Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 VÍSOJR-ffréttir Skíöafófe Aðalfundur (stofnfundur) Skíðafélagsins á Suðurnesjum varður haldinn mánudaginn 9. nóvember n.k. kl. 20.30 í sal Gagnfræðaskóla Keflavíkur. - Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla undirbúningsstjórnr 2. Tillaga að lögum félagsins 3. Kosning aðalstjórnar félagsins 4. Önnur mál. Allir aldurshópar hvattir til að mæta á stofn- fundinum. Undirbúningsstjórnin TORG-ÍS Hafnargötu 59 - Keflavík NÝTT! Heitt súkkulaði með ís eða rjóma. Langlokur, 5 teg. - Samiokur, 4 teg. Rúnnstykki m/skinku og osti. Allar gerðir af ístertum og pakkaís bæði frá M.S. og Kjörís. Pantið terturnar tímanlega fyrir jólin. TORG-Í© Hárgreiðsla Hef opnað hárgreiðslustofu að Vatnsnesvegi 17, Keflavík. - Tímapantanir í síma 2478. Helga Harðardóttir Gerum föst tilboð í mótauppslátt, utanhúss- klæöningar, þakviögerðir og aðra trésmíöavinnu. Bygglngaverktakar Skrifstofan er opin alla virka Hafnargötu 17, Keflavík da frá ki 10_12 Sfml 3911 HITAVEITÁ SUÐURNESJA Þjónustu- sfminn er 3536 Næsta blað kemur út fimmtudaginn 19. nóvember. MANNVIRKI SF Wm^M'(ÆmiS/ fpl ' 'W-J IPW - 1 Jt " J mt * 1 r f' ý ■ . Á - " 4 W 13 hlutverk eru í Rauöhettu Refur í kjólfötum? Leikfélag Keflavíkur sýnir Rauðhettu Líklega þekkjum við flest ævintýrið um hana Rauðhettu, litlu stúlkuna sem ætlaði að færa ömmu sinni matarbita, en var þess í stað étin af úlfinum vonda. Þessi saga hefurfyígt uppvaxtar- árum margra kynslóða, samt sem áður virðastvinsældirhenn- ar ávallt jafn miklar. Auk þeirra Rauðhettu, úlfsins og ömmunn- ar, muna flestir eftir veiðimann- inum hugprúða, sem bjargaði Rauðhettu og ömmunni úr kviði úlfsins. Það er hins vegar ekkert sem bannar að hugmyndaríkir rithöfundar leiki sér dálítið meö þetta skemmtilega ævintýri. Það hefur líka verið gert. Einn þeirra er náungi sem heitir Évani Schwarz. 13 HLUTVERK í handriti Schwarz rekumst við á mun fleiri persónuren þærsem að framan eru nefndar. Þannig þurfti að finna leikara í 13 híut- verk, þegar Leikfélag Keflavíkur ákvað að taka Rauðhettu til sýn- ingar. Schwarz þessi bætti nefni- lega ýmsum nýjum dýrum inn í handrit sitt. ( þeirri sögu hefur Rauðhetta eignast margs konar vini i skóginum dularfulia. Fugi- arnir og önnur vinsamleg og hjálpfús dýr reyna eftir mætti að koma henni til aðstoðar. Enda er það ekki bara úlfurinn sem er á eftir henni, heldur hefur ófrýni- legur refur bæst í hópinn. Fullvíst má telja að leikritið sé afar spennandi, enda hefur leik- félagið tekið upp á ýmsum nýj- ungum. T.d. eru búin tii ýmis konar hljóð og fuglasöngur á segulbandi. Þar að auki mun hljómsveitin BOX spiia undir í söngatriðum. FRUMSÝNING 7. NÓV. Leikriti þessu stjórnar Þórir Steingrímsson. Nú, og með aðai- hlutverkin fara þau Jóhann Gíslason, Árni Ólafsson, Bjarney Gísladóttir, ingibjörg Flafliða- dóttir og Hjördís Árnadóttir. Að sögn Dagnýjar Haraldsdóttur, formanns L.K., er þetta frábær sýning, enda vonast hún til aö„ sýningin gangi í svona 10-11 skipti og þá auðvitað fyrir fullu húsi. Sagði Dagný ennfremur, að þegar leikritið yrði frumsýnt þann 7. nóvember, væri búið að æfa í 8-9 vikur. Lagði hún síðan áherslu á að leikritið væri fyrir alla fjölskylduna, þó svoaðyngri kynslóðin hefði mest gaman af því. Þessir strákar heita Siguröur Einar Marelsson (t.v.) og Davíö Óðinn Bragason. Þeir héldu hlutaveltu að Greniteig 26 í Keflavík til styrktar Sjálfsbjargar á Suðurnesjum og söfnuðu 130 kr.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.