Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍKUR-fréttir Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, Garðvangur: Fyrsta skóflustungan tekin að viðbyggingu Sl. föstudag var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við dvalarheimilið Garðvang. Það gerði frú Sesselja Magnús- dóttir, en hún var um langt árabil forstöðukona Hlévangs og í stjórn dvalarheimilanna þar til sl. vor. Nýbyggingin mun rúma 21 vistmann í 11 eins manns her- bergjum og 5 tveggja manna her- bergjum. Auk þess verða i byggingunni föndurherbergi, setustofa, þvottahús, salerni o.fl. Stærð viðbyggingarinnar er um 500 ferm. Rekstur Garðvangs hófst í nóv. 1976 og hefur heimilið verið full- setið siðan og jafnan biðlisti, en það rúmar 22 vistmenn. Um sl. áramót tók stofnunin yfir rekstur Hlévangs í Keflavík, en þar er vistrými fyrir 16 manns. í stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suöurnesjum sitja nú eftir- taldir: Fyrir Keflavíkurbæ: Páll Axels- son. Fyrir Njarðvíkurbæ: Albert K. Sanders. Fyrir Miðneshreþp: Jón K. Ólafsson. Fyrir Gerða- hrepp: Ólafur Sigurðsson. Fyrir Vatnsleysustrandarhrepp: Sveinn R. Eiðsson. Fyrir Hafna- hrepp: Jósef Borgarsson. Forstöðukona Garðvangs er frú Sólveig Óskarsdóttir og for- stöðukona Hlévangs frú Jóna Hjálmtýsdóttir. Sesselja Magnúsdóttir tók fyrstu skóflustunguna Kung-Fu sýningarflokkurinn frá Keflavík Kung-Fu sýningarflokkurinn var stofnaður í október í fyrra af Ellerti Grétarssyni, sem fékk þá Gunnar Oddsson og Hilmar Guðsteinsson í lið með sér. Þeir sýndu þrír saman fram í janúar, en þá bættist Þorgeir Axelsson í flokkinn, og nú er kominn kven- maður i flokkinn, Ása Einars- dóttir. Stelpa? hugsa eflaust margir undrandi, en í viðtali við þá Þorgeir og Ellert kom fram, að þeir telja sjálfsvarnarlistina jafnt fyrir konur sem karla, og æfa þó nokkrar stelpur með þeim. „Þær geta alveg náð jafn góðum árangri og strákarnir, og oft betri árangri," sögðu þeir félagar. Hvað er Kung-Fu? „Kung-Fu er ævaforn kínversk sjálfsvarnarlist sem fundin var upp fyrir mörg þúsund árum af Shaolin-munkum í Honan-hér- aði i Kína. Kung-Fu var þá ein- ungis æft með vopnum, en nú- tíma Kung-Fu er æft með berum höndum, þó vopnin séu til í þessu líka. Saga Kung-Fu er það löng að hún kemstekkifyrir hér." Hvað hafa menn svo upp úr þessu? ,,Það fer eftir því hverju menn sækjast eftir. Það er aðallega þrennt: Fyrst og fremst sjálfs- varnartæknin. Þú lærir þá að verja þig og getur notfært þér það í neyð ef á þig er ráðist. í öðru lagi er það útrásin, og í þriðja lagi likamsþjálfunin og leikfimin sem menn fá. Eru námskeiðin vel sótt? „Sæmilega. Við erum með rúmlega 30 manns núna og það Hin margrómuðu Semperit vetrardekk koma eftir helgina. pSp’ Aðalstöðin hf. □ B Bílabúð - Sími 1517 TEPPAHREINSUN Tökum að okkur hreinsun áteppum, með nýj- um og góðum vélum. - Uppl. í síma 2564. er fólk á aldrinum 14-18 ára, en að sjálfsögðu getur fólk á öllum aldri æft sjálfsvarnarlist." Hvaða munur er á Kung-Fu og karate? bogadregnar en karate hreyfing- ar eru beinar og stífar. Kung-Fu gefur þér því miklu fleiri mögu- leika en karate." Eitthvað að lokum? ,,Kung-Fu og karate eru runn- in af sömu rótum og hafa þróast sitt í hvora áttina. Kung-Fu hefur með tímanum skipst i mörg hundruð stíla, en karate skiptist ekki nema í 5-6 stíla. Kung-Fu hreyfingar eru allar mjúkar og „Ekki nema það að sýningar okkar kosta ekki nema 700 kr., þannig að ef einhver félög vilja fá okkur á skemmtanir hjá sér, t.d. þorrablótin eftir áramótin, þá er bara að hringja í Ella í síma 2589 eða Þorgeir í síma 2416. Þessar stúlkur heita Bylgja Dís Gunnarsdóttir (t.v.) og Rakel Linda Gunnarsdóttir, en þær héldu hlutaveltu að Heiöargarði 11 í Keflavík til styrktar Sjálfsbjargar. Ágóðinn varð 100 kr.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.