Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Síða 13

Víkurfréttir - 08.10.1981, Síða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. október 1981 13 Gengið var á fjall eða farið í leiki. Foreldra- og kennarafélag Barnaskólans í Keflavík: Mikið og blómlegt starf Foreldra- og kennarafélag Barnaskólans í Keflavík efndi til skemmtiferðar í Svartsengi laug- ardaginn 26. sept. sl. Það er skemmst frá þvi að segja að þátt- taka varð vonum framar. Alls tóku u.þ.b. 900 einstaklingarþátt í ferðinni og var farið á 14 rútu- bifreiðum. Til þess að forvitnast um ferð þessa, sem og starfsemi kenn- ara- og foreldrafélagsins, höfð- um við samband við Drífu Sig- fúsdóttur, formann félagsins. Sagði hún að ferðin hefði í alla staði tekist mjög vel. Fólk hefði ýmist gengið upp á Svartsengi, farið i boltaleiki, reiptog eðaann- að tilfallandi. Stemmingin hefði verið góð og allir haft nóg fyrir stafni. Varðandi félagið sjálft sagði Drífa, að markmið þess væri að skapa góð tengsl milli heimilaog skóla, t.d. með ýmis konar kynn- ingar- og fræðslufundum. Síðan nefndi hún nokkurdæmi. Þannig kom Kolbrún Sigurðardóttir, kennari, á félagsfund á sínum tíma og fjallaði um vandamál treglæsra barna. Og siðar komu Páll Magnússon sálfræðingur og Jóhann Geirdal kennari og héldu erindi um sálfræðiþjónustu og námstækni. Af öðrum þáttum í starfinu nefndi Drífa barnabókakynn- ingu sem efnt var til fyrir u.þ.b. 1V4 ári. Einnig stóð félagið fyrir jólaföndri fyrir síðustu jól og sóttu það um 700 einstaklingar. Taldi Drífa að starfsemi félags- ins væri töluverð, ef miðað væri við önnur sambærileg félög, t.d. í Reykjavík. Benti hún á að þær tölur um þátttöku sem hér þekkt- ust, væru sjaldséðar annars stað- ar. Sagði hún síðan að kennarar væru mjög virkir og mættu ætíð sem einn þegar eitthvað væri að gerast. „Þetta er einvala lið.“ Að lokum vildi Drífa koma þökkum til allrasem stutt hafafé- lagið, og vildi jafnframt minna á að aðalfundur yrði á næstunni. Mæðurnar léku knattspyrnu. Prjónakonur Opnum aftur eftir sumarfrí. Kaupum heilarog hnepptar lopapeysur. Einnig vel prjónaða vettlinga, um óákveðinn tíma. Móttaka verður 21. október, 4. og 18. nóvem- ber og 2. og 16. desember kl. 13-15 að Bola- fæti 11, Njarðvík. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. Kgamaf Vélsmiðja Njarðvíkur hf. Óskum eftir vélvirkjum og vélstjórum vönum viðgerðarvinnu. Uppl. ísímum 1750og 2980. Heimasímar3626 og 1703. Gerum föst tilboð í mótauppslátt, utanhúss- klæðningar, þakviðgerðir og aðra trésmíöavinnu. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12. iik MANNVIRKI SF. Byggingaverktakar Hafnargötu 17, Keflavik Siml 3911 HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 íþróttahúsið, Sandgerði Lausir eru nokkrir tímar í íþróttahúsinu. Einn- ig er hægt að fá leigða badmintonvelli á laug- ardögum. - Uppl. í síma 7736. Húsmæður, húsbændur! Tökum að okkur úrbeiningu, pökkun og sögun á kjöti. tþJúniBTUi Smáratúni 28, Keflavík Símar 1777 Næsta blað kemur út 22. okt.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.