Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. október 1981 17 VÍKUR-fréttir Arkitektastofa opnuð í Keflavík: Teikniþjónustan Nýlega var opnuð arkitekta- stota í Keflavík að Tjarnargötu 3, III hæð, undir nafninu TEIKNI- ÞJÓNUSTAN. Eigandi hennarer Páll Bjarnason arkitekt. Starfs- svið Teikniþjónustunnarerskipu lag bæja og hönnun alls konar bygginga, innréttinga og við- bygginga. Einnig hefur hún á boðstólum staðlaðar teikningar af íbúðarhúsum. Að sögn Páls telur hann mikla þörf fyrir þessa þjónustu hér á Suðurnesjum þar sem engin arkitektastofa sé hér á svæðinu, og þarf fólk þvíaðleitatil Reykja- víkur eftir henni. Kvaðst Páll vona að bæjar- og sveitarfélög, svo og einstaklingar myndu not- færa sér þjónustu hans, en Teikniþjónustan er opin á mánu- dögum og miðvikudögum frá kl. 9.30-17, og síminn er 3525. Brjóstmynd af Guðmundi Snæland Eins og flestum Keflvíkingum mun sjálfsagt vera kunnugt, and- aðist Guðmundur H. Snæland munnhörpusnillingur, sl. sumar. Guðmundur var einn af þeim sem settu sérstakan svip á mann- lifið í Keflavík og heyrir til þeirri kynslóð sem kom utan af landi á gullgrafaraárum Suðurnesja upp úr 1950 og nam hér land. Ekki fer hjá því að maður sem Guðmundur eignaðist marga vini og kunningja á lífsleiðinni. Að vísu var Bakkus konungur hans trúfasti förunautur, sem markaði sín spor á Guðmund og var honum fjötur um fót í sam- skiptum við sína samferðamenn. Þrátt fyrir það bar Guðmundur ekki kala til nokkurs manns og vildi öllum gott gera. Nokkrir af vinum Guðmundar Tveir atvinnu- rekendur gjaldþrota Þann 4. sept. sl. birti skiptaráð- andinn í Keflavik og Gullbringu- sýslu tilkynningu um skiptalok á búum tveggja atvinnurekenda, í Lögbirtingarblaðinu. Þarna var um að ræða bú Guð- mundar Péturssonar, Suðurgötu 22 í Keflavík, sem tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði uppkveðnum 7. ágúst sl., og bú Fiskverkunar Guömundar Þór- arinssonar hf. í Garði, sem tekið var til gjaldþrotaskipta skv. dómi þar um frá 11. júní sl. Engar eignir fundust í báðum þessum búum og varskiptum þvi lokið 4. sept. sl. hafa ákveðið að stofna sjóð til minningar um hann Verkefni sjóðsins yrðu aö láta gera veg- legan legstein á leiði hans, einnig að geraafsteypu af brjóst- mynd, sem einn af vinum hans var vel á veg kominn með þegar Guðmundur andaðist. Þess er hér með farið á leit við þá er hug hafa á að Ijá máli þessu lið, að líta við á afgreiðslu blaðs- ins og láta nokkrar krónur af hendi rakna máli þessu til fram- gangs, um leið og þeirlitaágips- afsteypu sem þar er til sýnis. Ellert Eiriksson Sigurjón Vikarsson Erlingur Jónsson InnRömmun SuDjynnesun Ml Vatnsnesvegi 12 Keflavík - Sími 3598 ALHLIÐA INNRÖMMUN. ^OPIÐ 1-6 VIRKA DAGA OG 10-12 LAUGARDAGA. Mikið úrval af hollenskum myndarömmum, hring- laga og sporöskjulaga römmum. - Vönduö vara. Þaö sem búiö er aö lofa er nú tilbúið. Þeir sem eiga eldri pant- anir, vitji þeirra nú þegar því annars veröa þær seldar fyrir kostnaöi. ROSENTHAL Glæsilegar gjafavörur. Aðeins það besta. MÁLVERKASALA m.a. verk eftir Gunnar örn o.fl. Mikiö úrval af hlnum sivinsælu BLÓMAMÁLVERKUM. i? |i ']li Kosta Boda vörurnar fyrirliggjandi. Mjög hentugar gjafavörur. Miðnesingar Sandgerðingar Þriðji gjalddagi útsvars og að- stöðugjalda var 1. okt. sl. Gerið skil á gjalddaga og forð- ist kostnað og önnur óþægindi. Sveitarstjóri Tek að mér almenna gröfuvinnu Hef til leigu M.F. 70. - Uppl. í síma 1423. Jóhann Sigvaldason, Nónvörðu 11, Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.