Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 08.10.1981, Blaðsíða 18
l^Z^TRÉTTIB Fimmtudagur 8. október 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suöurnesjamanna. Fíkniefnaneytendur á Suðurnesjum Allt niður í 14 ára Spjallað við Óskar Þórmundsson, rannsóknar lögreglumann í ávana- og fíkniefnamálum FfKNIEFNAMÁL ALGENG HÉR Fyrir utan Reykjavík, þá er Keflavík eini staðurinn á landinu þar sem starfar sérstök rann- sóknarlögregla að ávana- og fíkniefnamálum. Líklega er á- stæðan sú, að hér er meöferð slíkra efna algengari en annars staöar. Til þess að forvitnast lít- illega um þessi mál ræddum við við Óskar Þórmundsson, rann- sóknarlögreglumann. Til aö byrja með spurðum við Óskar hvort fíkniefnamál væru algeng hjá lögreglunni hér. Taldi hann svo vera. Um tegundir brota sagði hann að flestir sem lögreglan hefði afskipti af, væru neytendur. Hins vegar benti hann á að athygli lögreglunnar beindist fyrst og fremst að þeim sem flyttu efnin inn og dreifðu þeim. „Inn i þá mynd koma neyt- endur óhjákvæmilega. T.d. þegar neytandi ertekinn er reynt að rekja hvaðan honum barst efnið," sagði Óskar. Þá spurðum við hvaða efni væru algengust. Sagði hann að kanabisefni væru algengust, en þar á eftir kæmu alls konar pillur og morfín. „Afskipti lögreglunn- ar ná hins vegar ekki til þeirra lyfja sem fást á hinum löglega lyfjamarkaði, en það er frum- skógur út af fyrir sig.“ Síðan benti Óskar á nokkrar tegundir mála sem flest snerust um kana- bisefni, eða hass og „gras“. Óskar Þórmundsson MARGIR Á SKRÁ Um fjölda mála sagði Óskarað það sem af væri þessu ári, væru komin u.þ.b. 60 mál, þ.e.a.s. að 60 manns hafa verið handteknir. Ýmist fyrir neyslu á hassi eða innbrot í báta og þjófnað á mor- fíni. „Viðurlög við þessum brot- Framh. á 4. siðu Flakkarinn til Sandgerðis Allar líkur eru til þess að út- gerðarfélagi Njörður hf. í Sand- gerði sé búið að kaupa Flakkar- ann margumrædda af Slippstöð- inni á Akureyri. Búið er að ganga frá kaupsamningi og beðiö er eftir fyrirgreiðslu frá lánasjóð- um, fiskveiðasjóði og byggöa- sjóði, en vonast er til að loforð komi næstu daga. Þessa dagana eru starfsmenn Slippstöðvarinnar að breytaskip inu til togveiða, skv. ósk Njarðar hf., en skipið var fyrst og fremst hannað til nótaveiða. Slippstöðin hefur verið að reyna að selja Flakkarann, sem i rauninni heitir Þórunn hyrna á pappírum, í um tvö ár. Skrokk skipsins, sem er 430 lestir að stærð, keypti Slippstöðin upp- haflega frá Noregi, en þangað hafði skrokkurinn verið keyptur frá Póllandi. Ástæðan fyrir kaup- um Slippstöðvarinnar var í því skyni að brúa dauö tímabil milli verkefna hjá fyrirtækinu, en vegna anna fengu þeir Akurnes- inga til að fullgera skipið að mestu, en lokafrágangur hefur þó farið fram á Akureyri. Útgeröarfélagið Njörður hf. er m.a. eigandi fiskimjölsverksmiðj- unnar í Sandgerði og er ætlun þeirra að gera skipið einnig út til loðnuveiða. Kaupverð þess mun vera nálægt 380 millj. kr. Hitaveitan komin á Keflavíkurflugvöll 16. sept. sl. var heitu vatni frá Hitaveitu Suöurnesja í fyrstasinn dælt inn á Keflavíkurflugvöll, og líður nú senn að því að allar byggingar innan vallargirðingarinnarverði hitaðar upp með vatni frá hitaveitunni. Við athöfnina var staddur Thomas J. Kilcline aðmíráll, yfirmaður flugliðs Átlantshafsflotans, og skrúfaði hann frá krana og hleypti vatninu inn áflugvallarsvæðið. Einnig voru viðstaddir Marshall Brement, sendi- herra Bandaríkjanna á Islandi, Ronald F. Marryott aðmíráll, yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurfluavelli og Helgi Ágústsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Einnig voru viðstaddir nokkrir þingmenn kjör- dæmisins, bæjarstjórnarfulltrúar á Suðurnesjum og stjórn HS, og yfirmenn í bandariska hernum. Líf og fjör í Svartsengi Foreldra- og kennarafélag Barnaskólans I Keflavik efndi til skemmtiferöar i Svartsengi laugardaginn 26. sept. sl. Um 900 manns tóku þátt i ferðinni, sem tókst mjög vel, og var farið i leiki, gengið á fjall o.fl. tilfallandi. Sjá nánar grein inni i blaöinu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.