Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 3. desember 1981 VÍKUR-fréttir Aðventuljós - Krossar á leiði Jólaseríur á markaðsverði SIEMENS heimilis- og raftæki. Raftækjaverslunin HÁBÆR HF. Hafnargötu 49 - Keflavik - Sími 3780 Stúlka óskast til afgreiðslustarfa allan daginn. Umsóknar- eyðublöð fást í versluninni. GEORG V. HANNAH Úra- og skartgripaverslun Hafnargötu 49 - Keflavík Kynntir veröa nýju vetrarlitirnir frá ESTÉE LAUDER, föstudaginn 4. desember. Snyrtistofan^^^ Verslunin^g^^^^ Víkurbæjarhúsinu, II. hæö, Keflavík Hæstiréttur úrskurðar I lóðadeilu í Njarðvík Á fundi bæjarráðs Njarðvíkur 25. nóv. sl. var tekinn fyrir úrskurður sem Hæstiréttur felldi nýlega, að afmá skyldi úr veð- málabókum, þinglýsingu skjals nr. 4817/1981, þ.e. veðleyfi fyrir húseignum á leigulóð Njarðvík- urbæjar við Borgarveg og Móaveg. Ekki verður annað séð en að um formgalla á veðheimild sé að ræða. Á sínum tíma kom upp deila milli Njarðvíkurbæjar og Land- eigendafélags Ytri-Njarðvíkur- hverfis með Vatnsnesi, varðandi úthlutun lóða á svokölluðu Karvelssvæði við Borgarveg og Móaveg. Deila þessi kom upp er Njarð- víkurbær skipti lóð milli hús- beyggjenda á svæði sem þeir hafa leigurétt á frá Karvel ög- mundssyni og voru 20 ár eftir af leigusamningnum. (framhaldiaf því gaf bærinn út lóðasamninga. Þetta töldu lóðaeigendur að Njarðvíkurbæ væri óheimilt, þ.e. að framleigja öörum og gefa út lóðasamning, og fór málið fyrir dóm, sem Hæstiréttur er nýbú- inn að fella dóm um.einsogáður segir. Þar sem Ijóst er að landeigend- ur munu halda áfram aðgerðum gagnvart landi þessu og mála- rekstur getur tekið nokkur ár, treystir Njarðvíkurbær sér ekki til að standa i slíku málavafstri með tilliti til að slíkt hefði í förmeðsér ómælanlegt tjón fyrir þá aðila sem standa í byggingum á við- komandi landi. Njarðvíkurbær mun óska eftir þvi við Landeigendafélag Ytri- Njarðvíkurhverfis með Vatns- nesi, að það gefi út lóðaleigu- samninga til viðkomandi aðila með venjulegum skilmálum, með þeirri undantekningu, að lóðarleiga verði 2% af fasteigna- mati lóðar, en það er í samræmi við þá niðurstöðu sem matsmenn á vegum landeigenda töldu hæfilegaviðmiðunviðend- urmat lóðarleigu skv. eldri samn- ingum. Jafnframt er það sama lóðarleiga og Njarðvíkurbærinn- heimtir fyrir lóðir í eigu bæjarins. Lækninga- máttur ,,bláa lónsins" kannaður Lögð hefur verið fram tillaga á Alþingi um að könnun færi fram á lækningarmætti jarðsjávar við Svartsengi. Leiði sú könnun til jákvæðrar niðurstöðu, verði þegar komið upp aðstöðu fyrir Framh. á 13. sfðu Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu Hjálparsveitar skáta í Njarövík um daginn. Var þá æfing hjá þeim, en tilgangur æfingarinnarvar sá aö minnast 10 ára afmælis Landssambands Hjálparsveita skáta. Var æfð skipulagning leitar, gerðir uppdrættir af leitarsvæðum o.fI., sem leit tilheyrir. Það kostar mikið fé að reka svona hjálparsveitir. Þær hafa aflaö fjár með sölu flugelda um hver áramót. Svo verður einnig aö þessu sinni. Hjartarbaninn Hafnargötu 34 - Keflavík - Sími 3730 HÖFUM Á BOÐSTÓLUM: ÖL - SÆLGÆTI - TÓBAK SAMLOKUR, heitar og kaldar H.AMBORGARA O.FL. REYNIÐ VIÐSKIPTIN.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.