Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍKUR-fréttir Þegar Samvinnuhreyf- ingin er í sókn, eru margir sem vega að henni“ - segir Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri Eins og flestum ef ekki öllum Suöurnesjamönnum er kunnugt, þá hefur aö undanförnu mikiö veriö rsett um Kaupfélag Suöurnesja og fyrirtæki þess, f fjölmiölum. Viö hér á Vfkur-fréttum lögöum leiö okkar niöur á skrifstofu K.S. og hittum þar Gunnar Svelnsson, kaupfé- lagsstjóra, og spuröum hann fyrst hvaö hann vildi segja um þessi mál: Gunnar Sveinsson ,,Það er alltaf þannig, að þegar Samvinnuhreyfingin er í sókn, þá eru margir sem vega að henni. Mönnum finnst eflaust að vegur Samvinnuhreyfingarinnar sé helst til orðinn of mikill. Kveikj- una að framangreindum umræð- um sem nú fara fram er að finna fyrir vestan. SlS var beðið að kaupa frystihús þar og þá finnst samkeppnisaðilanum aðveriðsé að taka spón úr þeirra aski og bregðast því hart við. Hvernig var afkoman hjá Kaup- félagi Suöurnesja i fyrra? „Útkoman hjá verslununum var nokkuö góð og það varð venjuleg soluaukning hjá okkur, en frystihúsið kom illa út.“ Þessir drengir héldu hlutaveltu að Baldursgarði 4 til styrktar Sjálfs- bjargar, og söfnuðu 140 kr. Þeir heita f.v.: Þorsteinn Magnússon, Jón Elvar Guðmundsson og Ketill Heiðar Guðmundsson. ÞAKKIR Sendi hjartans þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö og veittu ómetaniegan stuðning viö andlát og útför eiginmanns míns, BJÖRNS GRÉTARS ÓLAFSSONAR Kirkjubraut 8, Innri-Njarövík Guö blessi ykkur öll. Þóra Jónsdóttir og fjölskylda Nú standiö þiö i byggingu stór- markaðar. Er þaö timabært eins og málum er háttaö i dag? „Þetta mál hefur verið rætt hjá okkur í mörg ár. Við þurfum að fá eina stóra búð sem getur tekið við verulegri aukningu. Fyrsta skrefið í þessa átt var bygging Sparkaups á sínum tíma. Þróun- in hefur verið þannig, að það eru stórmarkaðirnir sem skila best- um rekstrarárangri og við verðum að fylgjast með, við megum ekki staðna, því þá held ég að félagsmenn okkar yrðu ekki ánægðir." „Nú hefur þvi heyrst fleygt aö þiö séuö aö fiýta ykkur fullmikiö i þessu „markaösmáli", hafiö í raun og veru byrjaö án þess aö hafa til þess öll leyfi? „Þessi framkværnd er búin að standa lengi til og í september í fyrra hófst athugun á svæðinu og teiknivinna, umsókn um lóöina var komin áður. Við fengum að vísu að hefja jarðvinnu áður en fullnaðarteikningar lágu fyrir og ekki held ég að það sé neitt eins- dæmi á þessum árstíma. Við erum að vísu að keppa við frost- ið og ef við hefðum ekki fengið að gera þetta, þá hefði þetta get- að tafist um eitt ár. Við höfum ekki í hyggju að gefast upp þó á móti blási, heldur sækja á bratt- ann.“ Nú heyrast raddir sem segja aö meö staösetningu þessa mark- aðar hafi K.S. endanlega gert út um þaö aö Fiskiðjan fái aö starfa áfram? „Ég hef alltaf sagt það, að við megum ekki missa Fiskiðjuna af þessu svæði, en þá lít ég á Suðurnesin sem eina heild. Mér hefur alltaf verið talin trú um það í stjórn Fiskiðjunnar, að þaðværi hægt að reka svona verksmiðju án þess að hún væri mengunar- valdandi og að það muni víða vera gert erlendis. Þess vegna hef ég alltaf trúað því að eftir að sá útbúnaður sem til þarf verði kominn upp, þá skipti þetta ekki máli. Ef aftur á móti það kæmi í Ijós, að ekki fyndist viðunandi mengunarvarnarútbúnaður, þá er ég tilneyddur til að endur- skoða mína afstöðu, og þá held ég að verksmiðjan verði tilneydd til að flytja sig um set. Þó svo að við hefðum ekki byggt á þessu svæði, þá hefðu eflaust komið einhverjir aðrir, því þetta svæði er skipulagt fyrir íbúðir og stofn- anir.“ Heldur þú aö Fiskiðjan fái aö starfa áfram þar sem hún er? „Mér hefur verið sagt að er- lendis séu svona verksmiðjur reknar mjög nálægt íbúðarhverf- um, en hvort þær eru í þeim miðj- um eins og hér er, það veit ég ekki, en tíminn einn mun leiða þetta í Ijós. Ef ekki verður hægt að gera Fiskiðjuna þannig úr garði að hún sé mengunarlaus, þá verður hún eflaust að fara, hvort sem við eða aðrir byggja þarna." Hvaö vilt þú segja um vanda Hraðfrystihússins? „Því er ekki að neita, að vandi H.K. er mikill og það er á sama báti og 20 önnur frystihús víða um land. Þetta óhapp með Berg- víkina hefur óneitanlega haft það í för með sér að við lentum fyrr í því en aðrir.“ Hefur nýtingin veriö eitthvaö verri hjá ykkur en öörum? „Nei, ekki held ég það, við höf- um verið um miðbikið eftir því sem ég best veit og rekstur á þessu húsi hefur ekki verið neitt verri en hjá öðrum. Viðerum með miklu verri rekstrarafkomu en margir aðrir, sem stafar af því hve óhagkvæm aflasamsetningin er, mikið um karfa og annan rusl- fisk, við höfum ekki verið með saltfisk- og skreiðarverkun að neinu ráði.“ Nú hefur veriö deilt á ykkur fyrir aö standa í byggingu stór- markaðar á sama tíma og illa Samvinnuferöir-Landsýn bV^ legar helgarferöir til London. miödegi til sunnudagskvöl<> London Metropole, fyrsta f'° við Edgware Road, örskarn^ öðrum helstu verslunargöt^ Öll herbergi eru búin baöi, sn og á hótelinu er m.a. aö finm kaffiteríu sem opin er allan sc Verðkr. 3.590.00 Innifalið: Flug, gisting m/n1 Hópferðír aðUdarfélag^ Dagana 8. og 15. október, 5>' desember veröa farnar sérst London sem einkum eru huð í bessum helgarferðum eru' dvölina í London frá sunnuo, Eins og í vikulegu helgarferð1 London Metropole. Aðildarfélagsafslá** Verð m/afslætti k1’* Innifalið: Flug, gisting m/nííj til og frá flugvelli erlendis o9 Verð miðað við flug og 9e^ Umbodsmaður í Keflaví^ Kristinn Danivalsson, Fr^,

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.