Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍKUR-fréttir ÁLAFOSS gólfteppi Sýning verður á ÁLAFOSS gólfteppum í Járn & Skip, Víkurbraut frá kl. 13-19 laugardaginn 10. október. Sjáið og kynnist íslenskri gæðaframleiðslu. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA VIDEO NO. I Hafnargötu 26 - Keflavík GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Spólan hjá okkur er á 20 kr. fyrir tvo sólarhringa. Verslið við þá sem vit hafa á myndefni og kvikmyndarekstri, og gefa ráðleggingar. VIDEO NO. I Opið alla daga vikunnar frá kl. 18-20. Keflvíkingar Suðurnesjamenn Þótt sólin lækki á lofti, þá skín hún alltaf jafn skært á Sólbaðstofunni Sóley, að Heiðarbraut 2 Keflavík. Opið frá kl. 7.30 - 22.30. Ath. Mikið úrval af snyrtivörum. Athugið einnig, að Elektrokost megrunarduft Heiðarbraut 2 - Keflavík - Sími 2764 Gjafir og áheit til Þroskahjálpar á Suðurnesjum 1980 St. Georgsgildi .............................................. 50.000 N.N. úr Garði ................................................. 5.000 Hlutavelta, Agnar, Sverrir, Eiríkur .......................... 24.400 Inner-Wheel ................................................. 200.000 Leikföng frá Kristjánsson hf., Soroptimistaklúbbur Keflav. 300.000 N.N............................................................ 5.000 Erlendsína Helgadóttir ....................................... 25.000 Hlutavelta, Tinna Björk, Skúli, Inga Birna, Ragnheiður . 52.300 Starfsstúlkur BOQ, Keflavíkurflugvelli ....................... 50.000 Hlutavelta, Brynja, Lína Dalrós, Guðlaug ...................... 8.200 Kvenfélag Grindavíkur ....................................... 300.000 Hlutavelta, Rut, Sóley og Arna ............................... 12.000 Hlutavelta, Sigrún, Margrét og Sigurósk ...................... 10.334 Hlutavelta, Sigríður og Hrafnhildur ........................... 2.295 Hlutavelta, Ari, Þorsteinn, Bryndís og Guðbjörg .............. 13.140 Einar Sveinsson ........................................... 1.000.000 Kaupfélag Suðurnesja ........................................ 100.000 Skiltagerð S. Helgasonar ...................................... 5.000 Jóna Isleifsdóttir, Garði .................................... 15.000 Litla leikfélagið, Garði ...................................... 8.000 Hlutavelta, Margrét og Stefanía .............................. 15.000 Starfsstúlkur BOQ, Keflavíkurflugvelli ....................... 57.772 Hlutavelta úr Barnaskólanum í Keflavík ...................... 333.900 N.N............................................................ 5.000 Hlutavelta, Magnús, Svavar og Steini .......................... 6.700 Hlutavelta, Þórdís, Vikar, Agnes, Jón, Hildur og Ásta ... 12.700 Hlutavelta, Þórdís, Vikar, Davíð og Hildur ................... 14.155 Hlutavelta, Ásgeir, Guðrún og Lárus Franz .................... 38.000 Hlutavelta ................................................... 28.600 Svava Árnadóttir og Sigurbjörn L. Guðnason .................. 300.000 Starfsstúlkur BOQ, Keflavíkurflugvelli ....................... 50.000 Gjöf frá Kiwanis, húsaleiga v/leikfangasafns ................ 604.000 Gjöf frá Kiwanis, taeki v/endurhæfingarstöðvar ............ 3.241.881 30. maí færði Þuríður Halldórsdóttir Þroskahjálp á Suðurnesjum gjöf, kr. 300.000, sem eru peningar er hún fékk á sextugsafmæli sínu 29. maí 1980, frá börnum sínum, tengdabörnum, systkinum og tengdasystkinum. Áður hafði Þuríður ásamt börnum sínum og tengdabörnum fært félaginu gjöf, kr. 200.000, til minningar um eigin- mann sinn, Árna B. Árnason, sem hefði orðið 60 ára 4. maí 1979. Ólíkt hafast þeir að . . . Eitthvað virðist bygginga- nefnd Njarðvíkur vera að gera greinarmun á Jóni og séra Jóni, því í ákveðnu tilfelli sem hér verð- ur greint frá, stöðvaði hún bygg- ingarframkvæmdir þar sem teikn ingar höfðu ekki hlotiðsamþykki en á sama tíma leyfa þeir fram- kvæmdir annarsstaðar, þóteikn- ingar hafi ekki hlotið afgreiðslu. Á fundi nefndarinnar 13. ágúst sl. gaf byggingafulltrúi skýrslu um ólöglegar framkvæmdir við bilskúr á lóðinni Grundarvegi 2, þar sem hafin var bygging áður en teikningar höfðu hlotið sam- þykki nefndarinnar. Nefndin átelur harðlegaframkomu byggj- andans í þessu máli, þar sem fjöl- margar greinar byggingasam- þykktarinnar eru brotnar, að því er segir í samþykkt nefndarinn- ar. Þar sem byggingafram- kvæmdin er þess eðlis að hún hefði trúlega hlotið samþykki, ef málið hefði borið að á eðlilegan hátt, telur nefndin ekki ástæðu til að fyrirskipa brottnám fram- kvæmdanna, en gefur byggj- anda tækifæri til að koma sínum málum í lag með því að uppfylla ákveðin skilyrði. Á fundi nefndarinnar 6 dög- um síðar er eftirfarandi bókað undir liðnum 10. mál: ..Umsókn Kaupfélags Suðurnesja um bygg ingarleyfi fyrir verslunarhús við Reykjanesbraut. Teikningar Teiknistofu Sambandsins dags. 15.08/81 lagðarfram. Bygginga- nefnd frestar endanlegri af- greiðslu málsins, þar sem af- greiðsla Brunamálastofnunar ríkisins liggur ekki fyrir." Búiö og basta. Nefndin telur ekki ástæðu til að átelja Kaupfélagið fyrir að hefja byggingarframkvæmdir rúmum mánuði áður en teikning- ar eru lagðar fram, nefndin stöðv ar heldur ekki framkvæmdir þegar afgreiðslu er frestað. Hvernig stendur á því? Er það virkilega rétt að þessi húsbyggj- andi hafi fengið óformlegt leyfi bæjaryfirvalda í Njarðvík löngu áður en nokkrum ákvæðum var fullnægt? Er ekki þarna verið að gera mun á mönnum?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.