Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1981 5 Greinargerð Hitaveitu Suðurnesja: Gruggið í heita vatninu: Útúrsnúningur og í Víkur-fréttum, 19. tbl., er mjög athyglisverð frétt þar sem segir að bæjarstjórn Keflavíkur krefjist skýringa á snögglegri lækkun hitans á vatninu frá Svartsengi, ásamt óhreinindum. Það er jafnfurðulegt að fleiri sveitarstjórnir skuli ekki láta í sér heyra um þetta, eftir að hafa lesið greinargerð frá Hitaveitunni í sama blaði. Það er staðreynd, að síðan um miðjan seþt., þegar ognað var fyrir vatnið á Keflavíkurflugvöll, hefur verið hið mesta ólag á vatn- inu hér í Sandgerði. Hitinn lækk- aði úr þetta 78-79° niðurí65-68° auk þess sem vatnið hefur verið dökkt af óhreinindum. Það er einkennilegt, að með auknum búnaði Hitaveitunnar skuli nýting hennar stórlega lækka, því í mörgum eldri húsum lélega einangruðum og vinnslu- sölum sem nota hitablásara, eru 65-70° alls ekki nægur hiti. ,,Það einfalda lögmál eðlisfræðinnar sem ekki er hægt að breyta", er því bara útúrsnúningur og hroka- ÍBK selur auglýsing ar í íþrótta húsinu (þróttaráð Keflavíkur hefur samþykkt að veita heimild fyrir uppsetningu auglýsingaspjalda til íþróttafélaga innan ÍBK. Iþróttaráð mælir með að auglýsingaspjöldin verði 1 m á hæð og lengd breytileg en minnst 1 m. Með þessu er átt við að (BK hefur heimild til söluaug- lýsinga i (þróttahúsi Keflavíkur og úthlutarstjórn þessöllum inn- an bandalagsins, s.s. körfuknatt- leiks-, handknattleiks- og frjáls- iþróttaráði rétt til sölu á auglýs- ingum i ákveðinn tima. Þegar fundargerðin um þetta efni kom til umfjöllunar bæjar- stjórnar Keflavíkur, lagði Karl Sigurbergsson fram eftirfarandi bókun: ,,Ég er á móti því að fé- lagasamtökum sé veitt heimild til fjáröflunar með uppsetningu auglýsingaspjalda í íþróttahúsi Keflavíkur. Ég tel að styrkja beri ÍBK og önnur félagasamtök eftir öðrum eðlilegum leiðum, og greiöi því atkvæði á móti þessu.“ Málið var samþykkt með einu mótatkvæði í bæjarstjórn. Auglýsinga- síminn er 1760 Vatnstankurinn á Fitj- um sökudólgurinn hrokagikksháttur gikksháttur. Við Oþnun fyrir heita vatnið á Keflavíkurflugvöll létu topp- menn Hitaveitu Suðurnesja mjög mikið af því hagræði er þau við- skipti sköpuðu, og það er vel, en ef hagræði á vatnssölunnar þangað er á kostnað byggðar- laganna, þá er það illafarið. (ján. 1980 borgaði ég kr. 24.400 fyrir heita vatnið, en í sept. 1981 kr. 58.835. Þetta sýnist mér vera um 142% hækkun. Á sama tíma lækkar hitinn á vatninu úr 78° í 68° og það sýnist mér vera um 12.5% skerðing á varmanýtingu. Það er stórt stökk. Um óhreinindin i heita vatn- inu dettur mér helst í hug að for- ráðamenn Hitaveitunnar séu að fiska í gruggugu vatni sem svo skuli jafnað í byggðarlögin utan flugvallar. Það er mjög slæmt, ef þetta þjóðþrifa fyrirtæki ætlar að bregðast góðum vonum manna og verða enn eitt ríkið í ríkinu. Guðmundur Vigfússon Sandgerði „Mér skilst að þetta sé að mestu leyti horfið," sagði Ingólf- ur Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, ar við spurðum hann um óhreinind- in sem verið hafa í heita vatninu að undanförnu. „Menn frá okkur hafa verið að skola út í öllum byggðum og það á að vera orðið alveg hreint, en það erekki hægt að útiloka að óhreinindi geti leynst í einni og einni heimæð." Hver er orsök þessara óhrein- inda? „Orsökin er talin vera frá nýja tanknum á Fitjum, sem var settur inn fyrir um mánuði síðan. Verið er að setja inn nýja tanka, sáelsti er búinn að vera inni í allt sumar, og svo þessi sem ég nefndi áðan. Það er alltaf hætt við að af svona stórum stálfleti þá hreinsist ryð og önnur óhreinindi sem berst svo í vatnið. Ég vona því að vatnið sé orðið hreint að nýju." Vatnstankar á Fitjum L.K. RAUÐHETTA L.K. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir barnaleikrit- iö Rauðhettu eftir Évaní Schwarz, laugardaginn 7. nóv. kl. 17 í Félagsbíói. 2. sýning þriðjudaginn 10. nóvember. InnRömmun SuDunnesun Vatnsnesvegi 12 - Keflavík - Sími 3598 ALHLIÐA INNRÖMMUN OPIÐ 1-6 VIRKA DAGA OG 10-12 LAUGARDAGA. Mikið úrval af hoilenskum myndarömmum, hringlaga og sporöskju laga römmum. - Vönduð vara. Það sem búið er að lofa er nú tilbúið. Þeir sem eiga eldri pantanir, vitji þeirra nú þegar, þvi annars verða þær seldar fyrir kostnaði. ROSENTHAL - glæsilegar gjafavörur. - Aðeins það besta. MÁLVERKASALA m.a. eftir Gunnar örn o.fl. Mikið úrval af hinum sívinsælu BLÓMAMÁLVERKUM. KOSTA BODA vörurnar fyrirliggjandi. - Mjög hentugar gjafavörur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.