Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 VÍKUR-fréttir Fundur um iðnþróunarmál Fimmtudaginn 22. okt. sl. var haldinn fundur um iðnþróunar- mál, á vegum Iðnaöarmannafé- lags Suðurnesja. Frummaelandi var Pórir Aðalsteinsson, nýráð- Bíiakaup hjá Stakki Björgunarsveitin Stakkur hef- ur ákveöið að endurnýja bílakost sinn í vetur. Pantaðir hafa verið tveir Volvo-bílar af lapplander- gerð. Áætlað er að verð þeirra til sveitarinnar verði milli 80 og 90 þús. kr., en til að fjármagna kaupin gera þeir Stakks-félagar sér vonir um að geta selt gömlu bílana, þannig að þetta verði sveitinni ekki svo erfitt. inn iðnþróunarfulltrúi Suður- nesja. Að loknu máli Þóris voru frjáls- ar umraeður. Mikið var rætt um fjármögnun fyrirtækja og þau vaxtakjör og lánsmöguleika sem fyrir hendi eru, samkeppnisiðn- aðinn, vegna niðurgeriðslu er- lendra aðila á varningi til útflutn- ings og viðgerðirá skipum, fram- leiðsluvörur Alternators hf., sem eru taldar mjög vandaðar og voru ódýrari en erlendar en fást nú niðurgreiddar frá samkeppn- isaðilum erlendis fra og að sjálf- sögðu misjafnar að gæðum. Elsa Kristjánsdóttir, oddviti í Sandgeröi, ræddi málin frá sjón- arhóli sveitarstjórnarmanna og lagði fram ósk um að Iðnaðar- mannafélag Suðurnesja hefði forgöngu um viðræður við sveit- arstjórnir um iðnaðarmál. Mikið var rætt um byggingu iðngarða, er gætu gefið áhuga- sömu ungu fólki tækifæri til að hefja rekstur i iðnaði og ýmsum þjónustugreinum og m.a. vakin athygli á sliku framtaki á Selfossi þar sem bæjaryfirvöld hafa byggt myndarlega og síðan leigt undir slíka starfsemi til 5 ára, en þá gefst mönnum kostur á að kaupa viðkomandi húsæði. Slík húsnæði þyrftu að vera fullgerð að ytra útliti og umhverfi, en mikið hefur vantað á að einka- aðilar hafi átt möguleika á að fullgera sín iðnaðarhúsnæði og umhverfi þeirra. Þá kom fram að Keflavíkurbær væri með í athug- un að koma upp iðngörðum. Þá voru ræddar iðnþróunar- áætlanir Suðurnesja og þótti mönnum ekki nægilegt samband milli sveitarstjórna og félaga iðn- aðarmanna um þau mál. Einnig kom fram að nú þurfi að gera frekara átak í að fá íslenska Aðalverktaka til að fjárfesta á Suðurnesjum en ekki í Fteykja- vík, eins og gert hefur verið. Af- rakstur þeirra verður þó til hér. Samþykkt var tillaga þess efnis, að Iðnaðarmannafélag Suðurnesja beitti sér fyrir stofnun félags um byggingu iðn- garða á Suðurnesjum. Dagsektir við íþróttahúsið Seinkun hefur orðið á bygg- ingaframkvæmdum við 2. áfanga íþróttahússins í Keflavík og hefur íþróttaráð ákveðið að beita dag- sektum vegna seinagangs verk- takans. Verktakinn hefur lýst því yfir að verki verði endanlega lokið um miðjan þennan mánuð, sem er sá tími sem tilsettur var í upphafi. Gjörbreytt útlit VÍKURS^® Nýr inngangur VÖRUVALIÐ ER HJÁ OKKUR. Úrvals ávextir - Grænmetisúrvalið er hjá okkur. Einnig fatnaður og margt fleira. Athugið vörumarkaðsverðið okkar: Sykur á aöeins kr. 5.65 pr. kg. Rydens kaffi á aðeins kr. 11.40 pr. pk. FERSKAR KJÖTVÖRUR: Hakk LAMBA- \ Saltkjötshakk - Gúllash Snitsel FOLALDA- Hakk - Buff - Gúllash SVÍNA- Hakk - Lundir - Kótelettur NAUTA- Hakk Hamborgarar Snitsel Gúllash Roast beef Lundir Filét T-bone Hryggsneiðar VÍKURBÆR VÖRUMARKAÐUR - OPIÐ ALLA DAGA - LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA - OPIÐ ALLA DAGA -

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.