Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 16
1 lílflin - -r - --- SPARISJÓÐURINN lf//rZ/AFRCTTIC er lánastofnun allra Fimmtudagur 19. nóvember 1981 Suðurnesjamanna. Gefa ekki kost á sér Nú, þegar hafinn er undirbún- ingur að uppstillingu á lista stjórnmálaflokkanna, er rétt aö velta fyrir sér hverjiraf núverandi fulltrúum gefi ekki kost á sér. Þetta þurfa menn aö vita áður en þeirri spurningu er svaraö hvort einhverjir aðrir komist að. Hvort heldur þeir eru ungliðar eða reyndir félagar. Þó svo að við hér á Víkur-fréttum séum ekki mjög upplýstir um þau mál akkúrat þessa stundina, þá vitum við nú sitt hvað fyrir víst. Til að byrja með er Ijóst, að Karl Steinar Guðnason alþingis- maður ætlar að hætta beinum afskiptum af sveitarstjórnarmál- um, og mun hann ekki gefa kost á sér í prófkjöri Alþýðuflokksins, enda hefur Karl að verulegu leyti staðið utan þeirra mála á kjör- tímabilinu vegna anna í öðrum störfum. Varamaður hans. Jón Ólafur Jónsson, sem eiginlega hefur verið bæjarfulltrúi allt kjör- timabilið, mun heldur ekki gefa kost á sér. Það er því Ijóst að haldi kratar öllum sínum mönn- um inni í næstu kosningum, mun að minnsta kosti einn nýr krati taka sæti i Dæjarstjörn. Einnig höfum við öruggar heimildir fyrir þvi, að Karl G. Sig- urbergsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, mum ekki gefa kost á sér. Það sama má fullyrða hér um Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkinn, að haldi þeir sinu hlutfalli þá komi nýr allaballi til með að sitja í bæjarstjórn á næsta kjörtimabili. Hvort hér verði ungliðar eða einhverjir aðrir á ferðinni, eóa yfirhöfuð hverjir þessir einstakl- ingar verða, veit nú enginn. Það Merking íögreglusföðvarinnar í Keflavík: Ágreiningur um sfafagerð!! Verður merkt á næstunni, segir Björn Sigurðs- son hjá Innkaupastofnun ríkisins Ýmsir hafa haft orð á því við blaðið, aö nýja lögreglustöðin í Keflavík sé ennþá ómerkt. Hefur það komið fyrir að ókunnugir hafi þurft að eyða miklum tíma i að leita að stöðinni og loks þurft að spyrja til vegar. Nun er ár síðan lögreglustööin var tekin í notkun og því er þetta mönnum eðlilegt undrunarefni. Á lögreglustöðinni var okkur tjáð að þetta mál væri í höndum Innkaupastofnunar ríkisins og þvi slógum við á þráðinn þangað og inntum Björn Sigurðsson hverju þetta sætti. Hann svaraði því til aö ágreiningur hefði verið um stafagerð, sem hefði valdið þessari töf. ,.Nú er hins vegar búið að leysa þennan ágreining og þurfa Suðurnesjamenn því ekki að biða öllu lengureftirauð- kenningu á nýju lögreglustöð- ina sína," sagði Björn. Þilfarshús á skipsskrokk Þessi mynd var tekin í síöustu viku við Skipasmíðastöð Njarðvikur, er veriö var að hífa upp þilfarshús, sem á að setja á skipsskrokk frá Noregi, sem verið er að smíðafyrir Skipasmíðastöðina. Stöðin á siðan að Ijúka við smíði skipsins. Skrokkurinn er væntanlegur i janúar- byrjun og er áætlaö aö skipið verði eigendum I byrjun júní n.k. Eigendur eru Gauksstaöir hf. í Garði. má hins vegar koma hér fram í lokin, að við vitum ekkert um hvað muni gerast í Framsóknar- flokknum og engar staðfestar heimildir um að einhverjir ætli að hætta hjá Sjálfstæðisflokknum. En um leið og við fréttum éitt- hvað munum við ,,t>laðra" þvi um allan bæinn. Til hamingju, strákar! Lúsafaraldur? Á hverju ári kemur upp orðrómur um lúsafaraldur. Eflaust á sá orðrómur við rök að styðjast. Þó má segja aö mönn- um hafi orðið um og ó þegar svæla þurfti pöddur út úr skólan- um í Garði. Þar að auki fréttist af pöddum eða lusum i skólunum hér i Keflavík. Ósjálfrátt fer fólk að finna fyrir kláóa hér og þarvið svona orðróm, enda eru lýs og flær gestir sem fólk kýs sist að gisti líkama sinn. Við leituðum upplýsinga um þetta mál hjá Jóhanni Sveinssyni heilbrigðisfulltrúa og Gylfa Guð- mundssonar yfirkennara Gagn- fræðaskólans. Sagði Jóhann að hér væri um árlegan viðburð að ræða. Þessi mál væru alltaf svip- uð. Ástæðulaust væri aö óttast þetta nú, enda ekkert sem benti til þess að hér væri um faraldur að ræða. Sagði hann jafnframt, að málrð væri einfalt, en þvi mið- ur hálf sorglegt. Þaö væri ein- faldlega staðreynd, að til væri fólk sem hreinlega þrifi sig ekki nægjanlega vel, og það tengi lús. Lúsin flyttist siðan auðveldlega á milli manna. Eina ráðið væri því að huga vel að hreinlæti. Ef fólk fær hins vegar lús, þá er minni ástæða til að óttast en áður, því nú eru til mörg lyf sem vinna auð- veldlega á lúsinni. Hins vegar skulum við vona að fæstir verði fyrir þvi óláni að fá lús. Varðandi orðróm um lús i Gagnfræöaskólanum sagði Gylfi Guðmundsson, að þar hefði veriö á ferðinni roðalús. Sú padda er smá og saklaus og leggst ekki á fólk Töldu þeir i Gagnfræðaskólanum að padda þessi hefði komist inn í glugga- kistuna gegnum einhverjar óþekktar krókaleiðir í glugga- karminum. Ástæðan fyrir því að leitað var eftir meindýraeyði til að fjarlægja pöddurnar með eitri vareinkumsú.aðfólkilíkaöiekki nærvera þeirra. Við skulum þvi vona að menn geti um hreint höfuð strokið og að hreinlætið verði lúsinni yfir- sterkari á öllum stöðum. Enda er og verður lúsin alltaf merki um sóðaskap og þar að auki er hún bara einfaldlega ógeðsleg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.