag leigubifreiðastjóra i Keflavík, að allir leigubifreiða- stjórar sameinuðust um eina af- greiðslu. Stofnuðu þeir þá Öku- leiðir sf. Rætt var viö stjórn Aðal- stöðvarinnar um aðstöðu fyrir b i f rei ðaaf g re i ðs I u gegn sanngjörnu stöðvargjaldi og við- skiptum við stöðina. Þessu hafn- aði stjórn Aðalstöðvarinnar al- gjörlega. Var þá samið við Olíu- verslun (slands um afnot af hús- næði því á Vatnsnesvegi 16 þar sem BSK var. Síðan hefur stjórn Aðalstöðvarinnar reynt að lokka til sin bifreiðastjóra Ökuleiða „Nýir vendir sópa best“ Þennan vönd, skreyttan blóm- um, færði Guðrún í Blómastof- unni okkur hér á blaðinu um dag- inn, í tilefni af skrifum blaðs um sóðaskapinn við Hafnargötuna og viðtal við bæjarstjórann í því sambandi. Vendinum fylgdi kort með áletruninni: ,,Nýir vendir sópa best. - Dúdú." Til sölu notuð eldhúsinnrétting m/tvö- földum vaski, ofni og eldavélar- hellu. Uppl. i síma 2640. Bifvélavirkjameistari óskar eftir vel launaðri vinnu strax. Hefur meirapróf. Uppl. í sima 2098. Atvinna óskast Kona óskar eftir vinnu strax. Vön afgreiðslustörfum. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 2098. I umræddum skrifum var minnst á byggingar Hákonar i Stapafelli, Ragnars rakara og Blómastofunnar og gangstétt- arnar framan við byggingarnar, en eftir að skrifin birtust hefur Guðrún séð um að halda gang- stéttinni hreinni fyrir framan sina byggingu, en viðbrögð hinna tveggja voru hins vegar ekki á annan veg en við mátti búast. Annar þeirra birtist á ritstjórn blaðsins og sagði það fara rneö ósannindi og krafðist leiðrétt- ingar. Við leiðréttum hins vegar ekki annarra orð, þ.e. orð bæjar- stjórans i þessu tilviki. Hinn aðil- inn gerði sér litið fyrir og visaði innheimtumanni Grágásar út úr verslun sinni með þeim orðum, að hann borgaði ekki mönnum sem væru með lygaþvælu um fólk í blöðum. Við látum gangandi vegfar- endur sjálfa dæma um hvernig ástand gangstéttarinnar framan við byggingarnar hafa verið nú á annað ár, en þolinmæði bæjar- stjórans virðist enn ekki vera þrotin, þvi enn bólarekkert á lag- færingum. með mun lægri stöðvargjöldum, en það gjald greiðir hver bifreið- arstjóri mánaðarlega fyrir aðstöðu sina. Það er þvi augljóst að Aðalstöðin niðurgreiðir kostn aðinn af bifreiðaafgreiðslu frá annarri starfsemi.'' Hver er staöan nú? ,,Það hafa farið fram viðræður af okkar hálfu, sem stefna að sam einingu þar sem stjórn Aðal- stöðvarinnar þóttist á sl. vori hafa breytta afstöðu til málsins, en þar virðist allt vera við sama heygarðshornið, svo sem reynsl- an hefur sýnt. Ég vil taka það fram, að það er fyrst og fremst stjórn Aðalstöðvarinnar sem kemur í veg fyrir sameiningu bif- reiðastjóranna, en ekki þeir sjálfir." Blaðamaður bar ummæli Magnúsar undir Karl Njálsson, formann stjórnar Aðalstöövar- innar: ,,Það er alls ekki rétt að stjórn Aðalstöðvarinnar sé á móti sam- einingu stöðvanna, þvert á móti. Við viljum að stöðvarnarsamein- ist, en stjórn Ökuleiða hefur hingað til komið í veg fyrir það með þvíaðkrefjastaðfyrirkomu- lagi afgreiðslunnar verði breytt áður en bifreiðastjórar þeirra ganga yfir. Við getum vitanlega ekki breytt neinu slíku, heldurer það á valdi almenns bifreiða- stjórafundar. Það er hins vegar rétt hjá Magnúsi, að við höfum lægri stöðvargjöld, en það er vegna þess að sama afgreiðslustúlka afgreiðir bilana og selur vörur úr sjoppunni. Við höfum sent stjórn Ökuleiða bréf, dags. 27. marz 1981, og stendur þar m.a.:..... lýsir stjórn Aðalstöðvarinnar hf. f.h. stöðvarinnar, sig reiðubúna að taka bifreiðaafgreiðslu bif- reiðastjóra af Ökuleiðum sf með sömu afgreiðsluháttum og við- skiptakjörum og tíðkast hafa á Aðalstöðinni hf. til þessa." ( sama bréfi höfnuðum við þeim skilmálum sem Ökuleiðamenn höfðu sett fram, einfaldlega vegna þess að stjórnin hefur ekki vald til þess að samþykkja slíka skilmála. Sameining Ökuleiðaog Aðalstöðvarinnar er hagsmuna- mál allra leigubifreiðastjóra á svæðinu og því er æskilegt að af henni yrði," sagði Karl að lokum. TIL LEIGU Diskótekið og veitingahúsið Bergás er til leigu. Öll tæki fylgja með í leigunni (öll diskó- tæki og eldhústæki). Með í leig- unni verður viðbótarhúsnæðið sem er við hliðina. Allar upplýsingar í símum 92-2012 og 92-2044. Suðurnesjamenn! Nú er rétti tíminn til að setja VETRARHJÓLBARÐANA UNDIR BÍLINN. MICHELIN-dekk og margar aðrar tegundir. Neglum og jafnvægisstillum. - Allir bílar teknir inn. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Brekkustíg 37 - Njarðvík - Sími 1399

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.