Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir____________________ Hver á að fjarlægja draslið? Fimmtudagur 3. desember 1981 3 Oft að undandörnu hafa starfsmenn Keflavíkur hf. átt í erfiðleikum með að komast að beinakössum við fiskverkunarhús fyrirtækisins, sökum þess að bærinn hefur leyft að sturta jarðvegi og þess háttarúr- gangi á bakkann norðan Stokkavarar og loka þar með aðkeyrslunni að húsunum sjávar megin. Bærinn telur að það sé lóðareiganda að fjarlægja ruslið, en hinir benda hins vegar á að það sé bærinn sem leyfi losun þarna. Málin eru því í sjálfheldu. Eiga ekki báðir aðilar sökina? Föstudaginn 13. nóv. sl. lenti sérleyfisbifreiðin Ö-109 utan vegar á Arnarneshæð í Garða- bæ i áætlunrferð. Engin slys urðu á farþegum, en bifreiðin mun vera töluvert skemmd. Þegar slysið skeði var veður slæmt og er talið að vindur hafi feykt bifreiðinni þannig, að bif- reiðastjóri missti stjórn á henni. Rakst hún á Ijósastaur, braut hann og lenti svo utan vegar án þess þó að velta. Erfitt er að gera sér grein fyrir tjónsupphæð. Bifreiðinertryggð í kaskó fyrir 1.3 milljónir, með eigin áhættu SBK að upphæð kr. 28.000. Á fundi sérleyfisbifreiðanefnd- ar 25. nóv. sl. var mál þetta tekið fyrir og bókað, að vegna tíðra tjóna sem bifreiðarstjórinn hefur orðið fyrir á bifreiðum fyrirtækis- ins, er samþ að senda honum strangt aðvörunarbréf. ( umfjölluninni um þetta mál koma þó hvergi fram þau forkast- anlegu vinnubrögð SBK, að búa sérleyfisbifreiðarnar, eins og þá sem þarna átti hlut að máli, aðeins sumardekkjum aðframan jafnvel þótt vetur sé genginn í garð. Því er spurning, hvort sér- leyfisbifreiðarnefnd verði ekki að senda TVÖ ströng aðvörunar- bréf, og hver á þá að fá hitt? Framhald þessa máls er, að nú hafa allar bifreiðir SBK verið settar á nagladekk, en þrátt fyrir það er spurningu blaðsins ósvarað. 3ja sæta sófi kr. 5.480. 2ja sæta sófi kr. 4.300. Stóll, kr. 2.880. Glæsileg LEÐURSÓFASETT í sjónvarpsherbergið. ERT ÞÚ AÐ SPÁ í HLJÖMTÆKI? ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ TECHNICS- SONY PANASONIC og KEF Við þurfum ekki að borga fólki fyrir að nota okkar hljómtæki. ÞAU MÆLA MEÐ SÉR SJÁLF. Videobanki Suðurnesja Einkaleyfi á Suðurnesjum fyrir: TECHNICS, SONY, PANASONIC, KEF, ELECTRO VOICE og AUDIO TECHNICA.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.