Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 19. nóvember 1981 VÍKUR-fréttir Byggöasafn Suöurnesja Vatnsnesi er opiö sunnudaga kl. 14-17. almenna gröfuvinnu. Hef til leigu M.F.-70. Uppl. í sima 1423. Jóhann Sigvaldason Nónvörðu 11, Keflavik SPORT PORTIÐ Loöfóðruö stígvél. Stærðir: 22 - 45. Verð frá kr. 130,00. SPORT PORTIÐ Hringbraut 92 - Keflavík Simi 2006 TRAKTORSGRAFA Tek að mér alla almenna gröfuvinnu. Sigurður Jónsson, Sími 7279 BASAR Systrafélagiö Alfa heldur basar í Safnaöarheimilinu Blikabraut 2, Keflavík, sunnudaginn 22. nóvem- ber kl. 2 e.h. Stjórnin Hafnar eru á vegum Húsagerðarinnar hf. í Keflavík framkvæmdir við verslunar- og íbúðarhús, að Hólm- garði 2, á lóðinni norðan við dagheimilið Garðasel. (búðarhúsnæðið verður á þremur hæðum, alls 5.991 rúmm. Verða þar alls 18 íbúðir í tveim stigagöngum, annar með 10 íbúðum, hinn með 8. Verslunar- og skrifstofuhúsnæðið er kjallari og 2 hæðir, alls 6.305 rúmm. Verslanir verða á 1. hæð en skrifstofur á 2. hæð. Ef allt gengur að óskum er reiknað með að húsið verði steypt upp á næsta ári og fokhelt fyrir ára- mótin, íbúðirnar þó kannski eitthvað fyrr. Vaxandi skíðaáhugi Mánudaginn 9. nóv. sl. var haldinn stofnfundur Skíðafélags Suðurnesja, í Gagnfræðaskólan- um í keflavík. Fjölmenni var á fundinum og urðu stofnfélagar 185. Fundarstjóri var Ásgeir Ein- arsson. Kristján Pétursson setti fund- inn og fluttí skýrslu undirbún- ingsstjórnar. I ræðu hans kom meðal annar fram, aö mjög mikill og vaxandi áhugi væri fyrir skíðaíþróttinni á Suðurnesjum. Hann greindi frá ýmsum skipu- lagsþáttum sem þyrfti að leysa áður en vetrarstarfið hæfist, m.a. skipulagðar ferðir í skíðalöndin, útgáfu félagsskírteina, símsvara fyrir Suðurnesin, þar sem upp- lýsingar yrðu veittar um ástand vega, veðurfar og skíðafæri. Einnig greindi hann frá mögu- leikum á afslætti skíðabúnaðar í verslunum, skíðalyftum og skíðakennslu. Hreggviður Jónsson, formað- ur Skíðasambands Islands, mætti á fundinn og færði félag- inu árnaðaróskir. Sigurður Jóns- son ásamt fleiri skíðakennurum grelndu frá skíðaskóla hans, sem starfræktur verður næstkomandi vetur. Þá lýsti Steindór Sigurðs- íon viöhorfum sinum til ferðaáætlana hópferðabifreiða til skíðalandanna. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir Skíðafélag Suðurnesja. I aðalstjórn voru kjörin: Formaður: Pétur Jóhannsson. Varaform.:.Þóra Júliusdóttir. Ritari: Sjöfn Sigfúsdóttir. Gjaldkeri: Hörður Hilmarsson. Spjaldskrárritari: Ástríður Guðjónsdóttir. Formaður félagsins hvetur þá sem stunda skíði, en hafa ekki skráð sig í félagið ennþá, að gera það hið fyrsta, því styrkurfélags- ins er falinn í fjölda félaga. Nyir félagsmenn eru skráðir a skrif- stofu Péturs Jóhannssonar, að Vatnsnesvegi 14, III. hæð, (sama húsi og Verslunarbankinn), i sima 2900. Gerð félagsskirteina fer fram i desember n.k. og eru félagsmenn hvattir til að koma myndum o.fl. gögnum til Péturs. Félagsfundur verður haldinn vonandi i desember, og koma þá jafnvel skiðakennarar frá Skiða- skóla Sigurðar Jónssonar og sýna nyjasta utbúnað og viðhald Verslunin Lísa auglýsir: Straufrí sængurfataefni. Breið lakaefni í teygjulökin. Tilbúinn rúmfatnaður í miklu úrvali. Verslunin Lísa, Hafnargötu 27 ^ Leikfanga ^ markaður Gerið hagstæð innkaup með 10% afslætti út á afsláttarkort. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Skemman, efri hæð Hafnargötu 62 - Keflavík - Sími 1790 þeir sem vit hafa á r velja WORLD CARPET Fæst í Járn & Skip. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA ____

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.