Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-ffréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1981 9 Hraðfrystihús Keflavíkur: Verða togararnir látnir sigla? Tekist hefur samkomulag milli Byggðasjóðs og Hraðfrystihúss Keflavíkur hfum að fyrirtækið fái 300 milljóna króna lán úr sjóðnum, með því skilyrði að hlutaféð verði aukið um 200 millj. kr. Er stjórn kaupfélagsins búin að samþykkja aukningu þessa og er nú unnið að því að útvega fé til hlutafjáraukningarinnar. Talið er að þessar 500 milljónir muni nægja til að koma húsinu í gang aftur, en enn vanti töluvert fé til endurnýjunar tækjabún- aðar. Töluverðrar gremju gætir meðal starfsfólks fyrirtækisins yfir því að til stendur að láta tog- aranasigla meðaflanntilsöluer- lendis en ekki landa honum hér heimatilvinnslu. Erstarfsfólkið, í samráði við Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, nú að kanna hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir að togararnir sigli með aflann. Byggingaleyfi veitt fyrir nýrri heilsugæslustöð Sjúkrahús Keflvíkurlæknsihér- aðs hefur sótt um leyfi til að hefja byggingu heilsugæslustöðvar á lóð sjúkrahússins, sem yrði 3.034 m3 að stærð. Bygginganefnd Keflavíkurhef- ur veitt leyfið með fyrirvara um samþykki Brunamálastofnunar og athugasemd um að grein verði gerð fyrir 29 bifreiðastæð- um sem koma skulu við slíka þjónustustöð skv. viðkomandi reglum þar um. Hljómval - Ný versiun Umsl. helgivaropnuðný verslun að Hafnargotu 28 í Keflavík, þar sem áður var hljómplötudeild Víkurbæjar, undir nafninu Hljómval. Þar verður á boðstólum hljómplötur og kassettur, Fisher-hljómtæki og myndsegulbönd, sjónvórp frá Fisher og Salora. og einnig Ijósmynda- vörur. Verslunarstjóri er Einar Júliusson, en eigendur eru hjónin Sig- urður Gunnarsson og Elsa Julíusdóttir. dtopinn Hrt^nargolu^60^KeMavik^Smi^2652 ATH. Opið frá kl. 9 - 16 á laugardaginn. Nú er rétti tíminn til að mála fyrir jólin Höfum nú yfir 50 tegundir af gólfdúkum. Fjölbreytt úrval af veggstriga og veggfóðri. Allir þekkja okkar fjölbreytta úrval af málningu og málningarvörum. - ★ - Gólfteppaúrvalið hefur aldrei verið betra. Verð og gæði við allra hæfi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.