Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Síða 10

Víkurfréttir - 08.10.1981, Síða 10
10 Fimmtudagur 8. október 1981 VIKUR-fréttir TIL SÖLU Um Fiskiðjuna 1. Hljómplötudeild Víkurbæjar er til sölu strax. Besta versl- unarhorn Suðurnesja. Hús- næði, lager og innanstokks- munir. 2. 2 fokheldar hæðir að Hafnar- götu 23. Frábært útsýni yfir allan bæinn. Samt. 500 ferm. 3. Fasteignin Hafnargata 26, á- samt viðbyggingu og bílskúr. Hagstætt verð ef samið er strax. Uppl. í símum 92-2012, 92-2044 eða á skrifstofu Víkurbæjar, Keflavík. Skákmenn Páil nokkurVilhjálmsson hefur undanfarið birt róg um Fiskiðj- una hf. og þar kom að, að Haraldur Haraldsson gerði at- hugasemdir við þann illkvittnis- lega og óheiðarlega róg, og sýnir Haraldur að hætti siðaðra manna fram á ýmis mál tæknilegs eðlis og tæknilegar vanefndir hönn- unaraðila að annars rándýrum mengunarvarnabúnaði. I ríki nasismans var það algild regla að sniðganga tæknileg rök með stóryrðum og er illt til þess aö vita að blaðamennska á (s- landi sé sums staðar sokkin á svipað siðferðisstig. Páll kallar grein Haralds ruglingslega, það þýðir að hann hefur átt eitthvað erfitt með að átta sig á tæknilegu eðli vandamálsins og er ekkert við þvi aö segja. Hins vegar er ófært að umræðu sé haldið á þvi plani að tæknilegum atriðum sé svarað með bulli eins og „eigin skítalykt". Þó örlar á einu tæknilegu atr- iði og er það aðfengið úr loka- orðum skýrslu sem annars er ókunn, og segir þar og haft eftir Jóni Leví Hilmarssyni: „Þeir hafa lýst því yfir, Fisk- iðjumenn, að þeir hafi varið mikl- um fjármunum i tæki sem séu að mestu ónothæf. Hið sanna í mál- inu er, að þar eru einungis kæli- turnarnir sem kostað hefur verið Aðalfundur Skákfélags Keflavíkur verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í kvöld, fimmtudaginn 8. október, kl. 20. Stjórnin til sérstaklega vegna kerfisins, allt hitt þurfti hvort sem er að endurnýja." Þetta hlýtur að vera ósannur áburður á Jón Leví, enginn verk- fræðingur sem ber einhverja virð ingu fyrir sjálfum sér, ber það á torg að margfalt dýrari búnaður, væntanlegasérhannaðurtil þess NJARÐVÍKURBÆR Útsvar Aðstöðugjald Þriðji gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda var 1. okt. sl. Dráttarvextir eru 4.5% pr. mánuð. Athygli skal vakin á því að lögtök eru hafin á vangreiddum gjöldum. Greiðið reglulega til að forðast kostnað og frekari innheimtuaðgerðir. Bæjarsjóður - Innheimta að vera í kerfi mengunarvarna- tækja, sé eðlileg endurnýjun annars miklu ódýrari búnaðar. Slíkt spyrst út og svo dýr er vinna verkfræðinga, að kaup- endur hennar eru mjög varir um sig ef ævintýramenn eru á ferð, það þykir flestum þeir hafa nóg að borga samt. Staðreyndin er sú, að ekkert fyrirtæki í fiskimjölsiðnaði hefur kostað jafnmiklu til mengunar- varna og Fiskiðjan hf. 2 gamlar en fullkomlega starfhæfar verksmiðjur voru lagðar niður í þeim tilgangi. Fiskiðjan hefur farið þá leið að reyna að eyða lyktinni i stað þess að flytja hana í efri loftlög til þess að á öllum tímum og við öll veðurskilyrði væri um raunhæfar mengunar- varnir að ræða. Fiskiðjan hefur leitaö til þeirra sem sérhæft hafa sig í verkfræði fiskimjölsiðnaðar i þeim tilgangi að leysa vanda sem enn er á þróunarstigi, því al- gildar lausnir eru ekki til. Menn verða að athuga að Fisk- iðjan er fyrirtæki sjómanna og þeirra sem hafa tekjur af loðnu- afuröum. Fiskiðjan er fyrirtæki 100 grunnatvinnutækifæra eða fyrirtæki 400 atvinnutækifæra á svæði sem hrapað hefur í meðaltekjum úr fyrsta sæti i níunda á níu árum. Það er grátleg staðreynd að þeim aðilanum sem mest hefur gert til þess að koma í veg fyrir mengun er sýnd mest ósvífni af heilbrigðisyfirvöldum á svæð- inu. Það liggur ekkert mikiö á varðandi Helguvikina svo takast megi að verja vatnsbólin, kannski, það liggur ekkert mikið á varðandi skólpið sem gengur yfir matvöruverslanir við Hafnar- götu í norðaustan-átt. Vita menn, að talið er að mikill hluti mörgæsastofnsinsáSuður- skautslandinu hafi hrunið vegna salmonella, sem vitað er að þrífst á Fitjum og sýkir kríu sem étur þar saur, en krían er talin hafa borið þetta afbrigði til Suður- skautslandsins? Gera menn sér grein fyrir að aðeins Fiskiðjan gerir eitthvað raunhæft í meng- unarvarnamálum meðan alvar- leg mál eru látin danka? Það læðist að manni sá grunur að Fiskiðjan verði að gjalda þess í offorsviðbrögðum heilbrigðis- yfirvalda, að þau geti ekki styggt stóra atvinnuveitandann á vell- inum sem skyldi, að þau verði að sjá skólpið við Hafnargötuna en þegja, því bærinn á allskostarvið að setja óþæga stráka út úr heil- brigðisnefndum, sem án að- stöðu sinnar til þess að heimta af öðrum án þess að þurfa að leggja neitt vitsmunalegt eða tækni- legt fram til lausnar vanda, eru bara óþægir strákar sem enginn tekur mark á. Þorsteinn Hákonarson

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.