Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. október 1981 11 Keflavík: Eigendaskipti af þrem verslunum Á undanförnum vikum hafa orðiö eigendaskipti að þrem verslunum í Keflavik. Jónas Ragnarsson (í Róm) hef ur keyptverslun Nonna & Bubba, Ómar Hauksson (í Kosti) hefur keypt Vörumarkað Víkurbæjar, og Margrét Ágústsdóttir, Ás- garði 4, Keflavík, hefur keypt barnafataverslunina Aþenu. Víkur-fréttir óska hinum nýju eigendum til hamingju og alls hins besta i framtíðinni. Lagfæringar á íþróttasvæðinu viö Hringbraut Töluverðar breytingar hafa orðið á íþróttasvæðinu við Hring- braut undanfarið. Hefur verið snyrt all verulega til í kringum malarvöllinn og áhorfendaað- staðan þar stórlega endurbætt. Einnig hefur svæðið verið lagt grasi meðfram körfubolta- og handboltavellinum. Eftir er að Ijúka við hlaupabrautina og eitt og annað i viðbót. Verður þá svæðið orðið til fyrirmyndar. Þökk sé þeim sem að þessu standa. 1000 ára minning kristniboðs á íslandi Laugardaginn 11. okt. n.k. verður haldinn héraðsfundur Kjalarnesprófastsdæmis. Verð- ur þar minnst 1000 ára kristni- boðs á (slandi. Fundurinn hefst á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem fyrsta kirkja á (slandi var reist, og þar dreginn fáni að hún kl. 8.30. Þar verður flutt morgunbæn. Síðan verður morgunkaffi í Hlégarði og síðan héraösfundur settur. Kl. 13.30 hefst samsöngur kirkjukóra pró- fastsdæmisins, í íþróttahúsinu að Varmá, og þar flytur prófastur sr. Bragi Friðriksson ávarp. Kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta á sama stað með þátttöku kirkju- kóranna og fulltrúum kristinna trúfélaga. Efnt verður til safnað- arferða úrsóknum prófastsdæm isins og verður þess nánargetið í messudálkum dagblaðanna. Kaffisala verður í Hlégarði kl. 15.30. Kl. 17 veröa messur og guðsþjónustur að Mosfelli, Lága- fellskirkju, Reykjalundi, Hlað- gerðarkoti, Víðinesi og Arnar- holti, þar sem prestar prófasts- dæmisins o.fl. annast. Hátíðarhöldunum lýkur kl. 18 með því að æskufólk dregur niður fánann að Esjubergi. Tvennar tungur forráða- manna Fiskiðjunnar Eftirfarandi má lesa í fundargerð Atvinnumálanefnd- ar Keflavíkur, 17. sept. 1981: ,,Viðræður við atvinnumála- nefnd Njarðvíkur varðandi mál- efni Fiskiðjunnar, samanbersíð- ustu fundargerð. Tekin var fyrir beiðni Fiskiðjunnar hf. um heim- ild til rekstursverksmiðjunnarfrá 1. október 1981 til maí 1982. jafn- framt var rætt um þá yfirlýsingu forráðamanna Fiskiðjunnar hf., Gunnars Ólafssonar og Ólafs B. Ólafssonar, að ákveðið er að í april 1982 liggi fyrir ákvörðun verksmiðjustjórnar, hvort ráðist verði í mengunarvarnafram- kvæmdir sem byggðar verði á reynslu af tækjakosti sem verið er að setja upp í Krossanesverk- smiðjunni á Akureyri. Verði ekki úr slíkum fram- kvæmdum hjá Fiskiðjunni, er stefnt að starfrækslu verksmiðj- unnar frá 1. október 1982 til árs- loka sama ár, en þá verði hún lögð niður. Atvinnumálanefndirnar taka fram, að þær viðurkenna þau sjónarmið sem fram koma í sam- þykktum heilbrigðisnefnda Kefla víkur og Njarðvíkur varðandi vanbúnað Fiskiðjunnar hf. til mengunarvarna. En með tilliti til atvinnuástandsins og stöðu fisk- iðnaðarins í Keflavík og Njarð- vik, fara atvinnumálanefndirnar þess á leit við heilbrigðisráð- herra, að Fiskiðjunni verði veitt undanþága til starfrækslu verk- smiðjunnar frá 1. október 1981 til1. maí 1982, með sömu skilyrð- um og áður hafa gilt.“ Yfirlýsing Gunnars Ólafsson- ar og Ólafs B. Ólafssonar er í mótsögn við grein Haralds Har- aldssonar í síðasta tbl. Vikur- frétta, en þar dylgjar Haraldur um að Fiskiðjan sé BÚIN að koma upp mengunarvörnum. Einnig ættu lesendur að taka eftir því, að nú á að spila á at- vinnuástandið í Keflavík og Njarðvík til þess að halda áfram að gera „tilraunir með heilsu ibúa Keflavikur og Njarðvikur", eins og Heilbrigðisfulltrúi Suð- urnesja segir í nýlegri skýrslu um Fiskiöjuna. Nýja æfingasvæðið: Tyrfingu lokið Um síðustu helgi lauk knatt- spyrnudeild (BK við að tyrfa nýja æfingasvæðið. Hefur nú verið lagt gras á ca. 10.000 m2 svæði. Mikill tími og vinna hefur farið í þetta verk af hálfu knattspyrnu- deildarinnar. Hafa yfir 40 manns komið og lagt hönd á plóginn, allt frá 4 klst. vinnu og upp í 80 klst. hver. Er þetta allt sjálfboða- vinna sem lögð hefur verið fram af hálfu knattspyrnudeildar- innar. Ásgelr Einarsson afhendir pianóið f.h. Lionsklúbbsins, Matta Ásbjörnssyni, form. Styrktarfélags aldraðra Gjafir til Styrktar- félags aldraðra Sl. laugardag var Styrktarfé- lagi aldraðra á Suðurnesjum af- hentar tvær gjafir. Lionsklúbbur Keflavíkur gaf félaginu píanó, að verðmæti 18.000 kr. Verður það til staðar í félagsaðstöðunni að Suðurgötu 12-14 í Keflavík. Við sama tækifæri afhenti frú Olga Elíasdóttir télaginu mál- verk að gjöf, í tilefni af 75 ára af- mæli sínu og í þakklætisskyni fyrir það sem hún hefur orðið aönjótandi hjá félaginu á undan- förnum árum. Matti tekur við málverkinu frá Olgu Eliasdóttur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.