Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Síða 1

Víkurfréttir - 05.11.1981, Síða 1
20. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 5. nóvember 1981 fCÉTTIC Vandamál hafnanna: Er nú ekki kominn tími til að þessari þróun verði snúið við? Ekki er nóg að skipa nefnd til að kanna málin, gera verður meira. Við státum oft að þvi að í tugi ára hefur Suðurnesjamaður gegnt formennsku í SÍF, Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda, einn af aðalstjórnarmönnum í Hafskip og meðal stjórnarmanna í Sölu- Leikskólinn viö Hólmgarð: Ðáðum tilboð- um hafnað Á fundi bæjarráðs Keflavíkur 27. okt. sl. lagði bæjarstjóri fram tvö tilboð sem borist höfðu i leik- skólann að Hólmgarði 4. Tilboðin voru þessi: Trébærsf..... 380.600 183% Mannvirki sf. .. 333.580 160% Kostn.áætlun . 207.730 100% Bæjarráð hafnaði báöum til- lögunum á þeirri forsendu að þau væru of langt yfir áætlun, og felur bæjarstjóra að kanna aðra möguleika. verum samtaka í miðstöð hraðfrystihúsanna er einnig Suðurnesjamaður, svo eitthvaö sé nefnt. Athygli vekur að sumir þessara manna eru einnig stjórnarmenn i Skipaaf- greiðslu Suðurnesja og ættu því að vera öllum hnútum kunnugir. Er því til of mikils mælstað þessir menn beiti einnig áhrifum sinum til að mál þettafái farsælar lyktir? Þetta er stórmál og snýst ekki eingöngu um atvinnutap nokk- urra manna. heldur rýrir það at- vinnumöguleika fjölda þjónustu- fyrirtækja, verslana, tekjumissi fyrir sveitarfélögin, hafnirnar og ýmsa aðra aðila. Verði rétt haldið á málum þýðir lausn þessa máls einnig lægra vöruverð fyrir neyt- endur. Látum því málið ekki lengur dragast, stöndum saman, Suðurnesjamenn, allir sem einn maður, og beitum áhrifum okkar fyrir því að allar vörur frá og til Suðurnesja fari um heimahafnir. Sandgerðistogararnir Ólafur Jónsson og Sveinn Jónsson í Keflavíkur höfn sl. föstudag. Suðurnesjamenn, rétti okkar í síðasta tölublaði var minnst á Þá ískyggilegu þróun á skipa- komum til Landshafnarinnar, sem orðin er staðreynd. Þróun þessi hetur ekki einungis bitnað á umferð um Landshöfnina, heldur einnig varðandi aðrar hafnir á Suðurnesjum. Þessari þróun verður að snúa við. Gera verður skýlausar kröfur til sölu- samtaka, skipafélaga og annarra útflytjenda, að afurðir okkar verði teknar um borð á Suður- nesjum. Á Suðurnesjum hefur lengst af verið framleitt mikið af saltfiski, allt upp í 40% af heildarfram- leiðslu landsmanna. Varðandi aðrar fiskfurðir er talið að hér sé framleitt um 20% og þvi ætti ekki að þurfa að ræða jafn sjálfsagt mál og það, að afurðirnar verði fluttar héðan beint út. Framleið- endur mega ekki láta skipafélög- in bjóða sér upp á slíka þjónustu, að aka heilum skipsförmum til útskipunar I Reykjavik og Hafn- arfirði, eins og minnst var á í síðasta blaði. Um innflutning gildir sama máli. öll vara, jafnvel þó hún sé skráð á farmskírteini til Suður- nesjahafna, er tekin í land í Reykjavík og síðan ekið hingað suður, þrátt fyrir að hér sé til staðar bæði tollvörugeymsla og nú loks vöruskemma. Gerð hefur verið könnun á vörumagni því sem skipaö var upp í Reykjavík 1979 og ekið síðan hingað suður. Kom m.a. i Ijós, að rúmum 2.400 tonnum af ýmis konar neysluvöru og tæp- um 4000 m3 af timbri og hjalla- efni var skipað upp í Reykjavík þrátt fyrir að á farmskirteinin væri ritað að viðtökustaöur bæri Suðurnesjahafnir. Vex klofningsframboð- inu fiskur um hrygg? Ungir Alþýðuflokksmenn „heitir“ Eins og skýrt var frá i síðasta tölublaði hafa ungliðar innan Framsóknarflokksins áhuga á sérframboði I næstu bæjarstjórn- arkosningum. Eins og við mátti búast voru viðbrögð manna mis- jöfn. Sumir töldu að loksins hefði einhver talað af viti um bæjar- málapólitikina. Aðrir töldu að hér væri á feröinni þröngur hópur manna sem væri einfaldlega í fýlu. Enn aðrir töldu að hér væri komin keflvísk „Möðruvalla- hreyfing". En óánægja virðist ríkja víðaren innan Framsóknar- flokksins. Eins og fram kemur i viðtali við Gunnólf Árnason, formann Fé- lags ungra jafnaðarmanna, ann- ars staðar í blaðinu, hafa margir ungkratar áhuga á framboði þessu. Virðist sem svo, að meðal ungra manna i Alþýðuflokknum, sem og Framsóknarflokknum, ríki megn óánægja með hvort tveggja, bæjarmálin sem og flokkana. í sem stystu máli má segja aö afstaða þeirra sé þessi: í fyrsta lagi er ógerningur aö sjá nokk- urn mun á þeim flokkum sem eiga fulltrúa í bæjarráði. Sam- tryggingin og embættismanna- valdið er orðið slíkt, að jafnvel duglegir og áhugasamir félags- menn eru útilokaöir frá störfum og ákvöröunum. I öðru lagi hafi heilu ættunum tekist að hreiðra um sig og ná forystu innan flokk- anna. Þær endurnýja sig síðan sjálfar með þvi að frændur taka við af frændum, synir og tengda- synir af feðrum o.s.frv. í þriðja lagi er sérstaklega bent á það hlutverk sem embættismenn eru að fá hér um slóðir. Vald þeirra er nánast orðið mun meira en kjör- inna fulltrúa. Til hvers eru þá bæjarstjórnarkosningar? Hvarer þá lýðræðið? Sú staöreynd að óánægja þessi hefur sérstaka tilvísun í ungt fólk, felst m.a. I þvi, að það virðist með öllu útilokað frá störfum, a.m.k. innan þessara flokka. Þannig segir Gunnólfur þegar hann er spurður um þetta atriði: „Ungt fólk er kannski ekki úilokaö frá starfi, það má náttúr- lega benda á að þeir í flokkseig- endafélaginu hafa komiö með ungt fólk úr sinum ættum. Við sem hinsvegarerumekkitengdir þessum mönnum, komum aldrei neinum málum frarn."

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.