Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 4
VIKUR-fréttir 4 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 Stofnun Söguféiags Suðurnesja Að undanförnu hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Sögufélags Suðurnesja og jafn- framt undirbúningur að endur- reisn félagsins Ingólfs, sem var sögufélag og náði yfir allt land- nám Ingólfs, frá Hvalfjarðarbotni og austur að Ölfusá. Undirbúningur að stofnun heildarfélagsins hefur mest hvílt INIBINI Loðfóðraðir skíðagallar og úlpur. Verslunin BARNIÐ Hafnargötu 35, Keflavík Sími3618 RAFBÚÐ R.Ó. Hafnargötu 44 - Keflavík Sími 3337 Keramik lampar Hagstætt verð. Yfir 30 gerðir af Ijóskösturum og brautum. Skíði ’82 með Atlantik til Tyrol BROTTFARARDAGAR: 16. jan., 30. jan., 13. febr. og 27. febr. ’82. 14 DAGAR, hálft fæði, ferðir og fararstjórn. VERÐ KR. 6.820.- HÓTEL PINZGER í Stumm Zillertal Tyrol öll herbergi með baði. Sauna og fullkomin aðstaða á hóteli. FERÐASKRIFSTOFAN (ltOVTM( KEFLAVÍKURUMBOÐ: Pétur Jóhannsson Vatnsnesvegi 14 - III. hæö - Sími 2900 á herðum sagnfræðinganna Björns Þorsteinssonar og Stein- gríms Jónssonar, og það félag verður endurreist í Hafnarfirði 14. nóv. n.k., en hugsað er að Sögufélag Suðurnesja verði í einhverjum tengslum við þetta heildarfélag, annað hvort deild úr því ellegar að það standi ásamt félaginu að útgáfu tíma- rits. Sunnudaginn 1. nóv. sl. var haldinn fundur um þetta mál og sóttu hann 14 manns. Þar var kosin undirbúningsnefnd sem er skipuð Jóni Böðvarssyni, Skúla Magnússyni og Guðleifi Sigur- jónssyni, sem fék vikutíma til þess að undirbúa aðalfund, raunverulegan stofnfund, sem haldinn verður i Fjölbrautaskóla Suðurnesja næsta sunnudag, 8. nóv. kl. 17. Þar verður gengið frá lögum félagsins og þar á meðal ákveðið um tengsl við heildarfé- lagið og einnig kosin stjórn og sett verkefnaskrá. Suðurnesjamenn eru hvattirtil þess að sækja fundinn í Fjöl- brautaskólanum á sunnudaginn, þannig að frá upphafi geti félag- ið orðið fjölmennt og þróttmikið. Vetrarstarf KFUM og K hafið KFUM og K hafa keypt húsnæði að Hátúni 36 i Keflavík og þar verður vetrarstarfsemin í ár. Efni fundanna er ýmislegt, bæði til fróðleiks og skemmtun- ar, t.d. myndasýningar, frásagn- ir, leikir og mikill söngur. Á hverjum fundi er einnig stutt hugleiðing um einhvern kafla Biblíunnar og gildi kristinnar trúar. Fundir er á eftirtöldum tímum: Fimmtudaga kl. 20, drengir 9- 12 ára. Föstudagur kl. 20, unglinga- deild KFUM og K, 13 áraog eldri. Laugardaga kl. 10.30, stúlkur 9-12 ára. í Sandgerði eru fundir KFUK á laugardögum kl. 13.30. Ekki ber á öðru en aö allir hafi gaman af því sem fram fer. 5. fl. ÍBK rótburstaði KR Körfuknattleikurinn hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og ekki sist hér á Suðurnesjum. Ekki hefur verið óalgeng sjón að sjá smápolla drippla körfubolta um borg í bí og í hvers kynsveðr- um. Þessi áhugi virðist nú vera far- inn að bera árangur í keppni. Um síðustu helgi vann 5. fl. drengja ÍBK það einstæða afrek að sigra jafnaldra sína I KR með 90 stigum gegn engu. Þetta er ekki prentvilla. Með slíkan efnivið er ekki við öðru að búast en að Keflvíkingar verði stórveldi I körfunni, þegar fram líða stundir. Sveinborg - nýr togari (sstöðin hf. I Garði hefur keypt skuttogarann Guðmund ÍTungu frá Patreksfirði, 13 ára gamalt skip smíðað í Noregi, 299 tonn að stærð. (sstöðin hefur ákveðið að skipið heiti Sveinborg GK. Með þessum kaupum eru gerðir út þrir togarar í Garði og er (sstöðin aðili að þeim öllum, hin- ir eru eini síðutogari (slendinga, Ingólfur GK, og togarinn Erling- ur GK, sem er eign Fjarðar hf. Þá er væntanlegur fljótlega fjórði togari Garðmanna, en þar er um að ræða skip þaö sem Garðskagi hf. kaupir notað frá Englandi. AUGLÝSIÐ í VÍKUR-FRÉTTUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.