Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 1
22. tbl. 2. árg. Fimmtudagur 3. desember 1981 fCÉTTIC Tilfærslan á girðingunni var aðeins byrjunaraðgerð - segir Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra Eins og greint var frá i siöasta tölublaöi og flestir hafa náttúrlega tekiö eftir, þá er búiö að færa hluta af Vallargiröingunni mlllf Kefla- vfkur og Njarövíkur. Hvort þetta sé fyrsta skrefiö f sameiningu þess- ara bæjarfélaga skal ekkert fuilyrt. Hlns vegar er Ijóst, aö margir eru þessari framkvæmd fegnir, ekki sfst þelr Njarövikingar sem sækja nám i Fjölbrautaskólann. Samt sem áöur vöknuöu ýmsar spurningar viö þessa framkvæmd, t.d. hvers vegna þessi bútur var færöur? Hvers vegna var ekki girðfngin færö þannig, aö Ibúarfengju lóöirsinar sem liggja innan girðingar? Til þess aö leita svara viö þessum spurningum og fáelnum öörum, spjölluöum viö viö Ólaf Jóhannesson, utanrikisráöherra. Við byrjuðum á því að spyrja Ólaf, hvers vegna girðingin væri færð núna. Svaraði Ólafur því til, að hér væri um byrjunaraðgerð að ræða, sem haldið yrði áfram með á næsta ári. Benti hann síð- an á, að málið hefði verið tekið upp sem ósk frá bæjarstjórn Njarðvíkur. Framh. á 7. siöu Óánægja með hitaveðtuna Að undanförnu hefur töluvert borið á óánægju meðal við- skiptavina Hitaveitu Suðurnesja yfir lægra hitastigi á heita vatn- inu en áður var. Vegna þess gerðu Víkur-fréttir könnun á hitastiginu meðal íbúanna á svæði hitaveitunnar. Fram kom að algengt er að vatns- hitinn sé þetta 70°-72° með þeim undantekningum þó, að á einstaka stað í Vogum og Garði fór hitinn niður i 60°-62°. I Grindavík var hinns vegar hiti algengur um 80°. í öllum tilfellum kom fram, að hiti hefur lækkað um 10° frá því í vor. (framhaldi af þessu hafði blað- ið samband við Ingólf Aðal- steinsson hjá H.S. til að fáaövita hvað hér væri á feröinni. Ingólfur sagði að fólk skyldi varast að taka mark á inntaks- mælum í húsum sínum, því al- gengt væri að þeir væru ekki nægjanlega nákvæmir. t.d. væru dæmi um það að þar sem hita- Mlölunartankarnir á Fitjum Framh. á 9. siöu Notum eingongu okkar hafnir segir í samþ. nefndar Eins ogfram hefurkomiðiVik- ur-fréttum hefur fyrir frum- kvæði stjórnar Landshafnar Keflavíkur-Njarðvíkur veriö kosin nefnd til að sporna við þeirri uggvænlegu þróun sem hefur átt sér stað að undanförnu hvað varðar skipakomur til hafna á Suðurnesjum. n vandamál hafnanna Mjög hefur færst í vöxt, með tilkomu gámaflutninga með skipum, að sjávarafuröum til út- flutnings er ekið til höfuðborg- arsvæðisins og skipað út þar. Þessi þróun hefur marga neikvæða hluti i för með sér fyrir Suðurnesin, s.s. mjög minnk- andi tekjur hafnanna, minnk- andi atvinnuviölestunskipasem orsakar mikla erfiöleika í manna- haldi, mikinn aksturskostnað fyrir framleiðendur, minni tekjur sveitarfélaganna vegna minni umsvifa og atvinnu, o.fl. í þess- um dúr. Það er því sýnt, að margir aðilar á Suðurnesjum eiga Framh. á 12. slöu Njarðvíkurhöfn: Grettir búinn að grafa Dýpkunarskipið Grettir hefur nú lokið við að grafa fyrir nýja þilinu í Njarðvíkurhöfn, en skipið var hér um tveggja vikna skeiö. Vonir standa til að Vita- og hafnamálastjórn hefjist brátt handa við að Ijúka frágangi þils- ins, en með því myndi aðstaöa stórra skipa batna til muna. 30 á atvinnu- ieysisskrá Sl. mánudagvoru 30áatvinnu- leysisskrá hjá Vinnumiðlun Kefla víkurbæjar og í Njarðvík, sem skiptist þannig: Njarðvík: 5 konur. Keflavík: 20 konur + 5 karlar. Eins og áður bitnar atvinnu- leysið helst á konum, en nú eru þær 25 atvinnulausar á móti 5 körlum. Þessi tala getur breyst uppá við, þar sem uppsögn hjá Hraðsfrystistöð Keflavíkurvarað koma fram um það leyti sem blaðið fór í prentun. Fyrir rúmri viku, eða áður en Hraðfrystihús Keflavíkur hf. fór í gang að nýju, náði tala atvinnu- lausra i þessum byggöarlögum 70. Hraðfrysti húsið aftur ígang Á miðvikudag í síðustu viku hófst vinnsla á ný hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur hf., eftir margra vikna stopp. Fram að þeim tíma höfðu um 70 konur verið á atvinnuleysis- skrá í Keflavík og Njarðvík, fyrir utan töluverðan fjölda sem ekki lét skrá sig. Taliö er að þessar tölur megi að stærstum hluta rekja til stöövunar Hraðfrysti- hússins, þannig að nú ættu tölur um atvinnulausa að hafa minnk- að til muna, þó eflaust séu enn einhverjir á atvinnuleysisskrá. En þær tölur koma ekki fram strax, þar sem breyting hefur orðið á skráningu þannig að fólk lætur nú aðeins skrá sig vikulega í staö daglega áður. Auglýsið í jólablaðínu. Það kemur út 17. desember.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.