Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.11.1981, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 5. nóvember 1981 VÍKUR-fréttir ÍBK sigraði Skallagrím 36:11 3. deildar lið (BK í karlaflokki hefur spilað 5 leiki það sem af er keppnistímabilinu. í fyrsta leiknum töpuðu okkar menn naumt, 19:18, fyrir Ár- manni. Annar leikurinn átti að fara fram 17. okt., og átti (BK þá að leika gegn Reyni Sandgerði, en leiknum var frestað til 20. okt. vegna þess að dómarar létu ekki sjá sig, eins og lesendum er kunnugt, áhorfendum, leik- mönnum og öörum starfsmönn- um til sárra vonbrigða. Leikur- inn fór fram 20. okt. og sigraði (BK með 9 marka mun, 26:17. 3. leikurinn fór fram á Akur- eyri 23. okt. gegn Þór. Eftir hörku spennandi leiksigraði Þór 25:22. Fjórði leikurinn fór einnig fram á Akureyri 24. okt. og var þá leikið gegn Dalvík. Sá leikur var líka mikill baráttuleikur, en á endanum lágu Dalvíkingar og sigraði ÍBK 31:22. Siðasti leikurliðsinsvaríBorg- arnesi sl. laugardag, en þar lék þaö við Skallagrím. Sigraði ÍBK auðveldlega 36:11. Miðnesingar Sandgerðingar Lögtaks- úrskurður Samkvæmt beiðni sveitarstjóra Miðnes- hrepps úrskurðast hér með, að lögtak fyrir ógreiddu útsvari, aðstöðugjaldi og fast- eignagjaldi til Miðneshrepps fyrir gjald- árið 1981, getur farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu lögtaksúrskurðar þessa. Sýsiumaðurinn i Gullbringusýslu Jón Eysteinsson (sign.) Gott framlag Suðurnesjamanna Hin árlega fjársöfnun til líknar- og hjálparstarfs heimssamtaka sjöunda-dags aðventista fór fram nýlega og bar að venju góð- an árangur. Heildarupphæð söfnunarinnar í ár hér á Suður- nesjum nam kr. 90.300, sem er 117% hækkun frá í fyrra. Hluta af því sem inn safnast á hverju ári ervariðtil kaupaá mat- vælum, lyfjum og klæðnaði sem sent er frá aðalstöðvum aðvent- ista í hverjum heimshluta milli- liðalaust til þeirra staða sem vegna brýnna þarfa hverju sinni fá úthlutað úr sjóðnum. Þar taka trúboðar og annað starfsfólk samtaka aðventista við sending- unum og sjá um að koma þeim beint og ósnortnum til dreifingar á meðal þurfandi. Hinum hlutan- um er varið til að reisa sjúkra- skýli á svæðum sem engin sjúkra hús hafa og koma á fót mennsta- stofnunum sem veita þeim inn- fæddu þekkingu og tækni til sjálfsbjargar. Stjórn Suðurnesjasafnaðar aðventista færir hér með Suður- nesjamönnum alúðarþakkir fyrir þeirra góða og mikilvæga fram- lag í ár, sem á eftir að bjarga þús- undum frá því aö verða hungur- morða eða deyja úr sjúkdómum og verður einnig virkur þáttur í að búa illa settum mönnum, konum og börnum betri lifsaf- komumöguleika. Hreinsað til á Landshafnarsvæðinu Stjórn Landshafnarinnar hefur samþykkt að skrifa bréf til þeirra aðila, sem eru með hesthús á Fitjum i óleyfi Landshafnarinnar. og fara fram á að þau verði fjar- NJARÐVÍKURBÆR Útsvar Aðstöðugjald Fjórði gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda var 1. nóv. sl. Dráttarvextir eru 4.5% pr. mánuð. Athygli skal vakin á því að lögtök eru hafin á vangreiddum gjöldum. Greiðið reglulega til að forðast kostnað og frekari innheimtuaðgerðir. Bæjarsjóður - Innheimta lægð hið fyrsta, annars verði það gert á kostnað eigenda húsanna. Þá hefur stjórnin samþykkt að fjarlægja gamla skúra af hafnar- svæðinu, svo og taka niður gamla Ijósastaura á aðal hafnar- garðinum í Keflavík. Einnig verði athugað með að breikka að- keyrslu inn á suðurbryggjurnar í Keflavík. ÓLGA ( FJÖLBRAUT Framh. af baksiðu farið með þann jákvæða vísi að fullorðinsfræðslu, sem komin er í FS.“ Einn kennaranna sagði ráðuneytið vilja ,,leggja allaröld- ungadeildir niður í landinu, til þess að geta stokkað upp nýtt kerfi eftir eigin höfði." Á fundinum var samþykkt ályktun nemenda þar sem m.a. segir: ,,Við teljum, að verið sé að skerða verulega möguleika full- orðinna á aukinni menntun, verði ekki hægt að starfrækja öldungadeildina áfram. Við viljum mótmæla þvi, að öldungadeildir úti á landsbyggð- inni svari ekki kostnaði og þar með, að fólki sé mismunað eftir búsetu, hvað varðar menntunar- möguleika." Einnig segjast nemendur styðja „kennara i FS af alhug í fyrirhuguðu verkfalli, veröi ekki hjá svo róttækum aðgerðum komist."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.