Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1981 7 Ungliðarnir kíkja undan feldinum Viðra tillögur sínar á fundi með forystu Framsóknarflokksins Ungir framsóknarmenn lögðust undir feld til aö kanna framboðsmálin Við hér á Víkur-fréttum höfum spurnir af samningaviðræðum milli ungliða Framsóknarflokks- ins og forystumanna flokksins sagöi Gunnólfur. Hér er leið til frama fyrir þá sem ekki eru í réft- um ættum. hér í Keflavík. Forsenda þessara viðræðna er líklega sú, að for- ystumenn flokksins telja æski- legra að bjóða fram sem heild, fremur en í pörtum eða örmum. Slík tilhögun er auðvitað flokkn- um mun hagstæöari, einkum þó ef um kynslóðaklofning er að ræða. Forystumenn Framsókn- arflokksins sjá það auðvitað í hendi sér, að framtíð flokksins er að verulegu leyti undir ungliðunum komin. Um hvað skyldu viðræður þessar nú hafa snúist? Af yfirlýsingum ungliðanna hér í Víkur-fréttum síðustu vikur má ætla að þær hafi einkum snú- ist um áhrif nefnda gagnvart em- bættismannakerfi bæjarins. Hvernig auka mætti áhrif hins almenna flokksfélaga innan ramma bæjarmálanna. Eða meö öðrum orðum, að þeir hefðu komið með itarlegar og fullmót- aðar tillögur um leiðir til þess að virkja hinn almenna flokksfélaga sem og íbúa bæjarins i lýðræðis- legu starfi. Svo mun þó ekki hafa verið. Eftir því sem viö komumst næst þá var fyrst og fremst rætt um þá kröfu ungliðanna að fá öruggt sæti i næstu bæjarstjórn- arkosningum. Megin krafa þeirra er að koma manni að. ( þeirri kröfu felst náttúrlega önnur krafa. Nefnilega sú, að annar hvor núverandi fulltrúa Fram- sóknarflokksins viki úr sæti sinu. Þannig snúast umræðurnar milli forystumanna Framsóknar- flokksins og ungliðanna um það, að Hilmar Pétursson eðaGuðjón Stefánsson víki fyrir sér yngri mönnum. Það hvarflar að okkur hér, að öll „gífuryrði" ungliðanna hafi aðeins verið smekkleg umgjörð utan um þá kröfu að komast sjálfir að. Margt fleira virðist ýta undir þessa skoðun. M.a. hafa ungliðarnir hvergi sett fram gagnrýni með tilvísun í mál sem hafa fariö úrskeiðis eða verið vanrækt á einn eða annan hátt. Auðvitað hljóta forystumenn Framsóknarflokksins hér að sitja ráðþrota gagnvart þessari kröfu. Einkum þó þar sem uþpstilling á lista mun líklega verða ákveðin í prófkjöri. Hvernig á þá að tryggja mönnum sæti á lista? Við hljótum þvi að velta þeirri spurningu fyrir okkur, hvort klofningurinn hafi eingöngu komið til með það fyrir augum, að ungliðarnir gætu styrkt stöðu sína innan flokksins, en fram- boösmálin hafi eingöngu verið leið að því markmiði? 5.500.000 myndsegulbönd með Beta kerfi eru í notkun i helminum í dag og áætlað er að 2.800.000 tæki verði fram- leidd á þessu ári. Beta kerflð á 30-45% af Evrópumarkaðinum. 1 Hollandi eru 45% af tækjum með Beta kerfi og í Þýskalandi 35%. FISHEK MYNDSEGULBANDSTÆKI BETA KERFI Það er ekki að ástæðulausu sem flestlr japönsku risarnir hafa valið Beta kerfið svo sem, FISHER, NEC, SONV, TOSHIBA og SANYO. VBS 9000 er „Luxus" gerðin frá FISHER O Fullkomin þráðlaus fjarstýring. 10 - Function Infrared Remote Control. O Beindrifið - Direct Drive. O Snertirofar - Soft Touch Controls. O Sjálfvirk fínstilllng við upptöku. Recordlng/Dubbing Lock System. O Sjálfspólun til baka. Auto Rewlnd System. O Hægt er að horfa á meðan spólað er áfram - CUE. O Fullkomlnn „Timer" fyrir upptöku. O Notar allt að 4 tima spólur. Eftirtaldir Videoklúbbar bjóða myndlr og þætti í miklu úrvali fyrir Beta kerfið: VIDEOMIÐSTÖÐIN, Laugavegi 27 VIDEOSPÓLAN, Holtsgötu 1 KVIKMYNDAMARKAÐURINN, Skólavörðustíg 19 VIDEOKING, Hafnargötu 48, Keflavík VBS 7000 er „standard" gerðin frá FISHER tæki ið heíur LVJ j. tslandi VERÐ - VBS 9000 STAÐGR.: 17.950 17.400 VERÐ - VBS 7000 STAÐGR.: 12.950 12.550 VERÐ A SPÓLUM 60 mín. 190. 130 mín. 330. 195 mín. 450. 220 mín. 540. Útborgun á VBS 9000 kr. 5.500 og eftlrstöðvar á 7-8 mánuðum. Útborgun á VBS 7000 kr. 4000 og eftlrstöðvar á 6-7 mánuðum. HLJOMVAL HAFNARGÖTU 28 - SÍMI 3933

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.