Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1981 13 Stórmarkaðir: „Samkeppni til hins betra" - segir Ómar í Víkurbæ Blaðið leitaði til tveggja manna, Ómars Haukssonar, sem nýlega keypti Víkurbæ, og Gunnars Sveinssonar kaupfé- lagsstjóra, og spurði þá hvort þeir teldu að svigrúm væri fyrir fleiri stórmarkaði á Suðurnesj- um.' „Því ekki? Ég tel að eðlileg samkeppni verði til að bæta þjón- ustuna hér á svæðinu," sagði Ómar. „Vissulega eru takmörk fyrir öllu og það er hætt við að með tilkomu fleiri stórmarkaða þá detti einhverjar minni búð- irnar upp fyrir. Áður en menn fara út í þessa hluti verða þeir að gera það upp við sig hvort þeir telji þetta borga sig. Ég gerði það þegar ég ákvað að kaupa Víkur- bæ. ( minum huga verður sam- keppnin til þess að menn haldi sig frekar að efninu, hún veitir aðhald." Aðspurður kvaðst Ómar vona að „kaupmaðurinn á horninu" dytti ekki upp fyrir. „Ég hef sjálfur verið „kaupmaður á horn- inu“ og kunni ágætlega við það. Það er ákaflega gaman að vera í nánum tengslum við fólk, og ég mun að sjálfsögðu halda áfram að reyna að ná sem besta sam- bandi við viðskiptavini mina," sagði Ómar að lokum. „Óttumst ekki Hagkaup“ - segir Gunnar Sveinsson, kaupféiagsstjóri Gunnar Sveinsson kvaðst ekki telja neinar verslanir hér á Suð- urnesjum stórmarkaði. ,,Til dæmis er Sparkaup ekki með nema u.þ.b. 300 ferm. sölurými, og það er enginn stórmarkaður," sagði hann. „Það mætti kalla þessar verslanir stórar búðir, og i Reykjavik eru þær margar af þessari stærð. Það máafturdeila um hvortaðverslanirhérásvæð- inu séu orðnar og margar." Gunnarsagði kaupfélagiðekki óttast samkeppni frá Hagkaup. „Það er ástæðulaust að óttast samkeppni frá Hagkaup meira en einhverjum öðrum." Þessar stúlkur héldu hlutaveltu að Heiðarhorni 14, og létu ágóðann, 150 kr., renna til sjúkrahússins. ÞærheitaRuth Kristjánsdóttir (t.v ) og Guðrún Helga Ingólfsdóttir. ísbarinn hefur opnað aftur Heitar og kaldar samlokur - Hamborgarar Pylsur - Öl - ís - Sælgæti. Opið frá kl. 9-23.30. ÍSBARINN - Hafnargötu 29A - Keflavík VERNDIÐ VÉLINA MEÐ SLICK 50 SLICK 50 er sett saman við smurolíuna í hlut- föllunum 1:4 og látið vera á vélinni þartil skipt er um olíu næst. Efnið eykurslitþol vélarinnar, sparar eldsneyti, eykurorku, auðveldargang- setningu. SLICK 50 er notaðaðeinseinusinni. Húðunin endist lífaldur vélarinnar. SMURSTÖÐ AÐALSTÖÐVARINNAR Tónlistarfélag Tónlistarskóli Keflavíkur Keflavíkur JASSKVÖLD í húsakynnum Tónlistarskólans, Austurgötu 13 í Keflavík, í kvöld, fimmtudag 5. nóv. kl. 20. VIÐAR ALFREÐSSON OG FÉLAGAR. WORLD CARPET’S gólfteppi Gólfdúkur - Mottur - Dreglar Hreinlætistæki - Vaskar POLYTEX úti- og innimálning 10% afsláttur út á afsláttarkort. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn & Skip - Sími 1505 - 2616 SOLSTISIPSB Ekki er ráö nema í tíma sé tekið. Verið tímanlega fyrir hátíðarnar. SOSLSTISIP8S Hafnargötu 20 - Keflavík - Sími 1007 Undanfarið hafa svokallaðir stórmarkaðir verið að ryðja sér til rúms hér í Keflavík og reyndar í Njarðvik líka. Víkurbær og Kaup- félagið hafa til skamms tíma verið í fararbroddi á þessu sviði. Kaupfélagið er nú með stór- markað í byggingu á bæjarmörk- um Keflavíkur og Njarðvikur. Hagkaup í Reykjavík hefur einnig falast eftir lóð í Njarðvík undir dtarfsemi sína. Þessir stórmarkaðir versla öðru fremur með matvörur og þar er samkeppnin mest.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.