Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 15
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 8. október 1981 15 Nýr erlendur leikmaður með körfuboltaliði Í.B.K. Körfuboltinn er nú aftur kom- inn á fulla ferð og hafa forráða- menn og leikmenn (BK búið sig undir komandi vertíð af miklum hug og krafti. Hafa Keflvíkingar ráðið til liðs við sig nýjan Banda- ríkjamann, Tim Higgins að nafni. Binda þeir miklar vonir við starf hans sem þjálfara og leikmanns. Okkur þótti ekki úr vegi að kynna fyrir lesendum Víkur- frétta hinn nýja leikmann þeirra körfuboltamanna. Tim er fæddur og uppalinn í Omaha í Nebraskafylki, en sótti skóla (college) í Kearney í heimafylki sínu. Kearney State er 7200 manna skóli. Lék Tim með körfuboltaliði skólans og var hann alltaf í byrjunarliði og Tim Higgins Barnavagn til sölu Upplýsingar í síma 2923 eftir kl. 8 á kvöldin. Barnavagn til aölu Vel með farinn barnavagntilsölu (brúnn). Uppl. í síma 2862 eftir kl. 19. Tll sölu mjög góð brún skermkerra. Uppl. í síma 1453. fbúö óskast 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 3017. Húseigendur, athugið Tek að mér FLÍSALAGNIR og ARINHLEÐSLU. Upplýsingar í síma 1240 milli kl. 18-20. Ólafur Eyþór Ólason lék alla leiki sem liðið lék á meðan hann var þar í skóla. Tim sagði að 3800 manns hefðu sótt heimaleiki liðsins síðasta keppn- istímabil. Þá skoraði Tim að meðaltali 18 stig í leik og hefur hann verið stigahæsti maður í liði sínu sl. þrjú ár. Það hefur komið honum á ó- vart, hve krakkarnir í yngri flokk- unum eru miklum hæfileikum búin. Annað kemur honum einn- ig á óvart, þ.e. hve skipulag íþrótta væri lítið tengt eða sam- tvinnað skólakerfinu hjá okkur. I Betri ( síðasta tölublaði Víkur-frétta fengum við fram mikinn og stór- an sannleik í grein M.l. „Grátkór Suðurnesja". Þetta voru orð í tíma töluð. Nú er komið í Ijós hvað hamlað hefur þróun at- vinnumála á Suðurnesjum. Hvílíkt lán að eiga slíka gáfu- menn (huldumenn) sem M.I., og enn meira lán væri ef fyrirtæki gætu haft aðgang að frjóun hug- myndum hans til rekstrarráð- gjafar. Auðvitað hefur okkur alltaf vantað þetta, ,,að landsbyggðin tæki mark á okkur“. Hvað allt væri öðru vísi ef „landsbyggðin tæki mark á okkur" (stjórnvöld). Hvergi þekkjast „grátkórar" nema hér á Suðurnesjum, ekki á Vestfjörðum, ekki í Norðurlands- kjördæmi eystra (Þórshöfn, Raufarhöfn) og alls ekki nú á okkar dögum, þ.e.a.s. nú síðustu vikur. Nú ættum við að taka okkur saman og hrinda þessum ósóma af herðum okkar í eitt skipti fyrir öll. Viðgetum sýnt „landsbyggð- inni" fram á að við þurfum ekki á „grátkórum" að halda né „stjórn- endum þeirra" (??). Þetta eru hvort sem er ómögulegir kórar, engin samhljómur, sumir hrópa, aðrir þegja og fara sina leið, þ.e.a.s. loka fyrirtækjunum, og senda saklaust verkafólkið heim og gott ef þeir úða ekki ammoni- akseitri á eftir því í kveðjuskyni. - Þetta er hámark fúlmennskunn- ar, skárra væri að halda áfram skuldasöfnun og leyfa fólki að hneykslast á því áfram. Nei, og aftur nei, við þurfum ekki á þessu að halda. Hér gætu allir haft nóg að starfa i opinber- um störfum, bönkum og öðrum þjónustuliðum. Þó einhvern tima i fornöld hafi verið haldið fram að grundvöllur fyrir rekstri þjóðar- bús væri framleiðsla, þá höfum við hér suður með sjó kastað þeirri trú fyrir löngu, eins og flestir hér á Suðvesturlands- horninu. Þá fjarstæðu, að fram- leiöslufyrirtæki þurfi eitthvað sem kallast rekstrargrundvöllur, eða ágóði til viðhalds og upp- Bandaríkjunum væri það miklu nánara þar á milli og einnig tækju foreldrar þar miklu meira þátt í þessu með krökkunum. Varðandi meistaraflokkinn sagði Tim, að við ættum marga mjög svo efnilega leikmenn, t.d. Jón Kr. Gíslason, sem fór til bandaríkjanna nýlega og getur því ekki leikið með (BK í vetur. Sagði Tim Jón vera mikið efni. Aðrir leikmenn gætu hæglega leikið með ýmsum háskólaliðum í Bandarikjunum, en það sem Tim hefur séð til annarra liða, telur hann benda til þess að (BK sé með sterkasta liðið í 1. deild- inni núna. „En ef okkur á að tak- ast að vinna 1. deildina í vetur, er nauðsynlegt að fá góðan stuðn- ing frá áhorfendum," sagði Tim. „Mér skilst að áhorfendur hér fyrir sunnan séu þekktir fyrir að taka mikinn þátt i leiknum og hvetji sína menn óspart." Tim var loks spurður sígildrar spurningar. Hvernig kannt þú við land og þjóð? „Hér er frekar kalt og vinda- samt fyrir minn smekk, en ég er smám saman að venjast aðstæðum hér. Tungumáíið er mér enn framandi, en mér hefur verið vel tekið hér og hef ég átt ánægjuleg samskipti við alla," sagði Tim að lokum. Víkur-fréttir óska þessum geð- þekka leikmanni og þjálfara alls hins besta og hvetur alla til aö styðja sína menn nú vel í vetur og mæta á alla leiki liðsins. grátkór byggingar fyrirtækja, köllum við einu nafni „vitleysu". Um fyrirtæki sem eru rekin af „félagshyggju" gildir öðru máli, og vanda þeirra köllum við á for- siðum blaða „erfiðan róður" og lengi má finna rök fyrir tapi þeirra. Við tökum undir með M.l. og hans líkum og skorum á opin- bera sjóði að ausa ekki fé í fyrir- tæki á Suðurnesjum, því þau gætu stöðvað vinnslu af fyrr- greindum furðulegum ástæðum, ef ekki eftir 1-2 ár, þá kannski einn góðan veðurdag eftir 20-30 ár. Við getum verið fréttablöðum á Suðurnesjum þakklát fyrir sögur ,,af allra vörum" um hrak- farir atvinnufyrirtækja hér um slóðir. Þökkum M.l. góöar fréttir. Muu. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur: Segir upp samningum Aðalfundur Verkakvennafé- lags Keflavíkur og Njarðvíkur var haldinn 20. sept. sl„ og var sam- þykkt að segja upp kjarasamn- ingum fyrir 1. október. Einnig samþykkti fundurinn að leggja beri sérstaka áherslu á varanlega kaupmáttaraukningu í næstkomandi samningum, ásamt kröfum um atvinnuöryggi, og kauptryggingarsamningur- inn verði lagfærður, einnig að laugardagar verði ekki taldir meö í orlofi og samningarnir gildi frá 1. nóvember 1981. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Verkakvennafé- lags Keflavíkur og Njarðvíkur bendir á að enn hefur kaupmátt- ur taxtakaups verkafólks verið skertur með lagaboði. Mótmælir fundurinn harðlega 7% skerð- ingu launa um áramótin og átelur ríkisstjórnina jafnframt fyrir slælegt eftirlit með verð- hækkunum, sem áttu sér stað í skjóli myntbreytingarinnar. Fundurinn telur höfuð nauð- syn að ná aftur kaupmætti sól- stööusamninganna frá 1977, en nú er kaupmáttur tekna verka- fólks langt fyrir neðan það sem þá var um samið. Fundurinn leggur áherslu á að baráttan gegn veröbólgunni er mikils virði en jafnframt verður aö tryggja og auka kaupmátt tekna láglauna- fólks, því kjör þess í dag eru þjóð- félaginu til mikillar vansæmdar. Þá telur fundurinn samstöðu láglaunafélaga i samningagerð aldrei hafa verð brýnni en nú, því sifellt verða þeir ríku ríkari og þeir fátæku fátækari. Verka- mannasambandið verður því að marka sér sérstöðu viö gerð næstu kjarasamninga og freista þess að ná fram sérstökum bót- um til þeirra sem verst eru settir, bæði með félagslegum aðgerð- um og beinum kauphækkunum." Smiðir - Smiðir Okkur vantar smiði (mætti vera smíða- flokkur) eða lagtæka menn í mótaupp- slátt. Uppmæling. Hringið í síma 3830 og spyrjið um Svein Ormsson eða Kristján Hansson, og leitið upplýsinga. SPARKAUP SF.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.